Raunverð búða er fremur hátt um þessar mundir og það sama má segja um atvinnuhúsnæði, sé mið tekið af þróun helstu mælikvarða í hagkerfinu.
Þetta kemur fram í nýjasta riti Fjármálastöðugleika, þar sem fjallað er horfur í hagkerfinu með tilliti til áhrifa á fjármálastöðugleika.
Með raunverði er átt við verðþróun með tilliti til verðbólgu, en hún mælist nú 2,9 prósent.
Í ritinu segir að það sé farið að draga úr spennu á fasteignamarkaði, og nú sé framboð húsnæðis að aukast umtalsvert á meðan það dregur úr eftirspurn, þar sem kólnað hefur í hagkerfinu eftir mikla uppgangstíma.
Samkvæmt tölum Þjóðskrár, sem mælir þróun á fasteignaverði, þá lækkaði fasteignaverð um 1 prósent í febrúar, miðað við sama tíma í fyrra. Útlit er fyrir að fasteignaverð geti lækkað nokkuð, ef það heldur fram sem horfir, ef framboð af húsnæði vex nokkuð á sama tíma og eftirpurn minnkar.
Í Fjármálastöðugleika segir að verð á atvinnuhúsnæði hafi verið að þróast með þeim hætti, að misvægi milli verðsins og annarra áhrifaþátta í hagkerfinu, sem oft stjórna verði til lengri tíma, hafi verið aukast og að verð á atvinnuhúsnæði hafi verið að hækka. Það sem hefur verulega áhrif á verð atvinnuhúsnæðis er leiguverð til þeirra sem eru með starfsemi í húsnæði.
Óvissa er um það hvernig mun spilast úr aðstæðunum, sem fall WOW air hefur haft á ferðaþjónustuna, en útlit er fyrir samdrátt á þessu ári í ferðaþjónustu. Erfitt er að segja til um hversu mikill hann verður, og hversu lengi önnur flugfélög verða að fylla skraðið sem fall WOW air skapaði.
Samdráttur í ferðaþjónustu gefur haft umtalsverð áhrif á fasteignamarkaði, en uppgangurinn í ferðaþjónustu hefur meðal annars leitt til mikils skorts á húsnæði, ekki síst miðsvæðis í Reykjavík, þar sem margar íbúðir hafa verið leigðar af ferðamönnum, meðal annars í gegnum Airbnb. Þegar mest var voru yfir 3 þúsund íbúðir í leigu, en margt bendir til þess að þeim fari fækkandi, samhliða auknu framboði af hótelherbergjum og síðan minni vexti - eða samdrætti - í ferðaþjónustunni.
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu var rúmir 415 milljarðar síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt tölum Þjóðskrár.
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í mars 2019 var 590.
Heildarvelta nam 31,9 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 54 milljónir króna. Viðskipti með eignir í fjölbýli námu 20,1 milljarði, viðskipti með eignir í sérbýli 8,8 milljörðum og viðskipti með aðrar eignir 3 milljörðum króna.