Laun þingmanna og ráðherra hækka ekki 1. júlí

Fjármála- og efnahagsráðherra fær heimild til að hækka laun þjóðkjörinna fulltrúa einu sinni, þann 1. janúar 2020. Laun þingmanna hækkuðu um 44,3 prósent haustið 2016.

Ríkisstjórnin stendur öll á bakvið ákvörðunina.
Ríkisstjórnin stendur öll á bakvið ákvörðunina.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hefur sent efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþingis minn­is­blað, með sam­þykki rík­is­stjórn­ar, þar sem hann leggur til tvær breyt­ingar á frum­varpi til breyt­inga á lögum vegna brott­falls laga um kjara­ráð, sem er nú til með­ferðar Alþing­is.

Önnur breyt­ingin er sú að launa­hækkun kjör­inna full­trúa – þing­manna og ráð­herra – sem átti að koma til fram­kvæmda 1. júlí næst­kom­andi mun ekki verða. Þess í stað verði ráð­herr­anum veitt heim­ild í eitt skipti til að hækka laun laun þjóð­kjör­inna full­trúa þann 1. jan­úar 2020 til sam­ræmis við áætl­aða breyt­ingu á launum þann 1. júlí 2020.

Auk þess er lagt til að ákvæði um heim­ild ráð­herra til að hækka laun 1. jan­úar til sam­ræmis við áætl­aða breyt­ingu á launum 1. júlí verði fellt út en ákvæðið er í nokkrum greinum frum­varps­ins.

Auglýsing

Sam­­þykkt var á Alþingi í fyrra­­sumar að leggja kjara­ráð, sjálf­­­stætt ráð sem er falið var það verk­efni að ákveða laun og starfs­­­kjör æðstu emb­ætt­is­­­manna rík­­­is­ins, nið­­ur. Það var gert í kjöl­far þess að starfs­hópur sem skip­aður var af Katrínu Jak­obs­dóttur for­­sæt­is­ráð­herra lagði slíkt til í febr­­úar 2018.  

Sá hópur var skip­aður eftir að ákvarð­­anir kjara­ráðs höfðu síend­­ur­­tekið valdið ill­­deilum á vinn­u­­mark­aði og hneykslun í sam­­fé­lag­inu. Bar það hæst sú ákvörðun kjara­ráðs í októ­ber 2016 að hækka laun for­­­­­­seta Íslands, þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­manna og laun ráð­herra. Sam­­­­­­kvæmt úrskurði kjara­ráðs urðu laun for­­­­­­seta Íslands 2.985.000 krónur á mán­uði, þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaup alþing­is­­­­­­manna 1.101.194 krónur á mán­uði, laun for­­­­­­sæt­is­ráð­herra að með­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaupi varð 2.021.825 krónur á mán­uði og laun ann­­­­­­arra ráð­herra að með­­­­­­­­­­­töldu þing­far­­­­­­ar­­­­­­kaupi urðu 1.826.273 krónur á mán­uði. Laun þing­­­­­­­manna hækk­­­­­­­uðu hlut­­­­­­­falls­­­­­­­lega mest við ákvörðun Kjara­ráðs, eða um 44,3 pró­­­­­­­sent.

Þegar frum­varp um það sem ætti að taka við af kjara­ráði var lagt fram þá var gert ráð fyrir því að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra myndi fá heim­ild til að hækka laun kjör­inna full­trúa í júlí 2019 umfram þær hækk­anir sem hop­ur­inn hafði þegar feng­ið. 

Alþýðu­sam­band Íslands skil­aði inn umsögn um frum­varpið 11. jan­úar síð­ast­lið­inn þar sem meðal ann­ars voru gerð­ar­ „al­var­­legar athuga­­semdir við að til standi að hækka laun allra þeirra ráða- og emb­ætt­is­­manna sem breyt­ingin nær til þann 1. júlí n.k. þrátt fyrir að fyrir liggi að laun æðstu stjórn­­enda rík­­is­ins hafi hækkað langt umfram almenna launa­­þró­un. ASÍ leggst söm­u­­leiðis gegn því að ráð­herra fái heim­ild til þess að hækka laun umrædds hóps þann 1. jan­úar ár hvert til sam­ræmis við áætl­­aða breyt­ingu á með­­al­tali reglu­­legra launa starfs­­manna rík­­is­ins og leggur til launin taki breyt­ingum einu sinni á ári þegar mat Hag­­stof­unnar á breyt­ingu reglu­­legra launa rík­­is­­starfs­­manna liggur fyrir í júní ár hvert.“

Nú hef­ur, líkt og áður kom fram, verið fallið frá þeim hækk­un­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent