Rússíbanareið á markaði eftir fall WOW air - Svigrúm til mótvægisaðgerða fyrir hendi

Eins og við mátti búast komu fram nokkuð mikil viðbrögð á markaði í dag, vegna falls WOW air. Uppsagnahrina er farin í gang í ferðaþjónustu. En hvað gerist næstu misserin? Hverju má búast við?

Wow air
Auglýsing

Fall WOW air hafði mikil áhrif á mark­aði í dag og beitti Seðla­banki Íslands inn­gripum á gjald­eyr­is­mark­aði til að koma í veg fyrir að gengi krón­unnar félli meira gagn­vart helstu við­skipta­mynt­um. Krónan veikt­ist um 0,73 pró­sent gagn­vart evru, þrátt fyrir inn­grip, og 0,91 pró­sent gagn­vart Banda­ríkja­dal. Evran kostar nú tæp­lega 138 krónur og Banda­ríkja­dalur tæp­lega 123 krón­ur. 

Upp­sagn­ar­hrina hefur farið í gang í ferða­þjón­ust­unni. Kynn­is­ferðir hafa sagt upp 59 starfs­mönn­um, svo dæmi sé tek­ið, og segir fram­kvæmda­stjór­inn að fall WOW air sé vega­mik­ill þáttur í þeirri ákvörð­un. 

Hluta­bréfa­vísi­talan lækk­aði um 1,27 pró­sent, en bréf Kviku banka voru tekin ný til við­skipta að aðal­mark­aði í dag, og hækk­aði gengi bréfa bank­ans um 0,6 pró­sent. 

Auglýsing

Fyrir utan þá þús­und starfs­menn sem missa vinn­una hjá WOW air - og fyr­ir­sjá­an­lega nokkur hund­ruð til við­bótar sem hafa verið að þjón­usta fyr­ir­tækið og far­þega þess - þá er lík­legt að áhrifin á ferða­þjón­ust­una verði umtals­verð, á næstu miss­er­um. 

Erfitt er að segja til, en vonir standa til þess að höggið verði ekki of þungt - það er að það bitni ekki of mikið á hag­vexti í land­inu, þó við­búið sé að það verði raun­in. 

Sviðs­myndir sem unnar voru fyrir stjórn­völd í fyrra gerðu ráð fyrir að fall WOW air, miðað við stöð­una eins og hún var síð­sum­ars, hefði getað valdið því að lands­fram­leiðsla myndi falla nokk­uð, um allt að 3 pró­sent. En frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og umfang rekst­urs WOW air hefur skroppið veru­lega sam­an, um meira en helm­ing, nú þegar kom að enda­stöð.

Því má segja að höggið hafi lin­ast og það sé búið að koma fram ákveðin kólnun í hag­kerf­inu. Minni eft­ir­spurn og meiri hæga­gangur í nýráðn­ingum hafa verið leið­ar­stefið í hag­spám fyrir þetta ár og næsta, en þó er gert ráð fyrir að hag­vöxtur verði áfram á bil­inu 1,5 til 3 pró­sent á þessu ári og til fram­tíð­ar. 

Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, gerði stöðu hag­kerf­is­ins að umtals­efni í ræðu á aðal­fundi Seðla­banka Íslands í dag. „Hér er um að ræða getu þjóð­ar­bús­ins og fjár­mála­kerf­is­ins til að takast á við áföll vegna ágætrar ytri stöðu, stórs gjald­eyr­is­forða og til­tölu­lega góðrar eig­in­fjár­stöðu heim­ila og fyr­ir­tækja. Staða bank­anna er einnig sterk eins og ég hef nú farið yfir. Þá er svig­rúm hag­stjórnar til að bregð­ast við tölu­vert og mun meira en víða um heim. Það er afgangur á rík­is­sjóði og skuldir hins opin­bera eru litlar í sögu­legu sam­hengi. Svig­rúm til lækk­unar vaxta er hér mikið ef aðstæður kalla á, ólíkt mörgum við­skipta­lönd­um, þar sem þeir eru tölu­vert fyrir ofan núll hér á landi," sagði Már.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Losun frá umferð og úrgangi dregst saman
Kjarninn 30. september 2020
Kergja innan hluthafahóps Eimskips nær suðupunkti
Óánægja með fyrirferð stærsta eigandans, dramatík í kringum stjórnarkjör og yfirtökuskyldu sem var svo felld úr gildi og slök rekstrarframmistaða sem leiddi af sér fall á markaðsvirði Eimskips hafði leitt til kergju á meðal lífeyrissjóða.
Kjarninn 30. september 2020
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent