Mikil tíðindi í efnahagslífinu hreyfðu lítið við markaðnum

Fall WOW air hafði alvarlegar afleiðingar fyrir marga enda misstu um 2 þúsund manns vinnuna í kjölfar þess. Á markaði hefur gengi krónunnar ekki gefið eftir heldur þvert á móti.

Peningar
Auglýsing

Þrátt fyrir fall WOW air og síðan und­ir­ritun kjara­samn­inga, sem ná til um 100 þús­und félags­manna stétt­ar­fé­lag­anna og aðild­ar­fé­laga Sam­taka atvinnu­lífs­ins, þá hafa áhrifin á mark­aði verið fremur hóf­stillt. Svo virð­ist sem fjár­festar reikni með því að íslenska hag­kerfið standi sterkt, þrátt fyrir allt. 

Gengi krón­unnar hefur styrkst und­an­farna daga gagn­vart evru og Banda­ríkja­dala. Evran kostar nú 133 krónur en fór upp í tæp­lega 138 krónur skömmu áður en WOW air var gjald­þrota. Banda­ríkja­dalur kostar nú 119 krónur en fór upp í 123 krónur skömmu fyrir fall WOW air. 

Ekki hafa verið miklar sveiflur á gengi krón­unn­ar, en Seðla­banki Íslands hefur und­an­farna mán­uði beitt inn­gripum á gjald­eyr­is­mark­aði, eins og fjallað hefur verið um á vef Kjarn­ans, til að sporna gegn veik­ingu og of miklum sveifl­um. Segja má að þetta hafi í stórum dráttum tekist, þrátt fyrir að gengi krón­unnar hafi veikst umtals­vert á und­an­förnu ári, en þó einkum frá haust­mán­uðum í fyrra, sam­hliða því að rekstr­ar­vandi WOW air komst í hámæli. Fyrir um ári síðan kost­aði evran 120 krónur og Banda­ríkja­dalur um 100 krón­ur. 

Auglýsing

Und­ir­ritun kjara­samn­inga virð­ist heldur ekki valda miklum titr­ingi á mörk­uð­um, og ekki að sjá að vænt­ingar séu um að verð­bólga geti farið úr bönd­unum vegna þeirra, sé horft til þró­unar á skulda­bréfa­mark­aði. Verð­bólga mælist nú 2,9 pró­sent og meg­in­vextir bank­ans eru 4,5 pró­sent.

Gjald­þrot WOW air var þó mikið áfall fyrir ferða­þjón­ust­una, og er of snemmt að segja til um hvernig ýmis fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu munu leysa úr þeim vanda­málum sem skap­ast við það, að færri erlendir ferða­mann heim­sækja land­ið. Það eru ekki síst lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki, í gisti- og veit­inga­þjón­ustu, og einnig afþr­ey­ingu, sem finna fyrir áhrif­un­um. Sam­tals misstu um 2 þús­und manns vinn­una í kjöl­far falls WOW air. Höggið var ekki síst þungt á Suð­ur­nesjum, þar sem mikil nær­þjón­usta er við Kefla­vík­ur­flug­völl og ýmsa starf­semi í ferða­þjón­ust­u. 

Loðnu­brestur er einnig tölu­vert áfall, meðal ann­ars fyrir sveit­ar­fé­lög eins og Fjarða­byggð og Vest­manna­eyj­ar. Gjald­eyr­is­tekjur vegna loðnu hafa verið á bil­inu 18 til 30 millj­arðar á árinu und­an­farin ár, og því eru miklir hags­munir í húfi.

Í nýjasta riti Fjár­mála­stöð­ug­leika Seðla­banka Íslands, segir í for­mála Más Guð­munds­son­ar, seðla­banka­stjóra, að litlar líkur séu á því að þau áföll sem hafa komið fram að und­an­förnu, þá meðal ann­ars fall WOW air og síðan loðnu­brest­ur, muni ógna fjár­mála­stöð­ug­leika. „Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núver­andi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöð­ug­leika fjár­mála­kerf­is­ins. Þau eru ein­fald­lega ekki nægj­an­lega stór til þess í ljósi þess mikla við­náms­þróttar sem þjóð­ar­búið og fjár­mála­kerfið búa nú við. Þessi við­náms­þróttur birt­ist í hreinni eigna­stöðu þjóð­ar­bús­ins gagn­vart útlönd­um, stórum gjald­eyr­is­forða, á heild­ina litið til­tölu­lega góðri eig­in­fjár­stöðu heim­ila og fyr­ir­tækja og háum eig­in­fjár­hlut­föllum og góðri lausa­fjár­stöðu bank­anna. Þá er svig­rúm hag­stjórnar til að bregð­ast við tölu­vert og mun meira en víða um heim. Það er afgangur á rík­is­sjóði og skuldir hins opin­bera eru litlar í sögu­legu og alþjóð­legu sam­hengi. Svig­rúm til lækk­unar vaxta er hér mikið ef aðstæður kalla á, ólíkt mörgum við­skipta­lönd­um, þar sem þeir eru tölu­vert fyrir ofan núll hér á land­i,“ segir Már.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent