Kaupþing að selja tíu prósent hlut í Arion banka

Stærsti hluthafi Arion banka hefur ákveðið að selja um tíu prósenta hlut í bankanum. Virði hlutarins ætti að vera um 15 milljarðar króna.

Arion Banki
Auglýsing

Kaup­þing ehf. , sem á 32,67 pró­sent hlut í Arion banka, hefur sett tíu pró­senta hlut í bank­anum í sölu. Virði hlut­ar­ins miðað við skráð gengi bréfa Arion banka í Kaup­höll Íslands, er um 15 millj­arðar króna. 

Frá þessu er greint á vef Frétta­blaðs­ins. Þar segir að banda­ríski fjár­fest­inga­bank­inn Citi, sænska verð­bréfa­fyr­ir­tækið Carnegie og Fossar mark­aðir eru ráð­gjafar Kaup­þings við söl­una.

Arion banki var skráður á markað í fyrra. Hann varð þá fyrsti íslenski bank­inn sem skráður var á hluta­bréfa­markað eftir banka­hrun­ið. Áður en að af skrán­ing­unni varð nýttu þeir erlendu sjóðir sem eru stærstu eig­endur Kaup­þings sér for­kaups­rétt á 13 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í bank­anum og greiddu fyrir 23 millj­arða króna. 

Auglýsing

Til­kynnt var um hluta­fjár­út­boð vegna tví­skrán­ingar Arion banka á Íslandi og í Sví­þjóð um miðjan maí 2018. Í því var um 29 pró­sent hlutur í Arion banka seldur til nýrra fjár­festa. Bank­inn var svo skráður á mark­aði í jún­í. 

Í dag er eign­ar­hald Arion banka með þeim hætti að Kaup­þing ehf. er enn stærsti eig­and­inn með 32,67 pró­sent. Þá á Arion banki 9,31 pró­sent hlut í sjálfum sér. Vog­un­ar­sjóð­irnir Taconic Capi­tal (tíu pró­sent), Attestor Capi­tal (7,15 pró­sent) og Och-Ziff Capi­tal (6,58 pró­sent) koma þar næst. Stærsti inn­lendi fjár­festir­inn í bank­anum er Gildi líf­eyr­is­sjóður með 2,52 pró­sent hlut.

Hagn­aður sam­­stæðu Arion banka á fjórða árs­fjórð­ungi 2018 nam 1,6 millj­­arði króna sam­an­­borið við 4,1 millj­­arðs króna tap á sama tíma­bili 2017, og var hagn­að­­ur­inn á árinu 2018 7,8 millj­­arðar króna. Á árinu 2017 var hagn­að­­ur­inn hins vegar 14,4 millj­­arð­­ar. 

Arð­­semi eigin fjár var 3,2 pró­­sent á fjórða árs­fjórð­ungi 2018 sam­an­­borið við 7,3 pró­­sent á sama tíma­bili árið 2017, en það telst fremur lág arð­­semi í banka­­rekstri. Arð­­semi var 3,7 pró­­sent sam­an­­borið við 6,6 pró­­sent arð­­semi á árinu 2017. 

Eigið fé Arion banka var 200,9 millj­­arðar í lok árs. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
Kjarninn 30. október 2020
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent