Raunverð íbúða og atvinnuhúsnæðis hátt miðað við undirliggjandi þætti

Töluvert hefur dregið úr spennu á fasteignamarkaði að undanförnu. Verðlækkun mældist í febrúar, og seðlabankinn segir að raunverð sé fremur hátt miðað við helstu mælikvarða í hagkerfinu.

húsnæði
Auglýsing

Raun­verð búða er fremur hátt um þessar mundir og það sama má segja um atvinnu­hús­næði, sé mið tekið af þróun helstu mæli­kvarða í hag­kerf­in­u. 

Þetta kemur fram í nýjasta riti Fjár­mála­stöð­ug­leika, þar sem fjallað er horfur í hag­kerf­inu með til­liti til áhrifa á fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Með raun­verði er átt við verð­þróun með til­liti til verð­bólgu, en hún mælist nú 2,9 pró­sent.

Auglýsing

Í rit­inu segir að það sé farið að draga úr spennu á fast­eigna­mark­aði, og nú sé fram­boð hús­næðis að aukast umtals­vert á meðan það dregur úr eft­ir­spurn, þar sem kólnað hefur í hag­kerf­inu eftir mikla upp­gangs­tíma. 

Spennan á íbúðamarkaði er að minnka.

Sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár, sem mælir þróun á fast­eigna­verði, þá lækk­aði fast­eigna­verð um 1 pró­sent í febr­ú­ar, miðað við sama tíma í fyrra. Útlit er fyrir að fast­eigna­verð geti lækkað nokk­uð, ef það heldur fram sem horf­ir, ef fram­boð af hús­næði vex nokkuð á sama tíma og eft­irpurn minnk­ar. 

Í Fjár­mála­stöð­ug­leika segir að verð á atvinnu­hús­næði hafi verið að þró­ast með þeim hætti, að misvægi milli verðs­ins og ann­arra áhrifa­þátta í hag­kerf­inu, sem oft stjórna verði til lengri tíma, hafi verið aukast og að verð á atvinnu­hús­næði hafi verið að hækka. Það sem hefur veru­lega áhrif á verð atvinnu­hús­næðis er leigu­verð til þeirra sem eru með starf­semi í hús­næð­i. 

Óvissa er um það hvernig mun spil­ast úr aðstæð­un­um, sem fall WOW air hefur haft á ferða­þjón­ust­una, en útlit er fyrir sam­drátt á þessu ári í ferða­þjón­ustu. Erfitt er að segja til um hversu mik­ill hann verð­ur, og hversu lengi önnur flug­fé­lög verða að fylla skraðið sem fall WOW air skap­að­i. 

Sam­dráttur í ferða­þjón­ustu gefur haft umtals­verð áhrif á fast­eigna­mark­aði, en upp­gang­ur­inn í ferða­þjón­ustu hefur meðal ann­ars leitt til mik­ils skorts á hús­næði, ekki síst mið­svæðis í Reykja­vík, þar sem margar íbúðir hafa verið leigðar af ferða­mönn­um, meðal ann­ars í gegnum Air­bnb. Þegar mest var voru yfir 3 þús­und íbúðir í leigu, en margt bendir til þess að þeim fari fækk­andi, sam­hliða auknu fram­boði af hót­el­her­bergjum og síðan minni vexti - eða sam­drætti - í ferða­þjón­ust­unni.

Fast­eigna­velta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var rúmir 415 millj­arðar síð­ast­liðna 12 mán­uði, sam­kvæmt tölum Þjóð­skrár.

Fjöldi þing­lýstra kaup­samn­inga um fast­eignir við sýslu­manns­emb­ættin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í mars 2019 var 590. 

Heild­ar­velta nam 31,9 millj­örðum króna og með­al­upp­hæð á hvern kaup­samn­ing var 54 millj­ónir króna. Við­skipti með eignir í fjöl­býli námu 20,1 millj­arði, við­skipti með eignir í sér­býli 8,8 millj­örðum og við­skipti með aðrar eignir 3 millj­örðum króna. Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent