Svarar forsætisráðherra í næstu viku

Seðlabankinn mun svara forsætisráðherra í næstu viku varðandi það á hvaða stigi mál tengt samskiptum bankans við fjölmiðla er. Rannsókn stendur nú yfir innan bankans.

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Auglýsing

Seðla­banki Íslands mun svara Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra í næstu viku og greina henni frá því hversu langt rann­sókn á leka úr Seðla­bank­anum vegna hús­leitar hjá Sam­herja fyrir sjö árum er kom­in.

Þetta kom fram í máli Más Guð­munds­sonar seðla­banka­stjóra á opnum fundi stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefndar í dag.

Hann segir að málið sé í skoð­un, þ.e. hvort og hvaða sam­skipti hafi átt sér stað milli starfs­manna Seðla­bank­ans og fjöl­miðla.

Auglýsing

Umboðs­­maður Alþingis sendi for­­sæt­is­ráð­herra bréf þann 4. mars síð­­ast­lið­inn en þar beindi hann sjónum sínum að bréfi Más Guð­­munds­­sonar seðla­­banka­­stjóra til Katrínar sem hann sendi þann 29. jan­úar síð­­ast­lið­inn. 

Umboðs­maður sagð­ist hafa fengið nán­­ari upp­­lýs­ingar um sam­­skipti starfs­­manna Seðla­­banka Íslands og Rík­­is­út­­varps­ins í aðdrag­anda hús­­leit­­ar­innar eftir að greint hafi verið frá bréfi seðla­­banka­­stjóra á vef bank­ans. „Þessar upp­­lýs­ingar gefa að mínu áliti til­­efni til að kallað verði eftir hver var í raun hlutur starfs­­manna gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­­bank­ans í að upp­­lýsa starfs­­mann Rík­­is­út­­varps­ins um hina fyr­ir­hug­uðu hús­­leit. Þá tel ég þörf á að ganga eftir því við Seðla­­banka Íslands hver hafi tekið ákvörðun um að veita upp­­lýs­ingar og hver hafi verið aðkoma og vit­­neskja yfir­­­stjórnar bank­ans um þessi sam­­skipti við Rík­­is­út­­varp­ið,“ sagði hann í bréf­inu til Katrín­ar.

Óskaði umboðs­maður eftir svari frá for­sæt­is­ráð­herra fyrir 20. mar­s. 

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent