Vilja jafna hlut kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja

Forsætisráðuneytið og FKA hafa gert með sér samning um stuðning stjórnvalda við verkefnið Jafnvægisvogina sem gildir í eitt ár og greiðir ráðuneytið FKA fimm milljónir króna til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til.

Kvennafrí 2019
Kvennafrí 2019
Auglýsing

For­sæt­is­ráðu­neytið og Félag kvenna í atvinnu­líf­inu (FKA) hafa gert með sér samn­ing um stuðn­ing stjórn­valda við verk­efnið Jafn­vægis­vog­ina. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, og Rakel Sveins­dótt­ir, for­maður stjórnar FKA, und­ir­rit­uðu samn­ing þess efnis í Stjórn­ar­ráð­inu í gær.

Þetta kemur fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Mark­mið verk­efn­is­ins er að stuðla að jafn­ari hlut kvenna og karla í stjórnum og fram­kvæmda­stjórnum fyr­ir­tækja í sam­ræmi við ákvæði laga sem kveða á um 40-60 kynja­hlut­fall.

Auglýsing

Samn­ing­ur­inn gildir í eitt ár og greiðir for­sæt­is­ráðu­neytið FKA fimm millj­ónir króna til að sinna þeim verk­þáttum sem samn­ing­ur­inn tekur til. Fram­kvæmd verk­efna sam­kvæmt samn­ingnum fer fram í nánu sam­ráði við skrif­stofu jafn­rétt­is­mála í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Svig­rúm til að gera betur

For­sæt­is­ráð­herra segir við til­efnið að þrátt fyrir góða stöðu jafn­rétt­is­mála á Íslandi í alþjóð­legum sam­an­burði þá sýni staða kvenna í stjórn­enda­stöðum að það sé svig­rúm til að gera mun betur í fyr­ir­tækjum með 50 starfs­menn eða fleiri og innan 100 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. „Fé­lag kvenna í atvinnu­líf­inu gegnir mik­il­vægu hlut­verki við að bæta stöðu og hlut kvenna í íslensku atvinnu­lífi og með verk­efn­inu er verið að virkja fyr­ir­tæki til sam­starfs um að gera bet­ur. Nú þegar hafa um 50 fyr­ir­tæki lýst sig reiðu­búin til þess. Það er mér sem ráð­herra jafn­rétt­is­mála ánægju­efni að leggja góðu starfi FKA lið,“ segir hún.

Forsætisráðherra ásamt fulltrúum FKA við undirritun samningsins. Mynd: Forsætisráðuneytið.

Meg­in­mark­mið samn­ings­ins er að gera FKA kleift að vinna áfram að því að safna og sam­ræma tölu­legar upp­lýs­ingar um hlut kvenna og karla í stjórnum og fram­kvæmda­stjórnum fyr­ir­tækja í eigu einka­að­ila og hins opin­bera. Þá verður mæla­borð Jafn­vægis­vog­ar­innar upp­fært reglu­lega, fræðsla veitt um mik­il­vægi fjöl­breyti­leika í stjórnum og stjórn­enda­teymum og kynn­ingar haldnar á mæla­borð­inu og mark­miðum verk­efn­is­ins fyrir fyr­ir­tæki, stjórn­völd og almenn­ing. Einnig verður fyr­ir­tækjum fjölgað til liðs við verk­efnið og Jafn­vægis­vog­ar-við­ur­kenn­ingu veitt til þeirra sem náð hafa mark­miðum verk­efn­is­ins um jafn­ari hlut kvenna og karla.

Nei­kvæð þróun hér­lendis

Í des­em­ber 2018 var greint frá því að Íslandi tróni á toppnum á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir ríki þar sem kynja­jafn­frétti er mest. Næst á eftir Íslandi á list­anum eru önnur Norð­ur­lönd: Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Finn­land, en alls nær úttektin yfir 149 lönd. Hún leggur mat á jafn­rétti kynj­anna í stjórn­mál­um, mennt­un, atvinnu og heil­brigði.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu úttekt­ar­innar mun það taka heim­inn 108 ár að ná fullu jafn­rétti karla og kvenna í heim­in­um. Ísland er, líkt og áður sagði, komið lengst á þeirri veg­ferð. 85,8 pró­sent af kynja­ó­jafn­rétt­is­bil­inu er þegar brúað sam­kvæmt mæli­kvörð­unum sem miðað er við. Þrátt fyrir for­ystu­hlut­verk Íslands þá hefur líka átt sér stað nei­kvæð þróun hér­lend­is.

Þannig hafi konum á þingi fækkað í kosn­ing­unum 2017. Fjöldi þeirra fór úr met­töl­unni 30 í 24 og hlut­fallið á meðal þing­manna allra úr 47,6 pró­sent í 38 pró­sent. Hlut­fall kvenna á Alþingi hefur ekki verið lægra eftir hrun. Sig­ur­veg­arar þeirra kosn­inga voru mið­aldra karl­ar, sem juku umfang sitt á meðal þjóð­kjör­inna full­trúa umtals­vert.

Þátt­taka og tæki­færi kvenna í efna­hags­líf­inu dreg­ist saman

Í úttekt Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins segir enn fremur að konum í æðstu emb­ætt­is­manna­stöðum hafi einnig fækkað sem og hlut­fall kvenna á meðal stjórn­enda í fyr­ir­tækj­um.

Þá hafi þátt­taka og tæki­færi kvenna í efna­hags­líf­inu líka dreg­ist sam­an.

Kjarn­inn hefur fram­kvæmt úttekt á því hvers kyns þeir sem stýra fjár­magni á Íslandi eru árlega frá 2014. Úttektin nú er því sú sjötta sem fram­kvæmd hefur ver­ið.

Í ár nær hún, líkt og í fyrra, til 90 æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og -miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. Nið­ur­staðan nú er sú að 80 þeirra eru karlar en tíu eru kon­ur. Konum fjölgar um eina á milli ára en hlut­fall þeirra á meðal helstu stjórn­enda fjár­magns á Íslandi fer með því úr tíu pró­sentum í 11,1 pró­sent milli áranna 2018 og 2019.

Þessi hópur sem fellur undir úttekt­ar­skil­yrðin stýrir þús­undum millj­arða króna og velur í hvaða fjár­fest­ingar þeir pen­ingar rata hverju sinni.

Lítið sem ekk­ert breyst

Þegar úttekt Kjarn­ans var fram­­kvæmd fyrst, í febr­­úar 2014, voru störfin sem hún náði yfir 88 tals­ins. Þá sátu 82 karlar í þeim störfum en sex kon­­ur. Árið 2015 voru störfin 87, karl­­arnir 80 og kon­­urnar sjö. 2016 voru störfin 92, karl­arnir 85 og kon­urnar sjö. Árið 2017 var nið­ur­staðan 80 karlar og átta kon­ur. Í fyrra var hún 81 karl og níu kon­ur. Og í ár fjölg­aði kon­unum um eina en körlunum fækk­aði um jafn­marga.

Nið­ur­staðan er sú að lítið sem ekk­ert hefur breyst á þessum árum sem þó eiga að telj­ast ein­hver þau fram­sækn­ustu í jafn­rétt­is­mál­um.

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent