Raunverð íbúða og atvinnuhúsnæðis hátt miðað við undirliggjandi þætti

Töluvert hefur dregið úr spennu á fasteignamarkaði að undanförnu. Verðlækkun mældist í febrúar, og seðlabankinn segir að raunverð sé fremur hátt miðað við helstu mælikvarða í hagkerfinu.

húsnæði
Auglýsing

Raun­verð búða er fremur hátt um þessar mundir og það sama má segja um atvinnu­hús­næði, sé mið tekið af þróun helstu mæli­kvarða í hag­kerf­in­u. 

Þetta kemur fram í nýjasta riti Fjár­mála­stöð­ug­leika, þar sem fjallað er horfur í hag­kerf­inu með til­liti til áhrifa á fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Með raun­verði er átt við verð­þróun með til­liti til verð­bólgu, en hún mælist nú 2,9 pró­sent.

Auglýsing

Í rit­inu segir að það sé farið að draga úr spennu á fast­eigna­mark­aði, og nú sé fram­boð hús­næðis að aukast umtals­vert á meðan það dregur úr eft­ir­spurn, þar sem kólnað hefur í hag­kerf­inu eftir mikla upp­gangs­tíma. 

Spennan á íbúðamarkaði er að minnka.

Sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár, sem mælir þróun á fast­eigna­verði, þá lækk­aði fast­eigna­verð um 1 pró­sent í febr­ú­ar, miðað við sama tíma í fyrra. Útlit er fyrir að fast­eigna­verð geti lækkað nokk­uð, ef það heldur fram sem horf­ir, ef fram­boð af hús­næði vex nokkuð á sama tíma og eft­irpurn minnk­ar. 

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika segir að verð á atvinnu­hús­næði hafi verið að þró­ast með þeim hætti, að misvægi milli verðs­ins og ann­arra áhrifa­þátta í hag­kerf­inu, sem oft stjórna verði til lengri tíma, hafi verið aukast og að verð á atvinnu­hús­næði hafi verið að hækka. Það sem hefur veru­lega áhrif á verð atvinnu­hús­næðis er leigu­verð til þeirra sem eru með starf­semi í hús­næð­i. 

Óvissa er um það hvernig mun spil­ast úr aðstæð­un­um, sem fall WOW air hefur haft á ferða­þjón­ust­una, en útlit er fyrir sam­drátt á þessu ári í ferða­þjón­ustu. Erfitt er að segja til um hversu mik­ill hann verð­ur, og hversu lengi önnur flug­fé­lög verða að fylla skraðið sem fall WOW air skap­að­i. 

Sam­dráttur í ferða­þjón­ustu gefur haft umtals­verð áhrif á fast­eigna­mark­aði, en upp­gang­ur­inn í ferða­þjón­ustu hefur meðal ann­ars leitt til mik­ils skorts á hús­næði, ekki síst mið­svæðis í Reykja­vík, þar sem margar íbúðir hafa verið leigðar af ferða­mönn­um, meðal ann­ars í gegnum Air­bnb. Þegar mest var voru yfir 3 þús­und íbúðir í leigu, en margt bendir til þess að þeim fari fækk­andi, sam­hliða auknu fram­boði af hót­el­her­bergjum og síðan minni vexti - eða sam­drætti - í ferða­þjón­ust­unni.

Fast­eigna­velta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var rúmir 415 millj­arðar síð­ast­liðna 12 mán­uði, sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár.

Fjöldi þing­lýstra kaup­samn­inga um fast­eignir við sýslu­manns­emb­ættin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í mars 2019 var 590. 

Heild­ar­velta nam 31,9 millj­örðum króna og með­al­upp­hæð á hvern kaup­samn­ing var 54 millj­ónir króna. Við­skipti með eignir í fjöl­býli námu 20,1 millj­arði, við­skipti með eignir í sér­býli 8,8 millj­örðum og við­skipti með aðrar eignir 3 millj­örðum króna. Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent