Vilja jafna hlut kvenna og karla í stjórnum fyrirtækja

Forsætisráðuneytið og FKA hafa gert með sér samning um stuðning stjórnvalda við verkefnið Jafnvægisvogina sem gildir í eitt ár og greiðir ráðuneytið FKA fimm milljónir króna til að sinna þeim verkþáttum sem samningurinn tekur til.

Kvennafrí 2019
Kvennafrí 2019
Auglýsing

For­sæt­is­ráðu­neytið og Félag kvenna í atvinnu­líf­inu (FKA) hafa gert með sér samn­ing um stuðn­ing stjórn­valda við verk­efnið Jafn­vægis­vog­ina. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, og Rakel Sveins­dótt­ir, for­maður stjórnar FKA, und­ir­rit­uðu samn­ing þess efnis í Stjórn­ar­ráð­inu í gær.

Þetta kemur fram í frétt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins.

Mark­mið verk­efn­is­ins er að stuðla að jafn­ari hlut kvenna og karla í stjórnum og fram­kvæmda­stjórnum fyr­ir­tækja í sam­ræmi við ákvæði laga sem kveða á um 40-60 kynja­hlut­fall.

Auglýsing

Samn­ing­ur­inn gildir í eitt ár og greiðir for­sæt­is­ráðu­neytið FKA fimm millj­ónir króna til að sinna þeim verk­þáttum sem samn­ing­ur­inn tekur til. Fram­kvæmd verk­efna sam­kvæmt samn­ingnum fer fram í nánu sam­ráði við skrif­stofu jafn­rétt­is­mála í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Svig­rúm til að gera betur

For­sæt­is­ráð­herra segir við til­efnið að þrátt fyrir góða stöðu jafn­rétt­is­mála á Íslandi í alþjóð­legum sam­an­burði þá sýni staða kvenna í stjórn­enda­stöðum að það sé svig­rúm til að gera mun betur í fyr­ir­tækjum með 50 starfs­menn eða fleiri og innan 100 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. „Fé­lag kvenna í atvinnu­líf­inu gegnir mik­il­vægu hlut­verki við að bæta stöðu og hlut kvenna í íslensku atvinnu­lífi og með verk­efn­inu er verið að virkja fyr­ir­tæki til sam­starfs um að gera bet­ur. Nú þegar hafa um 50 fyr­ir­tæki lýst sig reiðu­búin til þess. Það er mér sem ráð­herra jafn­rétt­is­mála ánægju­efni að leggja góðu starfi FKA lið,“ segir hún.

Forsætisráðherra ásamt fulltrúum FKA við undirritun samningsins. Mynd: Forsætisráðuneytið.

Meg­in­mark­mið samn­ings­ins er að gera FKA kleift að vinna áfram að því að safna og sam­ræma tölu­legar upp­lýs­ingar um hlut kvenna og karla í stjórnum og fram­kvæmda­stjórnum fyr­ir­tækja í eigu einka­að­ila og hins opin­bera. Þá verður mæla­borð Jafn­vægis­vog­ar­innar upp­fært reglu­lega, fræðsla veitt um mik­il­vægi fjöl­breyti­leika í stjórnum og stjórn­enda­teymum og kynn­ingar haldnar á mæla­borð­inu og mark­miðum verk­efn­is­ins fyrir fyr­ir­tæki, stjórn­völd og almenn­ing. Einnig verður fyr­ir­tækjum fjölgað til liðs við verk­efnið og Jafn­vægis­vog­ar-við­ur­kenn­ingu veitt til þeirra sem náð hafa mark­miðum verk­efn­is­ins um jafn­ari hlut kvenna og karla.

Nei­kvæð þróun hér­lendis

Í des­em­ber 2018 var greint frá því að Íslandi tróni á toppnum á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins yfir ríki þar sem kynja­jafn­frétti er mest. Næst á eftir Íslandi á list­anum eru önnur Norð­ur­lönd: Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Finn­land, en alls nær úttektin yfir 149 lönd. Hún leggur mat á jafn­rétti kynj­anna í stjórn­mál­um, mennt­un, atvinnu og heil­brigði.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu úttekt­ar­innar mun það taka heim­inn 108 ár að ná fullu jafn­rétti karla og kvenna í heim­in­um. Ísland er, líkt og áður sagði, komið lengst á þeirri veg­ferð. 85,8 pró­sent af kynja­ó­jafn­rétt­is­bil­inu er þegar brúað sam­kvæmt mæli­kvörð­unum sem miðað er við. Þrátt fyrir for­ystu­hlut­verk Íslands þá hefur líka átt sér stað nei­kvæð þróun hér­lend­is.

Þannig hafi konum á þingi fækkað í kosn­ing­unum 2017. Fjöldi þeirra fór úr met­töl­unni 30 í 24 og hlut­fallið á meðal þing­manna allra úr 47,6 pró­sent í 38 pró­sent. Hlut­fall kvenna á Alþingi hefur ekki verið lægra eftir hrun. Sig­ur­veg­arar þeirra kosn­inga voru mið­aldra karl­ar, sem juku umfang sitt á meðal þjóð­kjör­inna full­trúa umtals­vert.

Þátt­taka og tæki­færi kvenna í efna­hags­líf­inu dreg­ist saman

Í úttekt Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins segir enn fremur að konum í æðstu emb­ætt­is­manna­stöðum hafi einnig fækkað sem og hlut­fall kvenna á meðal stjórn­enda í fyr­ir­tækj­um.

Þá hafi þátt­taka og tæki­færi kvenna í efna­hags­líf­inu líka dreg­ist sam­an.

Kjarn­inn hefur fram­kvæmt úttekt á því hvers kyns þeir sem stýra fjár­magni á Íslandi eru árlega frá 2014. Úttektin nú er því sú sjötta sem fram­kvæmd hefur ver­ið.

Í ár nær hún, líkt og í fyrra, til 90 æðstu stjórn­enda við­skipta­banka, spari­sjóða, líf­eyr­is­sjóða, skráðra félaga, óskráðra trygg­inga­fé­laga, lána­fyr­ir­tækja, verð­bréfa­fyr­ir­tækja og -miðl­ana, fram­taks­sjóða, orku­fyr­ir­tækja, greiðslu­stofn­ana, Kaup­hallar og lána­sjóða. Nið­ur­staðan nú er sú að 80 þeirra eru karlar en tíu eru kon­ur. Konum fjölgar um eina á milli ára en hlut­fall þeirra á meðal helstu stjórn­enda fjár­magns á Íslandi fer með því úr tíu pró­sentum í 11,1 pró­sent milli áranna 2018 og 2019.

Þessi hópur sem fellur undir úttekt­ar­skil­yrðin stýrir þús­undum millj­arða króna og velur í hvaða fjár­fest­ingar þeir pen­ingar rata hverju sinni.

Lítið sem ekk­ert breyst

Þegar úttekt Kjarn­ans var fram­­kvæmd fyrst, í febr­­úar 2014, voru störfin sem hún náði yfir 88 tals­ins. Þá sátu 82 karlar í þeim störfum en sex kon­­ur. Árið 2015 voru störfin 87, karl­­arnir 80 og kon­­urnar sjö. 2016 voru störfin 92, karl­arnir 85 og kon­urnar sjö. Árið 2017 var nið­ur­staðan 80 karlar og átta kon­ur. Í fyrra var hún 81 karl og níu kon­ur. Og í ár fjölg­aði kon­unum um eina en körlunum fækk­aði um jafn­marga.

Nið­ur­staðan er sú að lítið sem ekk­ert hefur breyst á þessum árum sem þó eiga að telj­ast ein­hver þau fram­sækn­ustu í jafn­rétt­is­mál­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair hefur ekki mikið upp úr því að fljúga með nær tómar flugvélar yfir hafið og aflýsa því stundum flugi með skömmum fyrirvara. Samgöngustofa segir slíkt gera félagið bótaskylt.
Landamærin ekki lokuð og Icelandair því bótaskylt
Samgöngustofa segir að þær sóttvarnaráðstafanir sem fylgja ferðalögum á milli landa í dag séu ekki tilefni til að losa Icelandair undan bótaskyldu samkvæmt Evrópureglugerðum ef flugi er aflýst með skömmum fyrirvara. Neytendasamtökin fagna niðurstöðunni.
Kjarninn 30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent