Frjósemi aldrei verið minni

Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Árið 2018 var frjósemi íslenskra kvenna 1,707 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei verið lægri frá því að mælingar hófust árið 1853.

Barn Mynd: Pixabay
Auglýsing

Frjósemi kvenna á Íslandi árið 2018 var minni en nokkru sinni áður, en þá var frjósemi íslenskra kvenna 1,707. Meðalaldur frumbyrja hélt áfram að hækka og var 28,2 ár. Tæplega þriðjungur barna sem fæddist á Íslandi árið 2018 voru börn foreldra í hjónabandi. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar. 

Fleiri börn fæddust í fyrra en árið 2017 Árið 2018 fæddust 4.228 börn á Íslandi, sem er fjölgun frá árinu 2017 þegar 4.071 barn fæddist. Alls fæddust 2.242 drengir og 1.986 stúlkur, en það jafngildir 1.129 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum.

Helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Árið 2018 var frjósemi íslenskra kvenna 1,707 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei verið lægri frá því að mælingar hófust árið 1853. Árið 2017 var frjósemi 1,710 en það er næst lægsta frjósemi sem mælst hefur hér á landi.

Auglýsing

Fjósemi 1950 til 2018 Mynd: Hagstofa Íslands

Algengasti barneignaaldurinn er á milli 25 til 29 ára

Meðalaldur mæðra hefur hækkað jafnt og þétt síðustu áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðalaldur farið hækkandi og var 28,2 ár í fyrra. Algengasti barneignaaldurinn er á milli 25 til 29 ára. Á þessu aldursbili fæddust 109 börn á hverjar 1.000 konur árið 2018. Fæðingartíðni mæðra undir tvítugu var í fyrra 5,3 börn á hverjar 1.000 konur. Það er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst, en þá fæddust 84 börn á hverjar 1.000 konur undir tvítugu.

Í frétt Hagstofunnar kemur fram að tæplega þriðjungur barna á Íslandi hafi fæðst innan hjónabands árið 2018, eða 29,5 prósent. Frá 1961 til 2018 hefur hlutfall þeirra barna sem fæddust innan hjónabands lækkað úr 74,3 prósent niður í 29,5 prósent. Hlutfall þeirra barna sem fæddust innan sambúðar hækkaði úr 13,4 prósent í 56,4 prósent á sama tíma. Hlutfall barna sem fæðast utan sambúðar eða hjónabands er því nokkuð svipað og það var á árunum 1961 til 1965. Á þeim árum fæddust 12,4 prósent allra barna utan sambúðar eða hjónabands en 14 prósent árið 2018.

Hvort barn fæðist innan eða utan hjónabands fer mikið eftir því hvar í systkinaröðinni það er, samkvæmt Hagstofunni. Árið 2018 fæddist tæplega fimmtungur frumburða, eða 17,5 prósent, innan hjónabands og 62,8 prósent frumburða móður áttu foreldra í sambúð. Eftir því sem aftar dregur í fæðingarröðinni fjölgar börnum sem fæðast innan hjónabands en börnum sem eiga foreldra í sambúð fækkar að sama skapi. Foreldrar annars barns móður voru í 32,7 prósent tilvika í hjónabandi árið 2018 og 58,1 prósent í sambúð, en við fæðingu þriðja barns eru hlutföllin orðin nokkuð jöfn en þá eru 47,3 prósent foreldra í hjónabandi og 44,2 prósent í sambúð.

Flest börn mæðra sem ekki voru í hjónabandi eða sambúð voru fyrsta barn, 19,7 prósent frumburða móður áttu foreldra sem voru ekki í sambúð, samanborið við 9,2 prósent foreldra annars barns, 8,5 prósent þriðja barns og 15,1 prósent fjórða eða seinni barna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent