Hljómsveitarmeðlimir Sigur Rósar ákærðir fyrir skattsvik

Fjórir núverandi og fyrrverandi liðsmenn íslensku hljómsveitarinnar Sigur Rós, þeir Georg Holm, Kjartan Sveinsson, Orri Páll Dýrason og Jón Þór Birgisson, hafa verið ákærðir fyrir skattsvik.

Sigur Rós
Auglýsing

Hér­aðs­sak­sókn­ari hefur tekið ákvörðun um að ákæra fjóra hljóm­sveit­ar­með­limi Sigur Rósar vegna van­fram­tal­inna tekna. Skil á skatt­fram­tölum liðs­manna hljóm­sveit­ar­innar fyr­ir­ árin 2010 til 2014 hafa verið skoð­unar hjá yfir­völdum í nokkur ár. Í til­kynn­ingu frá Sigur Rós segir að hljóm­sveit­ar­með­lim­irnir harmi að málið þurfi að fara fyrir dóm en von­ast á sama ­tíma til þess að máls­á­stæður þeirra skýrist. Þá segir að þeir hafi ávallt haft fullan ásetn­ing til að standa í réttum skilum við skatt­yf­ir­völd og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert.

Ekki sér­fróðir í bók­haldi

Haft er eftir Bjarn­freði Ólafs­syni, lög­manni hjá LOGOS lög­manns­þjón­ustu, í til­kynn­ing­unni að hljóm­ar­sveit­ar­mennir töldu að þessi máli væru í lagi og í höndum fag­manna.  

„Hljóm­sveit­ar­með­limir eru tón­list­ar­menn og ekki sér­fróðir í bók­haldi og alþjóð­legum við­skiptum – hvað þá í fram­tals­gerð og skatt­skil­um. Þess vegna réðu þeir við­ur­kennda sér­fræð­inga til að ann­ast bók­hald og öll sam­skipti við íslensk skatt­yf­ir­völd. En í ljós hefur komið að röngum fram­tölum var skilað til rík­is­skatt­stjóra og/eða þeim skil­að alltof seint. Á sama tíma töldu hljóm­sveit­ar­með­limir að þessi mál væru í lagi og í höndum fag­manna. Það verður núna verk­efni Hér­aðs­sak­sókn­ara að færa sönnur fyrir því að hljóm­sveit­ar­með­limir hafi sjálfir gerst sekir um stór­fellda van­rækslu á fram­tals­skyldu sinni. Í ljósi máls­at­vika fæ ég ekki séð hvernig það verður hægt og þess vegna veldur það von­brigðum að emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara hafi tekið ákvörðun um ákærur á hendur þeim,“ segir Bjarn­freð­ur.

Auglýsing

Ákærðir fyrir að greiða ekki tugi millj­óna í skatt

Í umfjöllun RÚV um málið segir að fjórir núver­andi og fyrr­ver­andi liðs­menn hljóm­sveit­ar­innar séu ákærðir fyrir skatt­svik. Þeir Georg Holm, Kjartan Sveins­son, Orri Páll Dýra­son og Jón Þór Birg­is­son eru allir ákærðir fyrir að telja ekki fram tekjur eða arð­greiðsl­ur.  

Sam­kvæmt RÚV segir í á­kærunni á hendur Jóni Þór Birg­is­syni, söngv­ara sveit­ar­inn­ar, að honum sé gefið að sök að hafa komið sér undan greiðslu tekju­skatts upp á rúmar þrjá­tíu millj­ónir króna og fjár­magnstekju­skatt upp á 13 millj­ón­ir. End­ur­skoð­andi Sigur Rósar er jafn­framt sagð­ur­ ekki hafa staðið skil á skatt­fram­tölum Jóns Þórs gjald­árin 2014 og 2015. Með því er söngv­ar­inn sagður hafa kom­ist undan greiðslu tekju­skatts upp á 22,6 millj­ónir og fjár­magnstekju­skatts upp á 10 millj­ón­ir.

Georg Holm, bassa­leik­ari sveit­ar­inn­ar, er ákærður fyrir að hafa ekki greitt tekju­skatt upp á 35 millj­ónir og fjár­magnstekju­skatts upp á 9,5 millj­ón­ir. Kjartan Sveins­son, sem hætti í hljóm­sveit­inni fyrir sex árum, er einnig ákærð­ur.  Hann er sagður hafa kom­ist hjá því að greiða tekju­skatt upp á rúmar 18 millj­ónir vegna tekna hans. 

Orri Páll Dýra­son, sem hætti í Sigur Rós í októ­ber síð­ast­liðn­um, er ákærður fyrir að hafa kom­ist hjá greiðslu tekju­skatts upp á 36 millj­ónir og fjár­magnstekju­skatt upp á 9,5 millj­ón­ir. 

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent