Landhelgisgæslan tekur við formennsku í Arctic Coast Guard Forum

Landhelgisgæsla Íslands tók í dag við formennsku í Arctic Coast Guard Forum, samtökum strandgæslustofnana á norðurslóðum, til næstu tveggja ára.

Landhelgisgæslan
Auglýsing

Land­helg­is­gæsla Íslands tók í dag við for­mennsku í Arctic Coast Guard For­um, sam­tökum strand­gæslu­stofn­ana á norð­ur­slóð­um, til næstu tveggja ára. Um er að ræða sam­ráðs­vett­vang átta strand­gæslu­stofn­ana en finnska strand­gæslan hefur farið með for­mennsku í ráð­inu und­an­farin tvö ár. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni.

Georg Kr Lár­us­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, veitti sér­stökum heið­urs­platta við­töku við hátíð­lega athöfn í Turku og árétt­aði mik­il­vægi sam­starfs stofn­an­anna á norð­ur­slóð­um. Hann hrós­aði finnsku strand­gæsl­unni fyrir vel unnin störf á und­an­förnum árum.

Á meðan Land­helg­is­gæslan gegnir for­mennsku verður sér­tök áhersla lögð á að efla sam­starf ríkj­anna átta enn frekar þegar kemur að leit og björgun auk þess sem meng­un­ar­varnir og umhverf­is­mál verða sett á odd­inn. Þá verður umfangs­mikil æfing haldin á Íslandi á vor­mán­uðum 2021.

Auglýsing

Und­an­farna daga hafa sér­fræð­ingar norð­ur­skauts­ríkj­anna átta fundað um helstu áskor­anir á svæð­inu auk þess sem æfingin Pol­aris 2019 fór fram á þriðju­dag. Þar voru æfð við­brögð við neyð­ar­á­standi um borð í skemmti­ferða­skipi undan ströndum Finn­lands. TF-SIF, flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, tók þátt auk þess sem starfs­menn stofn­un­ar­innar voru í æfing­ar­stjórn í sam­hæf­ing­ar­stöð finnsku strand­gæsl­unn­ar.

Strand­gæslu­stofn­anir átta ríkja, Banda­ríkj­anna, Dan­merk­ur, Finn­lands, Íslands, Kana­da, Nor­egs, Rúss­lands og Sví­þjóð­ar, mynda sam­ráðs­vett­vang­inn en þjóð­irnar und­ir­rit­uðu yfir­lýs­ingu um áfram­hald­andi sam­starf á fundi for­svars­manna stofn­an­anna í Turku í Finn­landi í dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent