Segir ástæðu til meiri bjartsýni en verið hefur hingað til

Ríkissáttasemjari segist vera bjartsýn eftir gærdaginn en hún telur mikilvægan áfanga hafa náðst í kjarasamningsviðræðunum.

Bryndís Hlöðversdóttir
Bryndís Hlöðversdóttir
Auglýsing

Bryn­dís Hlöðvers­dóttir rík­is­sátta­semj­ari seg­ist vera bjart­sýn eftir gær­dag­inn en hún telur mik­il­vægan áfanga hafa náðst og að ástæða sé til meiri bjart­sýni en verið hefur hingað til. „En að sjálf­sögðu spyrjum við ekk­ert fyrr en að leikslok­um. Það er ekki samn­ingur í höfn fyrr en það er allt búið.“ Þetta segir hún í sam­tali við RÚV í dag.

Fram kom í fréttum í morgun að gengið hefði verið frá yfir­lýs­ingu um meg­in­línur kjara­­­samn­inga á milli Sam­­­taka atvinnu­lífs­ins og VR­ og félaga Starfs­­­greina­­­sam­­­bands­ins, skömmu eftir mið­nætti. Samn­ing­unum er ætlað að standa til 1. nóv­­em­ber 2022. Sam­komu­lagið er þó með fyr­ir­vara um aðkomu stjórn­­­­­valda að samn­ing­um, og sam­­­þykki samn­inga­­­nefnda þeirra félaga um eiga aðild að sam­komu­lag­inu. Deilu­að­ilar munu funda með stjórn­­völdum í hús­a­kynnum Rík­­­is­sátta­­­semj­­­ara fyrir hádegi í dag.

Bryn­dís seg­ist jafn­framt ekki geta sagt til um hvort samn­ingur náist í dag. „Það er verið að vinna í ýmiss konar texta­vinnu og upp­fylla þær for­sendur sem sam­komu­lagið er háð. Þær eru ekki allar komnar í hús. En ég myndi nú segja að það muni skýr­ast að öllum lík­indum í dag hvernig þetta fer allt sam­an,“ segir hún.

Auglýsing

Mik­il­vægt að báðir aðilar hafi sett sitt mark á vinn­una

„Það sem mér finnst ánægju­legt í þessu sam­komu­lagi var að það skyldu vera öll Starfs­greina­sam­bands­fé­lögin sem væru aðilar að því sam­komu­lagi. Þetta er auð­vitað allt með fyr­ir­vara um sam­þykki samn­inga­nefnda og ýmis­legt ann­að. Það voru í raun­inni báðir þeir tveir hópar, það er sam­flot Efl­ing­ar, Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, VR og fleiri félaga ann­ars vegar og hins vegar félög Starfs­greina­sam­bands­ins,“ segir Bryn­dís og bætir því við að báðir þessir hópar hafi staðið að þessu sam­komu­lagi og finn­ist henni mjög ánægju­legt og mik­il­vægt að báðir hafi sett sitt mark á þessa vinnu sem þarna liggur að baki.

Í til­­kynn­ingu frá Efl­ingu segir að á fund­inum hafi feng­ist fram grund­­­völlur til þess að loka samn­ing­­um. Í sam­ráði við félags­­­menn ákvað for­­maður Efl­ingar að aflýsa verk­­falls­að­­gerðum og vinna að loka­­gerð ­samn­ings. Sú vinna hefst strax í dag, en leitað verður eftir við­brögðum stjórn­­­valda en sam­­kvæmt til­­kynn­ing­unni er aðkoma þeirra mik­il­vægur fyr­ir­vari um und­ir­­rit­un ­samn­ings­ þeg­ar þar að kem­­ur.

Ragnar Þór Ing­­ólfs­­son, for­­mað­­ur­ VR, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann eigi von á því að fund­­ur­inn með stjórn­­völdum verði fyrir hádegi í dag. Á þeim fundi má vænta þess að pakki stjórn­­­valda verði kynntur deilu­að­ilum en Ragnar segir að for­­senda þess að þær meg­in­línur kjara­­samn­inga sem sam­­þykktar voru í gær verði að veru­­leika sé aðkoma stjórn­­­valda. Hann segir ómög­u­­legt að vita hvers sé að vænta frá stjórn­­völd­­um.

Hægt er hlusta á við­talið við Bryn­dísi í heild sinni hér

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs
Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.
Kjarninn 22. maí 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri: Málþóf fjandsamleg yfirtaka á Alþingi
Þingmaður Samfylkingarinnar hnýtir í Miðflokksmenn en hann telur að málþóf sé leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang.
Kjarninn 22. maí 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósentustig
Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti um 0,5 prósentustig í 4,0 prósent.
Kjarninn 22. maí 2019
Sturla Pálsson á meðal tveggja umsækjenda sem kvörtuðu yfir Sigríði
Tveir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra, sem skipað verður í fyrir miðjan næsta mánuð, hafa kvartað yfir setu Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem metur umsækjendur.
Kjarninn 22. maí 2019
Facebook tekur auglýsingu Orkunnar okkar úr birtingu
Aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, segir að Facebook hafi bannað notkun á auglýsingum Orkunnar okkar.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent