Sigurður Ingi: „Meiriháttar plagg“ sem verið er að smíða

Formaður Framsóknarflokksins segir að gangi það allt eftir sem stjórnvöld hafi verið í samtali við aðila vinnumarkaðarins um „þá séum við komin á annan stað í þróun samfélagsins í betri átt.“

Sigurður Ingi Jóhannsson
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveita­stjórn­ar­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, segir að það sem hefur verið til umræðu í við­ræðum stjórn­valda við aðila vinnu­mark­að­ar­ins, og er ætlað að liðka fyrir gerð kjara­samn­inga, muni skila Íslandi á annan og betri stað í þróun sam­fé­lags­ins.

Þetta er meðal þess sem Sig­urður Ingi segir í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut sem er á dag­skrá klukkan 21:00 í kvöld.

Hann segir þar að aðkoma rík­is­ins að gerð kjara­samn­inga sé áskorun um að geta komið til móts við ólíka aðila þannig að það mark­mið náist að verja þau lífs­kjör sem Íslend­ingar hafi náð á und­an­förnum árum og byggja við­bót­ar­grunn að sókn til nýrra tíma. „Þetta eru fjöl­margir þættir sem við erum að taka á. Ég held að það megi alveg tala um það sem slíkt að þetta sé meiri­háttar plagg sem við séum að smíða.“

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an.

Gengið var frá yfir­­­lýs­ingu um meg­in­línur kjara­­­samn­inga á milli Sam­­­taka atvinn­u­lífs­ins og VR­ og félaga Starfs­­­greina­­­sam­­­bands­ins, skömmu eftir mið­­­nætt­i. 

Samn­ing­unum er ætlað að standa til 1. nóv­­em­ber 2022. ­Sam­komu­lagið er þó með fyr­ir­vara um aðkomu stjórn­­­­­valda að samn­ing­um, og sam­­­þykki samn­inga­­­nefnda þeirra félaga um eiga aðild að sam­komu­lag­inu. Um þá aðkomu hefur verið fundað í allan dag.

Auglýsing
Aðspurður hvort að í þeirri aðkomu felist grund­vall­ar­breyt­ing á þeim kerfum sem verið hafa við lýði í þeim mála­flokkum sem verið sé að ræða um segir Sig­urður Ingi að hann telji svo vera. „Án þess að fara of djúpt í það þá held ég að við getum vænst þess að gangi þetta allt eftir sem við höfum verið í sam­tali um þá séum við komin á annan stað í þróun sam­fé­lags­ins í betri átt.“

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í morgun að pakki stjórn­valda yrði kynntur fyrir deilu­að­ilum í dag en að ómögu­legt væri að vita hvers væri að vænta frá þeim.

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, sagði í til­kynn­ingu að nið­ur­staðan í við­ræð­unum í nótt væri „ekki fulln­að­­ar­­sigur heldur vopna­hléslína milli stéttar verka­­fólks og stéttar auð­­magns­eig­enda. Bar­áttan milli þeirra heldur áfram. Ég er sátt við að við höfum fengið fram grund­­völl til þess að loka samn­ingi eftir langar og strangar kjara­við­ræð­­ur.“

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent