Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög og Samtök atvinnulífsins, hafa boðað til blaðamannafundar kl. 18:30 í dag, 2. apríl, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu, að því er segir í tilkynningu frá stjórnvöldum.
Þar verður kynntur lífskjarasamningur, eins og segir í tilkynningu, aðila vinnumarkaðarins og aðgerðir stjórnvalda í tengslum við hann.
Mikill skriður hefur verið í kjaraviðræðum að undanförnu, og var verkfallsaðgerðum frestað í gærkvöldi. Rammi að samkomulagi um kjarasamninga, sem gilda til 1. nóvember 2022, var samþykktur í nótt, en með fyrirvara um aðkomu stjórnvalda.
Auglýsing
Uppfært: Blaðamannafundinum var frestað á síðustu stundu, sem halda átti 18:30.