Segir ástæðu til meiri bjartsýni en verið hefur hingað til

Ríkissáttasemjari segist vera bjartsýn eftir gærdaginn en hún telur mikilvægan áfanga hafa náðst í kjarasamningsviðræðunum.

Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís Hlöðversdóttir
Auglýsing

Bryn­dís Hlöðvers­dóttir rík­is­sátta­semj­ari seg­ist vera bjart­sýn eftir gær­dag­inn en hún telur mik­il­vægan áfanga hafa náðst og að ástæða sé til meiri bjart­sýni en verið hefur hingað til. „En að sjálf­sögðu spyrjum við ekk­ert fyrr en að leikslok­um. Það er ekki samn­ingur í höfn fyrr en það er allt búið.“ Þetta segir hún í sam­tali við RÚV í dag.

Fram kom í fréttum í morgun að gengið hefði verið frá yfir­lýs­ingu um meg­in­línur kjara­­­samn­inga á milli Sam­­­taka atvinnu­lífs­ins og VR­ og félaga Starfs­­­greina­­­sam­­­bands­ins, skömmu eftir mið­nætti. Samn­ing­unum er ætlað að standa til 1. nóv­­em­ber 2022. Sam­komu­lagið er þó með fyr­ir­vara um aðkomu stjórn­­­­­valda að samn­ing­um, og sam­­­þykki samn­inga­­­nefnda þeirra félaga um eiga aðild að sam­komu­lag­inu. Deilu­að­ilar munu funda með stjórn­­völdum í hús­a­kynnum Rík­­­is­sátta­­­semj­­­ara fyrir hádegi í dag.

Bryn­dís seg­ist jafn­framt ekki geta sagt til um hvort samn­ingur náist í dag. „Það er verið að vinna í ýmiss konar texta­vinnu og upp­fylla þær for­sendur sem sam­komu­lagið er háð. Þær eru ekki allar komnar í hús. En ég myndi nú segja að það muni skýr­ast að öllum lík­indum í dag hvernig þetta fer allt sam­an,“ segir hún.

Auglýsing

Mik­il­vægt að báðir aðilar hafi sett sitt mark á vinn­una

„Það sem mér finnst ánægju­legt í þessu sam­komu­lagi var að það skyldu vera öll Starfs­greina­sam­bands­fé­lögin sem væru aðilar að því sam­komu­lagi. Þetta er auð­vitað allt með fyr­ir­vara um sam­þykki samn­inga­nefnda og ýmis­legt ann­að. Það voru í raun­inni báðir þeir tveir hópar, það er sam­flot Efl­ing­ar, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, VR og fleiri félaga ann­ars vegar og hins vegar félög Starfs­greina­sam­bands­ins,“ segir Bryn­dís og bætir því við að báðir þessir hópar hafi staðið að þessu sam­komu­lagi og finn­ist henni mjög ánægju­legt og mik­il­vægt að báðir hafi sett sitt mark á þessa vinnu sem þarna liggur að baki.

Í til­­kynn­ingu frá Efl­ingu segir að á fund­inum hafi feng­ist fram grund­­­völlur til þess að loka samn­ing­­um. Í sam­ráði við félags­­­menn ákvað for­­maður Efl­ingar að aflýsa verk­­falls­að­­gerðum og vinna að loka­­gerð ­samn­ings. Sú vinna hefst strax í dag, en leitað verður eftir við­brögðum stjórn­­­valda en sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni er aðkoma þeirra mik­il­vægur fyr­ir­vari um und­ir­­rit­un ­samn­ings­ þeg­ar þar að kem­­ur.

Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­mað­­ur­ VR, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann eigi von á því að fund­­ur­inn með stjórn­­völdum verði fyrir hádegi í dag. Á þeim fundi má vænta þess að pakki stjórn­­­valda verði kynntur deilu­að­ilum en Ragnar segir að for­­senda þess að þær meg­in­línur kjara­­samn­inga sem sam­­þykktar voru í gær verði að veru­­leika sé aðkoma stjórn­­­valda. Hann segir ómög­u­­legt að vita hvers sé að vænta frá stjórn­­völd­­um.

Hægt er hlusta á við­talið við Bryn­dísi í heild sinni hér

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent