„Algjör ráðgáta hvers vegna hlutföllin eru ennþá svona skökk“

Nasdaq Iceland í samstarfi við Jafnvægisvog FKA efndi til hringborðsumræðna 8 aðila, framkvæmdastjóra og forstjóra hjá skráðum og óskráðum fyrirtækjum sem einblíndu á að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að kynjajafnvægi innan fyrirtækja náist.

Páll Harðarson
Páll Harðarson
Auglýsing

Páll Harð­ar­son, for­stjóri Nas­daq Iceland, segir það vera í raun algjöra ráð­gátu hvers vegna hlut­föllin eru ennþá svona skökk þegar kemur að kynja­hlut­falli í fram­kvæmda­stjóra­stöðum í íslenskum fyr­ir­tækj­um. Þetta kom fram í máli hans í hring­borðsum­ræðum for­stjóra og fram­kvæmda­stjóra í átta fyr­ir­tækjum um hvernig mætti koma á kynja­jafn­vægi í stjórn­un­ar­stöð­um. Nas­daq Iceland í sam­starfi við Jafn­vægis­vog Félags kvenna í atvinnu­líf­inu (FKA) efndi til hring­borðsum­ræðn­anna. Í kjöl­far umræð­unnar var hald­inn morg­un­fundur fyrir stjórn­ar­menn, for­stjóra og fram­kvæmda­stjóra þar sem nið­ur­stöður voru kynnt­ar.

Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.Rakel Sveins­dótt­ir, for­maður FKA, segir það vera ljóst að menntun sé ekki það eina sem skipti máli til að konur nái fram­gangi til stjórn­un­ar­starfa til jafns á við karla. Breyta þurfi gömlum venjum og menn­ingu sem fólk kannski áttar sig ekki á að geti verið mjög hamlandi.

„Það kom skýrt fram í umræðum fund­ar­ins að for­stjóri fyr­ir­tækis þarf að vera jafn­rétt­is­sinn­aður til að skapa and­rúms­loft jafn­rétt­is­menn­ingar og einnig að stjórnir ættu að setja þetta mál meira á dag­skrá hjá sér. Stefna í þessum efnum skiptir máli fyrir fyr­ir­tækið til að skapa jafn­rétt­is­sinn­aðan og góðan vinnu­stað. Það líka var áber­andi hvað allir sam­mælt­ust um að breyt­inga væri þörf, bæði konur og karl­ar, en einnig að hreyf­ingar í þær áttir væru áþreif­an­legar víða með góðum árangri. Það eru mjög góðar frétt­ir,“ segir Rakel.

Auglýsing

Jafn­rétt­is­menn­ing eykur starfs­á­nægju og árangur

Það sem fram kom á fund­inum var meðal ann­ars að hlut­fall kvenna í fram­kvæmda­stjóra­stöðum sé 26 pró­sent á meðal 100 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins og 22 pró­sent á meðal skráðra fyr­ir­tækja. Enn fremur að jafn­rétt­is­menn­ing innan fyr­ir­tækja auki starfs­á­nægju og árangur í fyr­ir­tæki og að fá ætti inn þriðja aðila til að aðstoða starfs­menn. Breyta þurfi fyr­ir­tækja­menn­ing­unni þannig að allir fái jöfn tæki­færi og allir fái tæki­færi til að vinna sig upp í starfi. Opin­skátt sé talað um jafn­rétti og hlúð að báðum kynjum þannig að mengið sem geti vaxið upp í starfi sé stærra. Álit for­stjóra á jafn­rétti hafi mikið að segja um hvernig menn­ing mót­ast. „For­rétt­inda­blinda“ geti villt um og hamlað því að árangur náist, því sé nauð­syn­legt að fá inn þriðja aðila til að aðstoða við að koma á jafn­rétt­is­menn­ingu. Nokkur fyr­ir­tæki hafi þegar hafið slíka vinnu með þeim árangri að starfs­á­nægja mælist aldrei betri sem geri fyr­ir­tækið betra og árang­urs­rík­ara.

Mik­il­vægt sé að hafa alla mæli­kvarða upp á borðum og birta reglu­lega. Stjórnir ættu þannig að setja sér stefnu um jafn­rétt­is­menn­ingu. Ekki sé nóg að skila ein­göngu inn upp­lýs­ingum um slíkt í árs­reikn­ingi, heldur ættu mæli­kvarðar að vera settir og birt­ir. Ekki var ein­hugur innan rýni­hóps­ins um árangur af slíkri stefnu og dæmi tekið að hlut­irnir hefðu ekki farið á skrið fyrr en lög um kynja­kvóta í stjórnir voru sett og þá urðu hlut­föllin jafn­ari. Færri vilja að lög séu sett til að jafna hlut­föllin og telja að vinna ætti að mál­inu í ferli.

End­ur­skoða þarf skil­yrði í ráðn­ing­ar­ferli

Enn fremur ætti að end­ur­skoða skil­yrði í ráðn­ing­ar­ferli en talið er að það stækki mengið sem valið er úr. Lýs­ing á starfi – sem jafn­vel er úrelt eða of karllæg – geti úti­lokað stóran hóp fólks sem ann­ars myndi sækja um. Horfa þurfi á þörf­ina fyrir stjórn­un­ar­hæfi­leika, ekki endi­lega sér­tæka fag­mennt­un. Stundum sé leiðin upp á við innan fyr­ir­tækis þannig að starfs­fólk vinni sig upp, en það geti verið erfitt að vinna sig upp innan fyr­ir­tækis ef það er hefð­bundið frekar karllægt í menn­ingu.

Jafn­framt sé gott að breyta skipu­lagi á fram­kvæmda­stjóra­fundum og valda­stig­inn þannig end­ur­hugs­að­ur. „Fletja fram­kvæmda­stjóra­fundi út“ þannig að sér­fræð­ingar innan fyr­ir­tæk­is­ins komi meira inn á fund­ina með þau mál­efni sem þeir vinna að og eru best til þess fallnir að kynna. Valda­stig­inn sé þannig end­ur­hugs­aður og starfs­fólk fái tæki­færi til að koma sér á fram­færi á eigin verð­leik­um. Ákefð og metn­aður innan fyr­ir­tæk­is­ins eykst, upp­lifun starfs­fólk breyt­ist og teymin vinna öðru­vísi. Ákvörð­un­ar­ferli breyt­ist að sama skapi.

Nauð­syn­legt að halda umræð­unni á lofti

Páll segir við til­efnið að jafn­rétti sé sjálf­sagt mál og að efna­hags­legur ávinn­ingur sé ótví­ræður fyrir bæði fyr­ir­tæki og sam­fé­lag­ið. „Við héldum þennan fund í Kaup­höll­inni með FKA því að viljum hvetja okkar skráðu fyr­ir­tæki áfram í þeirra vinnu hvað varðar jafn­rétti. Þau skila inn flest hver upp­lýs­ingum um sam­fé­lags­á­byrgð þar sem mál­efni jafn­réttis er sett fram og eru reyndar ein­hver fyr­ir­tæki komin vel á leið með að breyta hjá sér hlut­föllum á meðal fram­kvæmda­stjóra. Það er nauð­syn­legt að halda þess­ari umræðu stöðugt á lofti og við hjá Nas­daq erum stolt af því að vera virkir þátt­tak­endur í henn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent