Þórhildur Sunna gagnrýndi Bergþór og fagnar samþykkt Evrópuráðsþingsins

Klausturmálið var til umræðu á Evrópuráðsþinginu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Auglýsing

„Í kvöld sam­þykkti Evr­ópu­ráðs­þingið þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­ríkja Evr­ópu­ráðs­ins um raun­veru­legar trú­verð­ugar aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri mis­munun kvenna í póli­tík í allri Evr­ópu. Þetta eru frá­bærar fréttir fyrir alla jafn­rétt­is­sinna og sömu­leiðis lýð­ræð­is­sinna. Því kyn­ferð­is­legt áreiti gegn konum í póli­tík er ekki ein­ungis brot gegn kon­unum sjálfum heldur einnig til þess fallið að draga úr lýð­ræð­is­legri þátt­töku kvenna í póli­tík. Ég er gríð­ar­lega ánægð með að vinnan sem ég ýtti úr vör í jan­úar sl. hafi fengið eins far­sælan endi og raun ber vitn­i.“

Þetta segir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, á Face­book síðu sinni. Hún er for­maður laga- og mann­rétt­inda­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings­ins. 

Hún og Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, tók­ust á í ræðum á þin­fundi Evr­ópu­ráðs­þings­ins, og sagði Berg­þór meðal ann­ars þar að stíga ætti var­lega til jarðar í því að refsa þing­mönnum fyrir brot á siða­reglum þjóð­þinga. Sagði hann að and­stæð­ingar gætu nýtt sér slíkt til að koma höggum á and­stæð­inga sína. 

Auglýsing

Berg­þór var einn sex þing­manna, sem ræddu saman á Klaustur bar, eins og þekkt er orð­ið. Hann fór í leyfi, eftir að upp­taka af sam­tölum þing­mann­anna var birt á inter­net­inu, en í sam­töl­unum töl­uðu þing­menn­irn­ir, og ekki síst Berg­þór sjálf­ur, með niðr­andi hætti um þing­konur og fleiri. Hinir fimm voru Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Gunnar Bragi Sveins­son, Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son. Ólafur og Karl Gauti voru reknir úr Flokki fólks­ins eftir málið kom upp, en gengu svo til liðs við Mið­flokk­inn, sem nú er með átta manna þing­flokk. 

Þór­hildur Sunna gagn­rýndi ræðu Berg­þórs harð­lega. Hún sagði Berg­þór ein­fald­lega hafa haldið sig þá umræðu sem hann hefði við­haft, frá því hann snéri aftur á þing eftir leyfi. „Það hefur vakið tals­verða athygli að Berg­þór Óla­son, einn þeirra þing­manna sem höfðu sig hvað mest í frammi í við­bjóðs­legu kven­hat­ur­st­ali Klaust­urs­þing­manna, tók til máls í umræðum Evr­ópu­ráðs­þings­ins um skýrsl­una. Ummæli hans voru þó ekki ný af nál­inni, en í jóm­frú­ar­ræðu sinni í Evr­ópu­ráðs­þing­inu valdi Berg­þór að bjóða þing­mönnum Evr­ópu upp á sama bullið og hann hefur reynt að selja Íslend­ingum í fleiri mán­uð­i. 

Mér fannst ræðan hans Berg­þórs frekar vand­ræða­leg, sér í lagi þegar hann gaf það skýrt til kynna að hann teldi að ég hefði haft frum­kvæði að þess­ari skýrslu í póli­tískum til­gangi, til þess að ná höggi á hann eða Mið­flokk­inn. 

Ég svar­aði því til, og vil leggja áherslu á það hér, að skýrslan mín er vissu­lega samin í póli­tískum til­gangi. Sá póli­tíski til­gangur hefur hins vegar ekk­ert með hvorki Berg­þór eða Mið­flokk­inn að gera.

Það er póli­tík að konur geti tekið þátt í stjórn­málum án þess að ráð­ist sé á þær á grund­velli kyns, að gert sé lítið úr þeim fyrir útlit þeirra, klæða­burð, fas, kvenn­leika, skort á kvenn­leika, kyn­þokka, skort á kyn­þokka eða nokkuð annað sem hefur nákvæm­lega ekki neitt um það að segja hvers virði þeirra hug­mynd­ir, rök og erindi í póli­tík eru. Það er póli­tík í því að konur þurfi ekki að lifa við að vera beittar kyn­ferð­is­legu áreiti og jafn­vel kyn­ferð­is­legu ofbeldi við störf sín í póli­tík,“ sagði Þór­hildur Sunna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent