Samtals sækjast 23 eftir starfi forstjóra Samgöngustofu. Á meðal þeirra er núverandi forstjóri, Þórólfur Árnason.
Það er Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem mun skipa í starfið að loknu ráðningarferli.
Samgöngustofa gefur meðal annars út flugrekstrarleyfi og hefur eftirlit með þeim sem starfa á grundvelli þess. Mikil álag hefur verið á Samgöngustofu undanfarna mánuði, ekki síst vegna vanda WOW air, en eins og kunnugt er fór félagið í gjaldþrota í kjölfar þess að fjárhagsvandi félagsins var orðinn óviðráðanlegur og flugvélar félagsins voru kyrrsettar.
Auglýsing
Þau sem sækjast eftir starfinu eru:
- Aðalsteinn Magnússon, rekstrarhagfræðingur
- Dagmar Sigurðardóttir, sviðsstjóri
- Einar Örn Héðinsson, framkvæmdastjóri
- Friðrik Ólafsson, verkfræðingur
- Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugstjóri
- Guðjón Skúlason, forstöðumaður
- Guðmundur I. Bergþórsson, verkefnastjóri
- Hafsteinn Viktorsson, forstjóri
- Halla Sigrún Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri
- Halldór Ólafsson Zoëga, deildarstjóri
- Hlynur Sigurgeirsson, hagfræðingur
- Inga Guðrún Birgisdóttir, mannauðsstjóri
- Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri
- Jón Karl Ólafsson, ráðgjafi
- Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri
- Margrét Hauksdóttir, forstjóri
- Reynir Sigurðsson, framkvæmdastjóri
- Róbert Ragnarsson, framkvæmdastjóri og stjórnsýsluráðgjafi
- Sigrún Birna Sigurðardóttir, ráðgjafi
- Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri
- Trausti Harðarson, ráðgjafi
- Þorkell Hróar Björnsson, framkvæmdastjóri
- Þórólfur Árnason, forstjóri