Segir ástæðu til meiri bjartsýni en verið hefur hingað til

Ríkissáttasemjari segist vera bjartsýn eftir gærdaginn en hún telur mikilvægan áfanga hafa náðst í kjarasamningsviðræðunum.

Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís Hlöðversdóttir
Auglýsing

Bryn­dís Hlöðvers­dóttir rík­is­sátta­semj­ari seg­ist vera bjart­sýn eftir gær­dag­inn en hún telur mik­il­vægan áfanga hafa náðst og að ástæða sé til meiri bjart­sýni en verið hefur hingað til. „En að sjálf­sögðu spyrjum við ekk­ert fyrr en að leikslok­um. Það er ekki samn­ingur í höfn fyrr en það er allt búið.“ Þetta segir hún í sam­tali við RÚV í dag.

Fram kom í fréttum í morgun að gengið hefði verið frá yfir­lýs­ingu um meg­in­línur kjara­­­samn­inga á milli Sam­­­taka atvinnu­lífs­ins og VR­ og félaga Starfs­­­greina­­­sam­­­bands­ins, skömmu eftir mið­nætti. Samn­ing­unum er ætlað að standa til 1. nóv­­em­ber 2022. Sam­komu­lagið er þó með fyr­ir­vara um aðkomu stjórn­­­­­valda að samn­ing­um, og sam­­­þykki samn­inga­­­nefnda þeirra félaga um eiga aðild að sam­komu­lag­inu. Deilu­að­ilar munu funda með stjórn­­völdum í hús­a­kynnum Rík­­­is­sátta­­­semj­­­ara fyrir hádegi í dag.

Bryn­dís seg­ist jafn­framt ekki geta sagt til um hvort samn­ingur náist í dag. „Það er verið að vinna í ýmiss konar texta­vinnu og upp­fylla þær for­sendur sem sam­komu­lagið er háð. Þær eru ekki allar komnar í hús. En ég myndi nú segja að það muni skýr­ast að öllum lík­indum í dag hvernig þetta fer allt sam­an,“ segir hún.

Auglýsing

Mik­il­vægt að báðir aðilar hafi sett sitt mark á vinn­una

„Það sem mér finnst ánægju­legt í þessu sam­komu­lagi var að það skyldu vera öll Starfs­greina­sam­bands­fé­lögin sem væru aðilar að því sam­komu­lagi. Þetta er auð­vitað allt með fyr­ir­vara um sam­þykki samn­inga­nefnda og ýmis­legt ann­að. Það voru í raun­inni báðir þeir tveir hópar, það er sam­flot Efl­ing­ar, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, VR og fleiri félaga ann­ars vegar og hins vegar félög Starfs­greina­sam­bands­ins,“ segir Bryn­dís og bætir því við að báðir þessir hópar hafi staðið að þessu sam­komu­lagi og finn­ist henni mjög ánægju­legt og mik­il­vægt að báðir hafi sett sitt mark á þessa vinnu sem þarna liggur að baki.

Í til­­kynn­ingu frá Efl­ingu segir að á fund­inum hafi feng­ist fram grund­­­völlur til þess að loka samn­ing­­um. Í sam­ráði við félags­­­menn ákvað for­­maður Efl­ingar að aflýsa verk­­falls­að­­gerðum og vinna að loka­­gerð ­samn­ings. Sú vinna hefst strax í dag, en leitað verður eftir við­brögðum stjórn­­­valda en sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni er aðkoma þeirra mik­il­vægur fyr­ir­vari um und­ir­­rit­un ­samn­ings­ þeg­ar þar að kem­­ur.

Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­mað­­ur­ VR, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann eigi von á því að fund­­ur­inn með stjórn­­völdum verði fyrir hádegi í dag. Á þeim fundi má vænta þess að pakki stjórn­­­valda verði kynntur deilu­að­ilum en Ragnar segir að for­­senda þess að þær meg­in­línur kjara­­samn­inga sem sam­­þykktar voru í gær verði að veru­­leika sé aðkoma stjórn­­­valda. Hann segir ómög­u­­legt að vita hvers sé að vænta frá stjórn­­völd­­um.

Hægt er hlusta á við­talið við Bryn­dísi í heild sinni hér

Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður Íslandsbanka og Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka.
Segir sameiningu Arion banka og Íslandsbanka geta borgað sig
Brynjólfur Bjarnason og Friðrik Sophusson, stjórnarformenn Íslandsbanka og Arion banka, telja að skoða ætti sameiningu bankanna ef slíkt myndi skila auknu hagræði og betri rekstri.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent