„Algjör ráðgáta hvers vegna hlutföllin eru ennþá svona skökk“

Nasdaq Iceland í samstarfi við Jafnvægisvog FKA efndi til hringborðsumræðna 8 aðila, framkvæmdastjóra og forstjóra hjá skráðum og óskráðum fyrirtækjum sem einblíndu á að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að kynjajafnvægi innan fyrirtækja náist.

Páll Harðarson
Páll Harðarson
Auglýsing

Páll Harðarson, forstjóri Nasdaq Iceland, segir það vera í raun algjöra ráðgátu hvers vegna hlutföllin eru ennþá svona skökk þegar kemur að kynjahlutfalli í framkvæmdastjórastöðum í íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli hans í hringborðsumræðum forstjóra og framkvæmdastjóra í átta fyrirtækjum um hvernig mætti koma á kynjajafnvægi í stjórnunarstöðum. Nasdaq Iceland í samstarfi við Jafnvægisvog Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) efndi til hringborðsumræðnanna. Í kjölfar umræðunnar var haldinn morgunfundur fyrir stjórnarmenn, forstjóra og framkvæmdastjóra þar sem niðurstöður voru kynntar.

Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA, segir það vera ljóst að menntun sé ekki það eina sem skipti máli til að konur nái framgangi til stjórnunarstarfa til jafns á við karla. Breyta þurfi gömlum venjum og menningu sem fólk kannski áttar sig ekki á að geti verið mjög hamlandi.

„Það kom skýrt fram í umræðum fundarins að forstjóri fyrirtækis þarf að vera jafnréttissinnaður til að skapa andrúmsloft jafnréttismenningar og einnig að stjórnir ættu að setja þetta mál meira á dagskrá hjá sér. Stefna í þessum efnum skiptir máli fyrir fyrirtækið til að skapa jafnréttissinnaðan og góðan vinnustað. Það líka var áberandi hvað allir sammæltust um að breytinga væri þörf, bæði konur og karlar, en einnig að hreyfingar í þær áttir væru áþreifanlegar víða með góðum árangri. Það eru mjög góðar fréttir,“ segir Rakel.

Auglýsing

Jafnréttismenning eykur starfsánægju og árangur

Það sem fram kom á fundinum var meðal annars að hlutfall kvenna í framkvæmdastjórastöðum sé 26 prósent á meðal 100 stærstu fyrirtækja landsins og 22 prósent á meðal skráðra fyrirtækja. Enn fremur að jafnréttismenning innan fyrirtækja auki starfsánægju og árangur í fyrirtæki og að fá ætti inn þriðja aðila til að aðstoða starfsmenn. Breyta þurfi fyrirtækjamenningunni þannig að allir fái jöfn tækifæri og allir fái tækifæri til að vinna sig upp í starfi. Opinskátt sé talað um jafnrétti og hlúð að báðum kynjum þannig að mengið sem geti vaxið upp í starfi sé stærra. Álit forstjóra á jafnrétti hafi mikið að segja um hvernig menning mótast. „Forréttindablinda“ geti villt um og hamlað því að árangur náist, því sé nauðsynlegt að fá inn þriðja aðila til að aðstoða við að koma á jafnréttismenningu. Nokkur fyrirtæki hafi þegar hafið slíka vinnu með þeim árangri að starfsánægja mælist aldrei betri sem geri fyrirtækið betra og árangursríkara.

Mikilvægt sé að hafa alla mælikvarða upp á borðum og birta reglulega. Stjórnir ættu þannig að setja sér stefnu um jafnréttismenningu. Ekki sé nóg að skila eingöngu inn upplýsingum um slíkt í ársreikningi, heldur ættu mælikvarðar að vera settir og birtir. Ekki var einhugur innan rýnihópsins um árangur af slíkri stefnu og dæmi tekið að hlutirnir hefðu ekki farið á skrið fyrr en lög um kynjakvóta í stjórnir voru sett og þá urðu hlutföllin jafnari. Færri vilja að lög séu sett til að jafna hlutföllin og telja að vinna ætti að málinu í ferli.

Endurskoða þarf skilyrði í ráðningarferli

Enn fremur ætti að endurskoða skilyrði í ráðningarferli en talið er að það stækki mengið sem valið er úr. Lýsing á starfi – sem jafnvel er úrelt eða of karllæg – geti útilokað stóran hóp fólks sem annars myndi sækja um. Horfa þurfi á þörfina fyrir stjórnunarhæfileika, ekki endilega sértæka fagmenntun. Stundum sé leiðin upp á við innan fyrirtækis þannig að starfsfólk vinni sig upp, en það geti verið erfitt að vinna sig upp innan fyrirtækis ef það er hefðbundið frekar karllægt í menningu.

Jafnframt sé gott að breyta skipulagi á framkvæmdastjórafundum og valdastiginn þannig endurhugsaður. „Fletja framkvæmdastjórafundi út“ þannig að sérfræðingar innan fyrirtækisins komi meira inn á fundina með þau málefni sem þeir vinna að og eru best til þess fallnir að kynna. Valdastiginn sé þannig endurhugsaður og starfsfólk fái tækifæri til að koma sér á framfæri á eigin verðleikum. Ákefð og metnaður innan fyrirtækisins eykst, upplifun starfsfólk breytist og teymin vinna öðruvísi. Ákvörðunarferli breytist að sama skapi.

Nauðsynlegt að halda umræðunni á lofti

Páll segir við tilefnið að jafnrétti sé sjálfsagt mál og að efnahagslegur ávinningur sé ótvíræður fyrir bæði fyrirtæki og samfélagið. „Við héldum þennan fund í Kauphöllinni með FKA því að viljum hvetja okkar skráðu fyrirtæki áfram í þeirra vinnu hvað varðar jafnrétti. Þau skila inn flest hver upplýsingum um samfélagsábyrgð þar sem málefni jafnréttis er sett fram og eru reyndar einhver fyrirtæki komin vel á leið með að breyta hjá sér hlutföllum á meðal framkvæmdastjóra. Það er nauðsynlegt að halda þessari umræðu stöðugt á lofti og við hjá Nasdaq erum stolt af því að vera virkir þátttakendur í henni.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent