Landhelgisgæslan tekur við formennsku í Arctic Coast Guard Forum

Landhelgisgæsla Íslands tók í dag við formennsku í Arctic Coast Guard Forum, samtökum strandgæslustofnana á norðurslóðum, til næstu tveggja ára.

Landhelgisgæslan
Auglýsing

Land­helg­is­gæsla Íslands tók í dag við for­mennsku í Arctic Coast Guard For­um, sam­tökum strand­gæslu­stofn­ana á norð­ur­slóð­um, til næstu tveggja ára. Um er að ræða sam­ráðs­vett­vang átta strand­gæslu­stofn­ana en finnska strand­gæslan hefur farið með for­mennsku í ráð­inu und­an­farin tvö ár. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Georg Kr Lár­us­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, veitti sér­stökum heið­urs­platta við­töku við hátíð­lega athöfn í Turku og árétt­aði mik­il­vægi sam­starfs stofn­an­anna á norð­ur­slóð­um. Hann hrós­aði finnsku strand­gæsl­unni fyrir vel unnin störf á und­an­förnum árum.

Á meðan Land­helg­is­gæslan gegnir for­mennsku verður sér­tök áhersla lögð á að efla sam­starf ríkj­anna átta enn frekar þegar kemur að leit og björgun auk þess sem meng­un­ar­varnir og umhverf­is­mál verða sett á odd­inn. Þá verður umfangs­mikil æfing haldin á Íslandi á vor­mán­uðum 2021.

Auglýsing

Und­an­farna daga hafa sér­fræð­ingar norð­ur­skauts­ríkj­anna átta fundað um helstu áskor­anir á svæð­inu auk þess sem æfingin Pol­aris 2019 fór fram á þriðju­dag. Þar voru æfð við­brögð við neyð­ar­á­standi um borð í skemmti­ferða­skipi undan ströndum Finn­lands. TF-SIF, flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, tók þátt auk þess sem starfs­menn stofn­un­ar­innar voru í æfing­ar­stjórn í sam­hæf­ing­ar­stöð finnsku strand­gæsl­unn­ar.

Strand­gæslu­stofn­anir átta ríkja, Banda­ríkj­anna, Dan­merk­ur, Finn­lands, Íslands, Kana­da, Nor­egs, Rúss­lands og Sví­þjóð­ar, mynda sam­ráðs­vett­vang­inn en þjóð­irnar und­ir­rit­uðu yfir­lýs­ingu um áfram­hald­andi sam­starf á fundi for­svars­manna stofn­an­anna í Turku í Finn­landi í dag.

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent