Þórhildur Sunna gagnrýndi Bergþór og fagnar samþykkt Evrópuráðsþingsins

Klausturmálið var til umræðu á Evrópuráðsþinginu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir
Auglýsing

„Í kvöld sam­þykkti Evr­ópu­ráðs­þingið þings­á­lyktun og til­mæli til aðilda­ríkja Evr­ópu­ráðs­ins um raun­veru­legar trú­verð­ugar aðgerðir til þess að berj­ast gegn kyn­ferð­is­legri mis­munun kvenna í póli­tík í allri Evr­ópu. Þetta eru frá­bærar fréttir fyrir alla jafn­rétt­is­sinna og sömu­leiðis lýð­ræð­is­sinna. Því kyn­ferð­is­legt áreiti gegn konum í póli­tík er ekki ein­ungis brot gegn kon­unum sjálfum heldur einnig til þess fallið að draga úr lýð­ræð­is­legri þátt­töku kvenna í póli­tík. Ég er gríð­ar­lega ánægð með að vinnan sem ég ýtti úr vör í jan­úar sl. hafi fengið eins far­sælan endi og raun ber vitn­i.“

Þetta segir Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, á Face­book síðu sinni. Hún er for­maður laga- og mann­rétt­inda­nefndar Evr­ópu­ráðs­þings­ins. 

Hún og Berg­þór Óla­son, þing­maður Mið­flokks­ins, tók­ust á í ræðum á þin­fundi Evr­ópu­ráðs­þings­ins, og sagði Berg­þór meðal ann­ars þar að stíga ætti var­lega til jarðar í því að refsa þing­mönnum fyrir brot á siða­reglum þjóð­þinga. Sagði hann að and­stæð­ingar gætu nýtt sér slíkt til að koma höggum á and­stæð­inga sína. 

Auglýsing

Berg­þór var einn sex þing­manna, sem ræddu saman á Klaustur bar, eins og þekkt er orð­ið. Hann fór í leyfi, eftir að upp­taka af sam­tölum þing­mann­anna var birt á inter­net­inu, en í sam­töl­unum töl­uðu þing­menn­irn­ir, og ekki síst Berg­þór sjálf­ur, með niðr­andi hætti um þing­konur og fleiri. Hinir fimm voru Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Gunnar Bragi Sveins­son, Ólafur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son. Ólafur og Karl Gauti voru reknir úr Flokki fólks­ins eftir málið kom upp, en gengu svo til liðs við Mið­flokk­inn, sem nú er með átta manna þing­flokk. 

Þór­hildur Sunna gagn­rýndi ræðu Berg­þórs harð­lega. Hún sagði Berg­þór ein­fald­lega hafa haldið sig þá umræðu sem hann hefði við­haft, frá því hann snéri aftur á þing eftir leyfi. „Það hefur vakið tals­verða athygli að Berg­þór Óla­son, einn þeirra þing­manna sem höfðu sig hvað mest í frammi í við­bjóðs­legu kven­hat­ur­st­ali Klaust­urs­þing­manna, tók til máls í umræðum Evr­ópu­ráðs­þings­ins um skýrsl­una. Ummæli hans voru þó ekki ný af nál­inni, en í jóm­frú­ar­ræðu sinni í Evr­ópu­ráðs­þing­inu valdi Berg­þór að bjóða þing­mönnum Evr­ópu upp á sama bullið og hann hefur reynt að selja Íslend­ingum í fleiri mán­uð­i. 

Mér fannst ræðan hans Berg­þórs frekar vand­ræða­leg, sér í lagi þegar hann gaf það skýrt til kynna að hann teldi að ég hefði haft frum­kvæði að þess­ari skýrslu í póli­tískum til­gangi, til þess að ná höggi á hann eða Mið­flokk­inn. 

Ég svar­aði því til, og vil leggja áherslu á það hér, að skýrslan mín er vissu­lega samin í póli­tískum til­gangi. Sá póli­tíski til­gangur hefur hins vegar ekk­ert með hvorki Berg­þór eða Mið­flokk­inn að gera.

Það er póli­tík að konur geti tekið þátt í stjórn­málum án þess að ráð­ist sé á þær á grund­velli kyns, að gert sé lítið úr þeim fyrir útlit þeirra, klæða­burð, fas, kvenn­leika, skort á kvenn­leika, kyn­þokka, skort á kyn­þokka eða nokkuð annað sem hefur nákvæm­lega ekki neitt um það að segja hvers virði þeirra hug­mynd­ir, rök og erindi í póli­tík eru. Það er póli­tík í því að konur þurfi ekki að lifa við að vera beittar kyn­ferð­is­legu áreiti og jafn­vel kyn­ferð­is­legu ofbeldi við störf sín í póli­tík,“ sagði Þór­hildur Sunna.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent