Meint skattsvik Jónsa nema 190 millj­ón­um

Jón Þór Birgisson, söngvari Sigur Rósar, og endurskoðandi hans, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekjuskatts. Þeir neita báðir sök.

Jónsi í Sigur Rós
Jónsi í Sigur Rós
Auglýsing

Jón Þór Birg­is­son, söngv­ari Sigur Rós­ar, og end­ur­skoð­andi hans, hafa verið ákærðir fyrir að hafa komið félagi í eigu Jóns Þórs undan greiðslu tekju­skatts af rúm­lega 700 millj­ónum króna. Ákæran var lögð fram í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í morgun þegar Sigur Rós­ar-­málið var þing­fest. Jón Þór og end­ur­skoð­andi hans neit­uðu báðir sök. Frá þessu er greint á RÚV.

Málið snýst um sam­lags­fé­lagið Frakk sem Jón Þór á. Í ákærunni er Jóni Þór og end­ur­skoð­and­anum gefið að sök að hafa ekki staðið skil á skatt­fram­tölum vegna gjald­ár­anna 2011 til 2015.

Sak­sókn­ari segir að þeir hafi sleppt því að telja fram rekstr­ar­tekjur félags­ins á þessum árum sem námu rúmum 700 millj­ónum og þannig komið félag­inu undan greiðslu tekju­skatts upp á 146 millj­ón­ir.

Auglýsing

Þetta er önnur ákæran á hendur Jóni Þór og end­ur­skoð­anda hans en söngv­ar­inn er einnig ákærður fyrir brot sem tengj­ast félögum í eigu liðs­manna Sigur Rós­ar. Þar nema brot hans 43 millj­ónum króna og er söngv­ar­inn því ákærður fyrir 190 millj­óna skatta­laga­brot.

Hörm­uðu að málið færi fyrir dóm

Allir liðs­menn Sigur Rósar nema Kjartan Sveins­son eru ákærðir fyrir meiri­háttar skatta­laga­brot með því að hafa staðið skil á efn­is­lega röngum skatta­fram­tölum gjald­árin 2011 til og með 2014. Kjartan er sagður hafa staðið skil á efn­is­lega röngum skatta­fram­tölum árin 2012 og 2014.

Þremur liðs­mönnum sveit­ar­inn­ar, Georg Holm, Jón Þór og Orri Páll Dýra­son, er gefið að sök að hafa kom­ist undan greiðslu tekju­skatts og fjár­magns­skatts. Kjart­an, sem hætti í Sigur Rós fyrir sex árum, er ákærður fyrir að hafa kom­ist hjá því að greiða tekju­skatt.

Málið hefur vakið tals­verða athygli erlendis og var meðal ann­ars til umfjöll­unar í The Guar­dian, Pitch­fork og á vef People.

Í til­­kynn­ingu sem hljóm­sveitin sendi frá sér í síð­ustu viku segir að með­­lim­irnir hennar harmi að málið þurfi að fara fyrir dóm en von­ist á sama ­tíma til þess að máls­á­­stæður þeirra skýrist. Þá segir að þeir hafi ávallt haft fullan ásetn­ing til að standa í réttum skilum við skatt­yf­­ir­völd og stóðu í þeirri trú að það hefði verið gert.

Ekki sér­­fróðir í bók­haldi

Haft er eftir Bjarn­freði Ólafs­­syni, lög­­­manni hjá LOGOS lög­­­manns­­þjón­ustu, í til­­kynn­ing­unni að hljóm­­­ar­sveit­­ar­­mennir töldu að þessi máli væru í lagi og í höndum fag­­manna.

„Hljóm­­sveit­­ar­­með­­limir eru tón­list­­ar­­menn og ekki sér­­fróðir í bók­haldi og alþjóð­­legum við­­skiptum – hvað þá í fram­tals­­gerð og skatt­skil­­um. Þess vegna réðu þeir við­­ur­­kennda sér­­fræð­inga til að ann­­ast bók­hald og öll sam­­skipti við íslensk skatt­yf­­ir­völd. En í ljós hefur komið að röngum fram­­tölum var skilað til rík­­is­skatt­­stjóra og/eða þeim skil­að alltof seint. Á sama tíma töldu hljóm­­sveit­­ar­­með­­limir að þessi mál væru í lagi og í höndum fag­­manna. Það verður núna verk­efni Hér­­aðs­sak­­sókn­­ara að færa sönnur fyrir því að hljóm­­sveit­­ar­­með­­limir hafi sjálfir gerst sekir um stór­­fellda van­rækslu á fram­tals­­skyldu sinni. Í ljósi máls­at­vika fæ ég ekki séð hvernig það verður hægt og þess vegna veldur það von­brigðum að emb­ætti Hér­­aðs­sak­­sókn­­ara hafi tekið ákvörðun um ákærur á hendur þeim,“ segir Bjarn­freð­­ur.

Sýslu­maður kyrr­setti eignir

Sýslu­­mað­­ur­inn á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu kyrr­­setti eign­ir ­með­­lima Sigur Rós­­ar, að kröfu toll­­stjóra, í mars á síð­asta ári. Um var að ræða kyrr­­setn­ing­u ­upp á tæp­­lega 800 millj­­ónir króna ­sem náði til allra þriggja með­­lima sveit­­ar­inn­­ar; Jóns Þórs Birg­is­­son­­ar, ­Ge­orgs Hólm og Orra Páls ­Dýra­­son­­ar.

Sam­­kvæmt því sem fram kom í umfjöllun fjöl­miðla á sínum tíma var á­stæðan fyrir aðgerð­unum rann­­sókn skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra á meintum skatta­laga­brotum með­­lima sveit­­ar­inn­­ar. Krafan var tekin fyrir og birt þre­­menn­ing­un­um í des­em­ber árinu áður. 

Undir hana féllu kyrr­­setn­ingar á fast­­eign­um, öku­tækj­um, banka­­reikn­ing­um og hlutafé í fyr­ir­tækj­­um. Hæsta krafan var á hendur söngv­­ara sveit­­ar­inn­­ar, Jóni Þór, eða Jónsa líkt og hann er jafnan kall­að­­ur, en hún nam 638 millj­­ónum króna. Þar var um að ræða ­kyrr­­setn­ingu á þrettán hús­­eign­um, t­veimur bif­­hjólum og tveimur fólks­bíl­u­m, ­sem og sex banka­­reikn­ing­um og hlutafé í þremur fyr­ir­tækj­u­m. Þá voru tvær fast­­eignir í eigu trommar­ans Orra Páls kyrr­­sett­­ar, en verð­­mæt­i þeirra er um 82 millj­­ónir króna. Tvær fast­­eignir í eigu bassa­­leik­­ar­ans Georgs Hólm voru kyrr­­settar og er verð­­mæt­i þeirra 78,5 millj­­ón­­ir.

Allir þrír mót­­mæltu kyrr­­setn­ing­unn­i á grund­velli þess að stór hluti henn­ar varði ein­falda túlkun á tekju­skattslög­­um. Um hafi verið að ræða hand­vömm end­­ur­­skoð­anda en ekki ásetn­ing um að fremja glæp.

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent