Þórhildur Sunna gagnrýndi Bergþór og fagnar samþykkt Evrópuráðsþingsins

Klausturmálið var til umræðu á Evrópuráðsþinginu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Auglýsing

„Í kvöld sam­þykkti Evr­ópu­ráðs­þingið þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­ríkja Evr­ópu­ráðs­ins um raun­veru­legar trú­verð­ugar aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri mis­munun kvenna í póli­tík í allri Evr­ópu. Þetta eru frá­bærar fréttir fyrir alla jafn­rétt­is­sinna og sömu­leiðis lýð­ræð­is­sinna. Því kyn­ferð­is­legt áreiti gegn konum í póli­tík er ekki ein­ungis brot gegn kon­unum sjálfum heldur einnig til þess fallið að draga úr lýð­ræð­is­legri þátt­töku kvenna í póli­tík. Ég er gríð­ar­lega ánægð með að vinnan sem ég ýtti úr vör í jan­úar sl. hafi fengið eins far­sælan endi og raun ber vitn­i.“

Þetta segir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, á Face­book síðu sinni. Hún er for­maður laga- og mann­rétt­inda­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings­ins. 

Hún og Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, tók­ust á í ræðum á þin­fundi Evr­ópu­ráðs­þings­ins, og sagði Berg­þór meðal ann­ars þar að stíga ætti var­lega til jarðar í því að refsa þing­mönnum fyrir brot á siða­reglum þjóð­þinga. Sagði hann að and­stæð­ingar gætu nýtt sér slíkt til að koma höggum á and­stæð­inga sína. 

Auglýsing

Berg­þór var einn sex þing­manna, sem ræddu saman á Klaustur bar, eins og þekkt er orð­ið. Hann fór í leyfi, eftir að upp­taka af sam­tölum þing­mann­anna var birt á inter­net­inu, en í sam­töl­unum töl­uðu þing­menn­irn­ir, og ekki síst Berg­þór sjálf­ur, með niðr­andi hætti um þing­konur og fleiri. Hinir fimm voru Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Gunnar Bragi Sveins­son, Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son. Ólafur og Karl Gauti voru reknir úr Flokki fólks­ins eftir málið kom upp, en gengu svo til liðs við Mið­flokk­inn, sem nú er með átta manna þing­flokk. 

Þór­hildur Sunna gagn­rýndi ræðu Berg­þórs harð­lega. Hún sagði Berg­þór ein­fald­lega hafa haldið sig þá umræðu sem hann hefði við­haft, frá því hann snéri aftur á þing eftir leyfi. „Það hefur vakið tals­verða athygli að Berg­þór Óla­son, einn þeirra þing­manna sem höfðu sig hvað mest í frammi í við­bjóðs­legu kven­hat­ur­st­ali Klaust­urs­þing­manna, tók til máls í umræðum Evr­ópu­ráðs­þings­ins um skýrsl­una. Ummæli hans voru þó ekki ný af nál­inni, en í jóm­frú­ar­ræðu sinni í Evr­ópu­ráðs­þing­inu valdi Berg­þór að bjóða þing­mönnum Evr­ópu upp á sama bullið og hann hefur reynt að selja Íslend­ingum í fleiri mán­uð­i. 

Mér fannst ræðan hans Berg­þórs frekar vand­ræða­leg, sér í lagi þegar hann gaf það skýrt til kynna að hann teldi að ég hefði haft frum­kvæði að þess­ari skýrslu í póli­tískum til­gangi, til þess að ná höggi á hann eða Mið­flokk­inn. 

Ég svar­aði því til, og vil leggja áherslu á það hér, að skýrslan mín er vissu­lega samin í póli­tískum til­gangi. Sá póli­tíski til­gangur hefur hins vegar ekk­ert með hvorki Berg­þór eða Mið­flokk­inn að gera.

Það er póli­tík að konur geti tekið þátt í stjórn­málum án þess að ráð­ist sé á þær á grund­velli kyns, að gert sé lítið úr þeim fyrir útlit þeirra, klæða­burð, fas, kvenn­leika, skort á kvenn­leika, kyn­þokka, skort á kyn­þokka eða nokkuð annað sem hefur nákvæm­lega ekki neitt um það að segja hvers virði þeirra hug­mynd­ir, rök og erindi í póli­tík eru. Það er póli­tík í því að konur þurfi ekki að lifa við að vera beittar kyn­ferð­is­legu áreiti og jafn­vel kyn­ferð­is­legu ofbeldi við störf sín í póli­tík,“ sagði Þór­hildur Sunna.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent