Landhelgisgæslan tekur við formennsku í Arctic Coast Guard Forum

Landhelgisgæsla Íslands tók í dag við formennsku í Arctic Coast Guard Forum, samtökum strandgæslustofnana á norðurslóðum, til næstu tveggja ára.

Landhelgisgæslan
Auglýsing

Land­helg­is­gæsla Íslands tók í dag við for­mennsku í Arctic Coast Guard For­um, sam­tökum strand­gæslu­stofn­ana á norð­ur­slóð­um, til næstu tveggja ára. Um er að ræða sam­ráðs­vett­vang átta strand­gæslu­stofn­ana en finnska strand­gæslan hefur farið með for­mennsku í ráð­inu und­an­farin tvö ár. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Georg Kr Lár­us­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, veitti sér­stökum heið­urs­platta við­töku við hátíð­lega athöfn í Turku og árétt­aði mik­il­vægi sam­starfs stofn­an­anna á norð­ur­slóð­um. Hann hrós­aði finnsku strand­gæsl­unni fyrir vel unnin störf á und­an­förnum árum.

Á meðan Land­helg­is­gæslan gegnir for­mennsku verður sér­tök áhersla lögð á að efla sam­starf ríkj­anna átta enn frekar þegar kemur að leit og björgun auk þess sem meng­un­ar­varnir og umhverf­is­mál verða sett á odd­inn. Þá verður umfangs­mikil æfing haldin á Íslandi á vor­mán­uðum 2021.

Auglýsing

Und­an­farna daga hafa sér­fræð­ingar norð­ur­skauts­ríkj­anna átta fundað um helstu áskor­anir á svæð­inu auk þess sem æfingin Pol­aris 2019 fór fram á þriðju­dag. Þar voru æfð við­brögð við neyð­ar­á­standi um borð í skemmti­ferða­skipi undan ströndum Finn­lands. TF-SIF, flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, tók þátt auk þess sem starfs­menn stofn­un­ar­innar voru í æfing­ar­stjórn í sam­hæf­ing­ar­stöð finnsku strand­gæsl­unn­ar.

Strand­gæslu­stofn­anir átta ríkja, Banda­ríkj­anna, Dan­merk­ur, Finn­lands, Íslands, Kana­da, Nor­egs, Rúss­lands og Sví­þjóð­ar, mynda sam­ráðs­vett­vang­inn en þjóð­irnar und­ir­rit­uðu yfir­lýs­ingu um áfram­hald­andi sam­starf á fundi for­svars­manna stofn­an­anna í Turku í Finn­landi í dag.

Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Kristján Guy Burgess
Lífeyrissjóðir og loftslagsváin
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent