Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur fengið formlegt umboð frá samninganefnd Eflingar til að semja við Samtök atvinnulífsins um kaup og kjör, á grunni þess samkomulags sem nú þegar liggur fyrir, að því er fram kemur á vef RÚV.
Félagsmenn í Eflingu er um 27 þúsund, samkvæmt vefsíðu félagsins.
En er fundað hjá Ríkissáttasemjara en mikill skriður hefur verið kjaraviðræðum í dag eftir að samkomulag náðist um helstu atriði samnings, sem gilda á fram í nóvember 2022, á öðrum tímanum í nótt.
Aðilar vinnumarkaðarsins, það er bæði stéttarfélög og Samtök atvinnulífsins, eru að leggja lokahönd á kjarasamninga þessi misserin, en stjórnvöld hafa aðkomu á málinu, meðal annars með yfirlýsingu um margvíslegar aðgerðir, þar á meðal að draga úr vægi verðtryggingar, eins og greint var frá á vef Kjarnans í kvöld.
Reiknað er með því að vinnu við kjarasamninga ljúki á næsta sólarhring, en fundað verður fram á nótt þar til niðurstaða liggur fyrir.