Segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar lykilinn að því að hægt var að klára kjarasamningana

Forseti ASÍ segir að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin kom með að borðinu hafi verið lykillinn að því að hægt var að klára kjarasamningana.

Drífa Snædal
Drífa Snædal
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands, segir í viku­legum pistli sínum í dag að hún hafi ekki mikið verið í því að hrósa núver­andi rík­is­stjórn en nú verði hún að segja að þær aðgerðir sem rík­is­stjórnin kom með að borð­inu hafi verið lyk­ill­inn að því að hægt var að klára kjara­samn­ing­ana.

„Það var allt undir í þessum samn­ing­um, launa­kröf­ur, réttl­læt­is­mál á vinnu­mark­aði, stytt­ing vinnu­vik­unn­ar, hús­næð­is­mál, skatta­mál, líf­eyr­is­mál, verð­trygg­ing­in, jafn­rétt­is­mál og brota­starf­semi á vinnu­mark­aði svo nokkur atriði séu nefnd. Árang­ur­inn hvíldi á aðgerðum stjórn­valda og þær birt­ast í yfir­lýs­ingum í tengslum við samn­ing­ana. Svo er það sam­eig­in­legt verk­efni okkar í verka­lýðs­hreyf­ing­unni að fylgja því eftir að staðið verði við lof­orð­in,“ segir hún í pistl­in­um.

Auglýsing

Verka­lýðs­hreyf­ingin á margt úrvals fólk sem er til­búið til verka

Drífa bendir á að nú sé valdið í höndum verka­fólks og versl­un­ar­manna að taka afstöðu til kjara­samn­ing­anna. Enn eigi iðn­að­ar­menn eftir að semja og sama gildi um félög með beina aðild að ASÍ. Svo séu opin­beru samn­ing­arnir eftir líka þannig að það sé næg vinna framund­an.

„Nú þegar einn og hálfur sól­ar­hringur er lið­inn frá und­ir­ritun stendur upp úr hvað verka­lýðs­hreyf­ingin á margt úrvals fólk sem til­búið er til verka. Að svona kjara­samn­ingum koma hund­ruð manna og í Karp­hús­inu í vik­unni kom saman reynsla og þekk­ing þeirra sem hafa gert marga kjara­samn­inga og svo nýtt fólk með nýja sýn og ferskar hug­mynd­ir. Það var góð blanda. Samn­ing­arnir voru próf­raun á gríð­ar­lega marga og allir stóð­ust prófið þegar upp var stað­ið,“ skrifar Drífa.

Hún hvetur þá sem taka laun sam­kvæmt nýjum kjara­samn­ingum að kynna sér samn­ing­ana, fylgj­ast vel með heima­síðu sinna félaga og afla upp­lýs­inga um kynn­ing­ar­fundi og atkvæða­greiðsl­ur. Hún seg­ist hafa mikla trú á að þessir samn­ingar verði sam­þykktir og að hægt verði að fara að vinna á grund­velli þeirra. „Það er líka gott að hafa í huga að bar­átta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar fyrir bættum kjörum og betra sam­fé­lagi er virk hvort sem kjara­samn­ingar eru lausir eða ekki. Sú vinna hættir aldrei.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent