Katrín: Verið að velja úr „hlaðborði aðgerða“ í húsnæðismálum

Bann við 40 ára verðtryggðum lánum verður að fara saman við framboð á nýjum lánamöguleikum fyrir tekjulágahópa samfélagsins. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að fyr­ir­hugað bann við 40 ára verð­tryggðum jafn­greiðslu­lán­um, sem samið var um í hinum svoköll­uðu lífs­kjara­samn­ingum í síð­ustu viku, verði að hald­ast í hendur við það að ný lán fyrir tekju­lága hópa komið fram.

Sem stendur er sér­stak­lega verið að horfa á svokölluð hlut­deild­ar­lán, eða eig­in­fjár­lán eins og þau voru kölluð af starfs­hópi félags- og barna­mála­ráð­herra sem skil­aði til­lögum í síð­ustu viku, fela í sér að ríkið verði í raun með­eig­andi að íbúðum sem lán­tak­end­urnir kaupa.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legu við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við for­sæt­is­ráð­herra í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í kvöld klukkan 21.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an:

Katrín segir þar að gagna­grunn­ur­inn sem stjórn­völd kynntu nýlega, Tekju­sagan, hafi dregið það mjög vel ann­ars vegar þróun ráð­stöf­un­ar­tekna og hins vegar gefnar stærðir hvað varðar hús­næð­is­stuðn­ing, barna­bætur og annað slíkt. „Þar kemur þetta mjög skýrt fram með tekju­lága hóp­inn sem er á leigu­mark­aði og er að nýta allt of stóran hluta af sínum ráð­stöf­un­ar­tekjum í hús­næð­i.“

Auglýsing
Það sé þannig að meiri­hluti fólks á Íslandi hafi hug á því að kom­ast í eigin hús­næði. „Þar hafa verið þessir þrösk­uldar fyrir ungt tekju­lágt fólk.“

Vegna þessa var kynnt það sem Katrín kallar „hlað­borð aðgerða“ á vegum starfs­hóps á vegum félags- og barna­mála­ráð­herra í lok síð­ustu viku. Hægt er að lesa allt um þær til­lögur hér.

Nú standi yfir vinna hjá rík­is­stjórn­inni að velja þær aðgerðir af þessu hlað­borði sem hún telur væn­leg­ust til að lækka þrösk­ulda tekju­lágra hópa inn á hús­næð­is­mark­að. „Það hangir auð­vitað saman við það sem við boðum um að draga úr vægi verð­trygg­ing­ar. Að það séu ein­hverjir val­kostir fyrir fólk aðr­ir.“

Katrín segir að nýju lánin sem stefnt sé að verði ekki í boði fyrir alla og að vinna sé framundan með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins við að skil­greina hvaða hópar muni eiga rétt á þeim.

Aðspurð um hvort að fyr­ir­hug­aðar aðgerðir stjórn­valda í hús­næð­is­málum séu fjár­magn­aðar sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun segir Katrín að það sé horft til Íbúða­lána­sjóðs sem aðila sem hafi ákveðnu félags­legu hlut­verki að gegna þar. „Þannig að þetta birt­ist kannski ekki sem bein útgjöld að hálfu rík­is­ins í fjár­mála­á­ætlun heldur í gegnum Íbúða­lána­sjóð.“Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vextir Seðlabankans óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af samspili þróunar efnahagsumsvifa annars vegar og verðbólgu og verðbólguvæntinga hins vegar.
Kjarninn 11. desember 2019
Stjórnendum fækkað úr 10 í 4 hjá Valitor
Fjórir stjórnendur hafa hætt störfum hjá Valitor að undanförnu, en félagið er nú í söluferli.
Kjarninn 11. desember 2019
Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.
TM ætlar að verða banki
Tryggingafélagið TM ætlar sér að skora stóru bankanna þrjá á hólm með því að hefja bankarekstur. Ekki verður stefnt að því að stofna alhliða banka heldur finna syllu á markaðnum.
Kjarninn 11. desember 2019
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent