Icelandair vinnur nú að áætlun um að aðstoða þá flugfarþega sem á þurfa að halda að komast heim eftir að tilkynnt var í morgun að starfsemi WOW air yrði hætt. Icelandair gerir ráð fyrir því að ljúka áætluninni á næstu klukkustundum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Í henni segir jafnframt að Icelandair geri sér grein fyrir þeirri stöðu sem upp er komin, í ljósi frétta um að WOW air hafi hætt rekstri.
Auglýsing
Tilkynnt var í morgun að starfsemi WOW yrði hætt eins og fram hefur komið í fréttum í morgun. Farþegum hefur verið bent á að kanna möguleika á flugi hjá öðrum flugfélögum, sem og er þeim bent á að hafa samband við Samgöngustofu.