Segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar lykilinn að því að hægt var að klára kjarasamningana

Forseti ASÍ segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kom með að borðinu hafi verið lykillinn að því að hægt var að klára kjarasamningana.

Drífa Snædal
Drífa Snædal
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, segir í viku­legum pistli sínum í dag að hún hafi ekki mikið verið í því að hrósa núver­andi rík­is­stjórn en nú verði hún að segja að þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin kom með að borð­inu hafi verið lyk­ill­inn að því að hægt var að klára kjara­samn­ing­ana.

„Það var allt undir í þessum samn­ing­um, launa­kröf­ur, réttl­læt­is­mál á vinnu­mark­aði, stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, hús­næð­is­mál, skatta­mál, líf­eyr­is­mál, verð­trygg­ing­in, jafn­rétt­is­mál og brota­starf­semi á vinnu­mark­aði svo nokkur atriði séu nefnd. Árang­ur­inn hvíldi á aðgerðum stjórn­valda og þær birt­ast í yfir­lýs­ingum í tengslum við samn­ing­ana. Svo er það sam­eig­in­legt verk­efni okkar í verka­lýðs­hreyf­ing­unni að fylgja því eftir að staðið verði við lof­orð­in,“ segir hún í pistl­in­um.

Auglýsing

Verka­lýðs­hreyf­ingin á margt úrvals fólk sem er til­búið til verka

Drífa bendir á að nú sé valdið í höndum verka­fólks og versl­un­ar­manna að taka afstöðu til kjara­samn­ing­anna. Enn eigi iðn­að­ar­menn eftir að semja og sama gildi um félög með beina aðild að ASÍ. Svo séu opin­beru samn­ing­arnir eftir líka þannig að það sé næg vinna framund­an.

„Nú þegar einn og hálfur sól­ar­hringur er lið­inn frá und­ir­ritun stendur upp úr hvað verka­lýðs­hreyf­ingin á margt úrvals fólk sem til­búið er til verka. Að svona kjara­samn­ingum koma hund­ruð manna og í Karp­hús­inu í vik­unni kom saman reynsla og þekk­ing þeirra sem hafa gert marga kjara­samn­inga og svo nýtt fólk með nýja sýn og ferskar hug­mynd­ir. Það var góð blanda. Samn­ing­arnir voru próf­raun á gríð­ar­lega marga og allir stóð­ust prófið þegar upp var stað­ið,“ skrifar Drífa.

Hún hvetur þá sem taka laun sam­kvæmt nýjum kjara­samn­ingum að kynna sér samn­ing­ana, fylgj­ast vel með heima­síðu sinna félaga og afla upp­lýs­inga um kynn­ing­ar­fundi og atkvæða­greiðsl­ur. Hún seg­ist hafa mikla trú á að þessir samn­ingar verði sam­þykktir og að hægt verði að fara að vinna á grund­velli þeirra. „Það er líka gott að hafa í huga að bar­átta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar fyrir bættum kjörum og betra sam­fé­lagi er virk hvort sem kjara­samn­ingar eru lausir eða ekki. Sú vinna hættir aldrei.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent