Farþegum Icelandair fjölgaði um 3 prósent milli ára í mars

Seldar gistinætur á hótelum Icelandair voru fjórtán prósent fleiri í mars en á sama tíma í fyrra, en herbergjanýting var þó svipuð, en þetta skýrist meðal annar af auknu framboði herbergja.

Icelandair vél feb 2008
Auglýsing

Icelanda­ir flutti 268 þús­und far­þega í mar­s­­mán­uði, sem er aukn­ing um þrjú pró­sent miðað við mars á síð­asta ári.

Þetta kemur fram í tölum sem félagið birti í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar.

Fram­boð var aukið um 6 sex pró­sent, og var sæta­nýt­ing 81,2 pró­sent sam­an­borið við 81,9 pró­sent á sama tíma í fyrra. 

Auglýsing

Upplýsingar um starfsemi Icelandair.Ferða­manna­mark­að­ur­inn til Íslands var stærsti mark­aður félags­ins í mars með 45 pró­sent af heild­ar­far­þega­fjölda, segir í til­kynn­ing­unni.  

Far­þegum fjölg­aði einnig mest á þessum mark­aði eða um 13 pró­sent á milli ára. 

Komu­stund­vísi í leiða­kerfi félags­ins í mars nam 77,3% og batn­aði hún um 4,7 pró­sentu­stig frá síð­asta ári.

Far­þegar dótt­ur­fé­lags­ins Air Iceland Conn­ect voru 23 þús­und og fækk­aði um 19 pró­sent á milli ára. „Skýrist það aðal­lega af flugi til Aber­deen og Belfast sem var lagt niður í maí á síð­asta ári,“ segir í til­kynn­ing­unni.  

Seldar gistinætur hjá hót­elum félags­ins juk­ust um 14 pró­sent, en her­bergj­a­nýt­ing var áþekk milli ára, eða um 78 pró­sent.. 

Rekstur Icelandair hefur verið erf­iður und­an­farin miss­eri, en félagið tap­aði 6,8 millj­örðum króna á síð­ustu þremur mán­uðum síð­asta árs. 

Félagið var með um 55 millj­arða króna í eigið fé í lok árs í fyrra, en heild­ar­skuldir námu um 110 millj­örð­um. Mark­aðsvirði félags­ins er um 47 millj­arðar króna, um þessar mund­ir. Meira úr sama flokkiInnlent