Kaupþing að selja tíu prósent hlut í Arion banka

Stærsti hluthafi Arion banka hefur ákveðið að selja um tíu prósenta hlut í bankanum. Virði hlutarins ætti að vera um 15 milljarðar króna.

Arion Banki
Auglýsing

Kaupþing ehf. , sem á 32,67 prósent hlut í Arion banka, hefur sett tíu prósenta hlut í bankanum í sölu. Virði hlutarins miðað við skráð gengi bréfa Arion banka í Kauphöll Íslands, er um 15 milljarðar króna. 

Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Þar segir að bandaríski fjárfestingabankinn Citi, sænska verðbréfafyrirtækið Carnegie og Fossar markaðir eru ráðgjafar Kaupþings við söluna.

Arion banki var skráður á markað í fyrra. Hann varð þá fyrsti íslenski bankinn sem skráður var á hlutabréfamarkað eftir bankahrunið. Áður en að af skráningunni varð nýttu þeir erlendu sjóðir sem eru stærstu eigendur Kaupþings sér forkaupsrétt á 13 prósent hlut íslenska ríkisins í bankanum og greiddu fyrir 23 milljarða króna. 

Auglýsing

Tilkynnt var um hlutafjárútboð vegna tvískráningar Arion banka á Íslandi og í Svíþjóð um miðjan maí 2018. Í því var um 29 prósent hlutur í Arion banka seldur til nýrra fjárfesta. Bankinn var svo skráður á markaði í júní. 

Í dag er eignarhald Arion banka með þeim hætti að Kaupþing ehf. er enn stærsti eigandinn með 32,67 prósent. Þá á Arion banki 9,31 prósent hlut í sjálfum sér. Vogunarsjóðirnir Taconic Capital (tíu prósent), Attestor Capital (7,15 prósent) og Och-Ziff Capital (6,58 prósent) koma þar næst. Stærsti innlendi fjárfestirinn í bankanum er Gildi lífeyrissjóður með 2,52 prósent hlut.

Hagn­aður sam­stæðu Arion banka á fjórða árs­fjórð­ungi 2018 nam 1,6 millj­arði króna sam­an­borið við 4,1 millj­arðs króna tap á sama tíma­bili 2017, og var hagn­að­ur­inn á árinu 2018 7,8 millj­arðar króna. Á árinu 2017 var hagn­að­ur­inn hins vegar 14,4 millj­arð­ar. 

Arð­semi eigin fjár var 3,2 pró­sent á fjórða árs­fjórð­ungi 2018 sam­an­borið við 7,3 pró­sent á sama tíma­bili árið 2017, en það telst fremur lág arð­semi í banka­rekstri. Arð­semi var 3,7 pró­sent sam­an­borið við 6,6 pró­sent arð­semi á árinu 2017. 

Eigið fé Arion banka var 200,9 millj­arðar í lok árs. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Vikurnáman yrði austan við Hafursey á Mýrdalssandi.
Vörubílar myndu aka 120 ferðir á dag með Kötluvikur
„Þetta er ekkert smáræði og ég held að menn átti sig engan veginn á því hvað þetta er mikið umfang,“ segir Guðmundur Oddgeirsson, bæjarfulltrúi í Ölfusi, um fyrirhugaða vikurnámu á Mýrdalssandi og flutninga á efninu til Þorlákshafnar.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent