Flugvélar Wow air sem áttu að koma úr Ameríkuflugi í nótt lögðu aldrei upp frá flugvöllum vestanhafs vegna þess leigusalar WOW air í Bandaríkjunum og Kanada létu kyrrsetja vélarnir í nótt. Þetta herma heimildir Kjarnans.
Stuttu síðar kom tilkynning frá WOW air að flugfélagið væri á lokametrunum að klára hlutafjáraukningu við nýjan eigendahóp á félaginu og að allt flug hefði verið stöðvað þar til þeir samningar yrðu kláraðir. Á vef WOW air birtist síðan tilkynning um átta leitið í morgun um að flugfélagið hefði hætt starfsemi. WOW air skilaði síðan flugrekstrarleyfi sínu til Samgöngustofu klukkan átta í morgun
Á mbl.is er greint frá því sú vél sem kyrrsett er á Keflavíkurflugvelli, eftir samkomulagi WOW air og Isavia vegna vangoldinna lendingargjalda flugfélagsins, sé í eigu ALC. En samkvæmt Morgunblaðinu voru það fyrirtækin ALC, Tungnaa Aviation Leasing Limited og Sog Aviation Leasing Limited sem ákváðu að krefjast kyrrsetningar á vélum WOW air vegna vanefnda á leigusamningum.