Segir ástæðu til meiri bjartsýni en verið hefur hingað til

Ríkissáttasemjari segist vera bjartsýn eftir gærdaginn en hún telur mikilvægan áfanga hafa náðst í kjarasamningsviðræðunum.

Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís Hlöðversdóttir
Auglýsing

Bryn­dís Hlöðvers­dóttir rík­is­sátta­semj­ari seg­ist vera bjart­sýn eftir gær­dag­inn en hún telur mik­il­vægan áfanga hafa náðst og að ástæða sé til meiri bjart­sýni en verið hefur hingað til. „En að sjálf­sögðu spyrjum við ekk­ert fyrr en að leikslok­um. Það er ekki samn­ingur í höfn fyrr en það er allt búið.“ Þetta segir hún í sam­tali við RÚV í dag.

Fram kom í fréttum í morgun að gengið hefði verið frá yfir­lýs­ingu um meg­in­línur kjara­­­samn­inga á milli Sam­­­taka atvinnu­lífs­ins og VR­ og félaga Starfs­­­greina­­­sam­­­bands­ins, skömmu eftir mið­nætti. Samn­ing­unum er ætlað að standa til 1. nóv­­em­ber 2022. Sam­komu­lagið er þó með fyr­ir­vara um aðkomu stjórn­­­­­valda að samn­ing­um, og sam­­­þykki samn­inga­­­nefnda þeirra félaga um eiga aðild að sam­komu­lag­inu. Deilu­að­ilar munu funda með stjórn­­völdum í hús­a­kynnum Rík­­­is­sátta­­­semj­­­ara fyrir hádegi í dag.

Bryn­dís seg­ist jafn­framt ekki geta sagt til um hvort samn­ingur náist í dag. „Það er verið að vinna í ýmiss konar texta­vinnu og upp­fylla þær for­sendur sem sam­komu­lagið er háð. Þær eru ekki allar komnar í hús. En ég myndi nú segja að það muni skýr­ast að öllum lík­indum í dag hvernig þetta fer allt sam­an,“ segir hún.

Auglýsing

Mik­il­vægt að báðir aðilar hafi sett sitt mark á vinn­una

„Það sem mér finnst ánægju­legt í þessu sam­komu­lagi var að það skyldu vera öll Starfs­greina­sam­bands­fé­lögin sem væru aðilar að því sam­komu­lagi. Þetta er auð­vitað allt með fyr­ir­vara um sam­þykki samn­inga­nefnda og ýmis­legt ann­að. Það voru í raun­inni báðir þeir tveir hópar, það er sam­flot Efl­ing­ar, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, VR og fleiri félaga ann­ars vegar og hins vegar félög Starfs­greina­sam­bands­ins,“ segir Bryn­dís og bætir því við að báðir þessir hópar hafi staðið að þessu sam­komu­lagi og finn­ist henni mjög ánægju­legt og mik­il­vægt að báðir hafi sett sitt mark á þessa vinnu sem þarna liggur að baki.

Í til­­kynn­ingu frá Efl­ingu segir að á fund­inum hafi feng­ist fram grund­­­völlur til þess að loka samn­ing­­um. Í sam­ráði við félags­­­menn ákvað for­­maður Efl­ingar að aflýsa verk­­falls­að­­gerðum og vinna að loka­­gerð ­samn­ings. Sú vinna hefst strax í dag, en leitað verður eftir við­brögðum stjórn­­­valda en sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni er aðkoma þeirra mik­il­vægur fyr­ir­vari um und­ir­­rit­un ­samn­ings­ þeg­ar þar að kem­­ur.

Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­mað­­ur­ VR, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann eigi von á því að fund­­ur­inn með stjórn­­völdum verði fyrir hádegi í dag. Á þeim fundi má vænta þess að pakki stjórn­­­valda verði kynntur deilu­að­ilum en Ragnar segir að for­­senda þess að þær meg­in­línur kjara­­samn­inga sem sam­­þykktar voru í gær verði að veru­­leika sé aðkoma stjórn­­­valda. Hann segir ómög­u­­legt að vita hvers sé að vænta frá stjórn­­völd­­um.

Hægt er hlusta á við­talið við Bryn­dísi í heild sinni hér

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Almannahagsmunir þurfi að ráða ferðinni
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor gerir almannahagsmuni og sérhagsmuni að umfjöllunarefni í grein sinni.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent