Heiða Björg skipuð í embætti forstjóra Barnaverndarstofu

Heiða Björg Pálmadóttir héraðsdómslögmaður hefur verið skipuð í embætti forstjóra Barnaverndarstofu en hún hefur starfað sem settur forstjóri stofunnar í rúmt ár.

Auglýsing
Heiða Björg Pálmadóttir, nýr forstjóri Barnaverndarstofu.
Heiða Björg Pálmadóttir, nýr forstjóri Barnaverndarstofu.

Heiða Björg Pálma­dóttir hefur verið skipuð í emb­ætti for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu. Hún hefur starfað sem settur for­stjóri frá 1. mars 2018 eftir að Bragi Guð­brands­­son fór í leyf­i. 

Í til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráð­inu segir að Heiða Björg hafi víð­tæka reynslu á sviði barna­vernd­ar. Hún hefur starfað sem yfir­lög­fræð­ingur Barna­vernd­ar­stofu frá árs­byrjun 2009 og verið settur for­stjóri stof­unnar í rúmt ár. Auk þess sat hún í barna­vernd­ar­nefnd Reykja­víkur frá 2006 til 2009.

Sex sóttu um starfið

Sex sóttu um að verða næsti for­­stjóri Barna­vernd­­ar­­stofu en umsókn­­ar­frestur rann út í byrjun febr­ú­ar. Auk Heiðu Björgu sóttu um starfið Birna Guð­­munds­dótt­ir, Guð­laug María Júl­í­us­dótt­ir, Katrín Jóns­dótt­ir, Róbert Ragn­­ar­s­­son og Svala Ísfeld Ólafs­dótt­­ir. 

Bragi Guð­brands­­­son, sem hafði gegnt starf­inu árum sam­an, lét af starfi for­­­stjóra í febr­­­úar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­­­­ar­­­­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna fyr­ir Íslands hönd og tekið að sér sér­­­verk­efni á vegum vel­­ferð­­ar­ráðu­­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­­son, félags- og barna­­­mála­ráð­herra, skip­ar for­­­­stjóra ­­­Barna­vernd­­­ar­­­stofu til fimm ára í senn að und­an­­gengnu mat­i ­­sér­­stakrar hæfn­is­­nefndar sem ráð­herra setur á grund­velli laga um rétt­indi og skyldur starfs­­manna rík­­is­ins.

Heild­ar­end­ur­skoðun barna­vernd­ar­laga

Hlut­verk Barna­vernd­­­ar­­­stofu er að vinna að sam­hæf­ingu og efl­ingu barna­vernd­­­ar­­­starfs í land­inu og er félags­­­­­mála­ráð­herra til ráð­gjafar um stefn­u­­­mótun í mála­­­flokkn­um, sam­­­kvæmt vef félags­­­­­mála­ráðu­­­neyt­is­ins. Jafn­­­framt fer Barna­vernd­­­ar­­­stofa með  leið­bein­ingar um túlkun og fram­­­kvæmd barna­vernd­­­ar­laga og fræðslu og ráð­­­gjöf fyrir barna­vernd­­­ar­­­nefndir í land­inu. Enn fremur hefur Barna­vernd­­­ar­­­stofa eft­ir­lit með störfum barna­vernd­­­ar­­­nefnda. 

Í lok febr­­­úar á síð­­­asta ári til­­­kynnti ráðu­­­neytið að eft­ir­lit með öllu barna­vernd­­­­ar­­­­starfi í land­inu yrði end­­­­ur­­­­skoðað og ráð­ist yrði í heild­­­­ar­end­­­­ur­­­­skoðun barna­vernd­­­­ar­laga. Þá verði settar skýrar for­m­­­­kröfur um sam­­­­skipta­hætti stjórn­­­­­­­valda sem gegna hlut­verki á sviði barna­vernd­­­­ar. 

Í til­­­kynn­ing­unni um frum­varpið kom fram að fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á sviði barna­verndar séu að hluta til liður í við­brögðum ráðu­­­­neyt­is­ins til að end­­­­ur­heimta traust í kjöl­far kvart­ana frá for­­­­menn ­­­barna­vernd­­­ar­­­nefnd­anna ­­­vegna sam­­­­skipta við Barna­vernd­­­­ar­­­­stofu og for­­­­stjóra hennar en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórn­­­­­sýslu mála­­­flokks­ins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barna­vernd. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent