Frjósemi aldrei verið minni

Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Árið 2018 var frjósemi íslenskra kvenna 1,707 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei verið lægri frá því að mælingar hófust árið 1853.

Barn Mynd: Pixabay
Auglýsing

Frjósemi kvenna á Íslandi árið 2018 var minni en nokkru sinni áður, en þá var frjósemi íslenskra kvenna 1,707. Meðalaldur frumbyrja hélt áfram að hækka og var 28,2 ár. Tæplega þriðjungur barna sem fæddist á Íslandi árið 2018 voru börn foreldra í hjónabandi. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. 

Fleiri börn fæddust í fyrra en árið 2017 Árið 2018 fæddust 4.228 börn á Íslandi, sem er fjölgun frá árinu 2017 þegar 4.071 barn fæddist. Alls fæddust 2.242 drengir og 1.986 stúlkur, en það jafngildir 1.129 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum.

Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Árið 2018 var frjósemi íslenskra kvenna 1,707 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei verið lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Árið 2017 var frjósemi 1,710 en það er næst lægsta frjósemi sem mælst hefur hér á landi.

Auglýsing

Fjósemi 1950 til 2018 Mynd: Hagstofa Íslands

Algengasti barneignaaldurinn er á milli 25 til 29 ára

Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 28,2 ár í fyrra. Algengasti barneignaaldurinn er á milli 25 til 29 ára. Á þessu aldursbili fæddust 109 börn á hverjar 1.000 konur árið 2018. Fæðingartíðni mæðra undir tvítugu var í fyrra 5,3 börn á hverjar 1.000 konur. Það er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst, en þá fæddust 84 börn á hverjar 1.000 konur undir tvítugu.

Í frétt Hagstofunnar kemur fram að tæplega þriðjungur barna á Íslandi hafi fæðst innan hjónabands árið 2018, eða 29,5 prósent. Frá 1961 til 2018 hefur hlutfall þeirra barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74,3 prósent niður í 29,5 prósent. Hlutfall þeirra barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13,4 prósent í 56,4 prósent á sama tíma. Hlutfall barna sem fæðast utan sambúðar eða hjónabands er því nokkuð svipað og það var á árunum 1961 til 1965. Á þeim árum fæddust 12,4 prósent allra barna utan sambúðar eða hjónabands en 14 prósent árið 2018.

Hvort barn fæðist innan eða utan hjónabands fer mikið eftir því hvar í systkinaröðinni það er, samkvæmt Hagstofunni. Árið 2018 fæddist tæplega fimmtungur frumburða, eða 17,5 prósent, innan hjónabands og 62,8 prósent frumburða móður áttu foreldra í sambúð. Eftir því sem aftar dregur í fæðingarröðinni fjölgar börnum sem fæðast innan hjónabands en börnum sem eiga foreldra í sambúð fækkar að sama skapi. Foreldrar annars barns móður voru í 32,7 prósent tilvika í hjónabandi árið 2018 og 58,1 prósent í sambúð, en við fæðingu þriðja barns eru hlutföllin orðin nokkuð jöfn en þá eru 47,3 prósent foreldra í hjónabandi og 44,2 prósent í sambúð.

Flest börn mæðra sem ekki voru í hjónabandi eða sambúð voru fyrsta barn, 19,7 prósent frumburða móður áttu foreldra sem voru ekki í sambúð, samanborið við 9,2 prósent foreldra annars barns, 8,5 prósent þriðja barns og 15,1 prósent fjórða eða seinni barna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent