„Martraðarniðurstaða“ fyrir Boeing

Fyrstu niðurstöður úr rannsóknum á flugslysinu í Eþíópíu, þar sem 157 létu lífið, benda til þess að búnaður í Boeing þotunum hafi ekki virkað, og að viðbrögð flugmanna hafi ekki verið röng heldur - það hafi einfaldlega ekki virkað að taka stjórnina.

boeingin.png
Auglýsing

Flug­menn Ethi­opian Air­line, sem stýrðu 737 Max 8 vél félags­ins sem hrap­aði með skelfi­legum afleið­ing­um, fylgdu nákvæm­lega fyr­ir­mælum frá flug­véla­fram­leið­and­anum Boeing, þegar þeir reyndu að reisa flug­vél­ina við, en allt kom fyrir ekki. 

Forsíða Seattle Times, 4. apríl.Sam­kvæmt frum­nið­ur­stöðu rann­sóknar í Eþíópíu þá bendir allt til þess að flug­vélin hafi ekki virkað eins og hún átti að gera - og þá einkum MCAS kerfið sem á að koma í veg fyrir ofris - og því hafi vélin sífellt tog­ast neðar og neð­ar, og að lokum orsakað brot­lend­ingu með þeim afleið­ingum að allir um borð létu­st, 157 tals­ins. 

Flug­menn­irnir eru sagðir hafa reynt að aftengja kerfið og gripið til réttra aðgerða, en ekk­ert hafi virk­að. 

Auglýsing

Nið­ur­staðan er sögð „martrað­ar­út­koma“ (night­marish outcome) fyrir Boeing, en fjallað er um rann­sókn­ina á for­síðu Seattle Times í dag. 

Í umfjöllun blaðs­ins, sem Dom­inic Gates, sér­hæfður blaða­maður á sviði flug­mála, skrif­ar, hefur komið fram að mikil fram­leiðslu­pressa hafi verið á Boeing, ekki síst vegna þess hve krefj­andi hafi verið fyrir félagið að standa við afhend­ingar á Max vél­um. Í umfjöllun blaðs­ins hefur komið fram að Boeing sé nú að end­ur­skoða allar leið­bein­ingar til flug­manna og flug­fé­laga, og yfir­fara örygg­is­kerfi.

Tekið er fram að nýlegar upp­færslur á kerfum og hug­bún­aði eigi að koma í veg fyrir að svona upp­á­komur geti end­ur­tekið sig, en ef þessi nið­ur­staða frum­rann­sókna verður stað­fest end­an­lega, hjá flug­mála­yf­ir­völdum í Eþíópíu og einnig í Indónesíu, þar sem 189 lét­ust í 29. októ­ber í fyrra, þá gæti Boeing átt von á miklum og þung afleið­ing­um, ekki aðeins í formi mál­sókna, notk­un­ar­banna á flug­vélum félags­ins og sekt­ar­greiðslna, heldur gæti þurft að gjör­breyta fram­leiðslu­ferlum, og flug­fé­lög sem reiða sig á vélar félags­ins - ekki síst af fyrr­nefndri Max gerð - gætu þurft að bíða lengi eftir því að geta fengið vélar afhentar til notk­un­ar. 

Icelandair er eitt þeirra félaga sem þurfti að taka þrjár vélar af Max gerð úr notk­un, vegna banns við notkun á vél­un­um, en það getur leyst vanda­málin til skemmri tíma. 

Til lengd­ar, eftir því sem bann við notkun dregst á lang­inn, þá gæti orðið erfitt fyrir flug­fé­lög sem hafa gert ráð fyrir Max vélum til notk­un­ar, að leysa vanda­málin með leigu á öðrum vél­u­m. 

Banda­ríski fjár­fest­ing­ar­sjóð­ur­inn PAR Capi­tal Mana­gement hefur gert bind­andi sam­komu­lag um að kaupa 11,5 pró­sent hlut í Icelandair Group. Fyr­ir­vari er um sam­þykki hlut­hafa Icelanda­ir. Eftir kaupin verður sjóð­ur­inn annar stærsti hlut­hafi félags­ins á eftir Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna, sem á 12,88 pró­sent í flug­fé­lag­in­u. 

PAR Capi­tal á meðal ann­ars yfir 5 pró­sent hlut í einu stærsta fyr­ir­tæki heims á sviði bók­unar í ferða­þjón­ustu, Expedia, en auk þess á sjóð­ur­inn nokkuð stóra eign­ar­hluti í flug­fé­lög­um, eins og Sout­hwest, Alaska Air­lines, Delta og United Continental. Öll þessi félög hafa nýtt vélar frá Boeing í sinni þjón­ustu, og glíma því með einum eða öðrum hætti við þau vanda­mál sem flug­slysin tvö, og rann­sóknir á ástæðum þeirra, hafa kallað fram. 

Boeing er stærsti vinnu­veit­andi Seattle svæð­is­ins, með tæp­lega 80 þús­und starfs­menn, en flestir eru þeir á starfs­svæði félags­ins í Rent­on. Félagið er 103 ára gam­alt, en sagan teygir sig þó yfir 123 ár. 

Mark­aðsvirði Boeing hefur sveifl­ast nokkuð und­an­farin miss­eri, en það nemur nú 222 millj­örðum Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 26 þús­und millj­örðum króna. 

Dennis Mui­len­burg, for­stjóri félags­ins, hefur sagt að félagið munið kafa ofan í öll atriði sem rann­saka þarf, vegna flug­slysanna tveggja, og vinna í sam­starfi við flug­mála­yf­ir­völd í hverju landi fyrir sig, eins og þarf. Hann hefur sagt að Boeing sé leið­andi í flugi í heim­in­um, og því fylgi mikil ábyrgð. Öryggið þurfi að vera í far­ar­broddi, og þannig verði það áfram.



Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Frá Bræðslunni í fyrra. Næsta Bræðsla verður árið 2021.
„Samfélagsleg skylda“ að aflýsa Bræðslunni
Tónlistarhátíðin Bræðslan fer ekki fram í sumar. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það samfélagslega skyldu sína að aflýsa hátíðinni og vilja koma í veg fyrir alla mögulega smithættu.
Kjarninn 25. maí 2020
Ólafur Arnalds
Gagnsæi og rangsnúnir landbúnaðarstyrkir
Kjarninn 25. maí 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Er traust lykilinn að breyttri hegðun í umhverfismálum?
Kjarninn 25. maí 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Hvert fyrirtæki má að hámarki taka við 100 milljónum í „ferðagjöf“ frá ríkinu
Allir sjálfráða Íslendingar munu fá fimm þúsund króna gjöf til að eyða innanlands í sumar. Gjöfin verður afhent í gegnum smáforrit og hægt verður að framselja hana til annarra.
Kjarninn 25. maí 2020
„Á hvaða plánetu eru þeir?“ – Boris Johnson í vanda vegna ráðgjafa sem braut útgöngubann
Dominic Cummings, hinn umdeildi en óumdeilanlega áhrifaríki, ráðgjafi Boris Johnson virðist hafa brotið gegn útgöngubanni á sama tíma og bresk stjórnvöld sögðu öllum þegnum: „Þið verðið að vera heima.“ Gríðarlegur þrýstingur er á Johnson að reka Cummings.
Kjarninn 25. maí 2020
Neysla á afþreyingarefni hefur tekið stakkaskiptum á örfáum árum.
Sífellt færri eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu sem notast við myndlykla
Þeim landsmönnum sem kaupa áskriftir að sjónvarpsþjónustu sem þarf að nota myndlykil til að miðlast hefur fækkað um tæplega tíu prósent á tveimur árum. Sýn hefur tapað tæplega fjórðungi áskrifenda á tveimur árum.
Kjarninn 24. maí 2020
Meira úr sama flokkiErlent