Katrín: Verið að velja úr „hlaðborði aðgerða“ í húsnæðismálum

Bann við 40 ára verðtryggðum lánum verður að fara saman við framboð á nýjum lánamöguleikum fyrir tekjulágahópa samfélagsins. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að fyr­ir­hugað bann við 40 ára verð­tryggðum jafn­greiðslu­lán­um, sem samið var um í hinum svoköll­uðu lífs­kjara­samn­ingum í síð­ustu viku, verði að hald­ast í hendur við það að ný lán fyrir tekju­lága hópa komið fram.

Sem stendur er sér­stak­lega verið að horfa á svokölluð hlut­deild­ar­lán, eða eig­in­fjár­lán eins og þau voru kölluð af starfs­hópi félags- og barna­mála­ráð­herra sem skil­aði til­lögum í síð­ustu viku, fela í sér að ríkið verði í raun með­eig­andi að íbúðum sem lán­tak­end­urnir kaupa.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legu við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við for­sæt­is­ráð­herra í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í kvöld klukkan 21.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an:

Katrín segir þar að gagna­grunn­ur­inn sem stjórn­völd kynntu nýlega, Tekju­sagan, hafi dregið það mjög vel ann­ars vegar þróun ráð­stöf­un­ar­tekna og hins vegar gefnar stærðir hvað varðar hús­næð­is­stuðn­ing, barna­bætur og annað slíkt. „Þar kemur þetta mjög skýrt fram með tekju­lága hóp­inn sem er á leigu­mark­aði og er að nýta allt of stóran hluta af sínum ráð­stöf­un­ar­tekjum í hús­næð­i.“

Auglýsing
Það sé þannig að meiri­hluti fólks á Íslandi hafi hug á því að kom­ast í eigin hús­næði. „Þar hafa verið þessir þrösk­uldar fyrir ungt tekju­lágt fólk.“

Vegna þessa var kynnt það sem Katrín kallar „hlað­borð aðgerða“ á vegum starfs­hóps á vegum félags- og barna­mála­ráð­herra í lok síð­ustu viku. Hægt er að lesa allt um þær til­lögur hér.

Nú standi yfir vinna hjá rík­is­stjórn­inni að velja þær aðgerðir af þessu hlað­borði sem hún telur væn­leg­ust til að lækka þrösk­ulda tekju­lágra hópa inn á hús­næð­is­mark­að. „Það hangir auð­vitað saman við það sem við boðum um að draga úr vægi verð­trygg­ing­ar. Að það séu ein­hverjir val­kostir fyrir fólk aðr­ir.“

Katrín segir að nýju lánin sem stefnt sé að verði ekki í boði fyrir alla og að vinna sé framundan með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins við að skil­greina hvaða hópar muni eiga rétt á þeim.

Aðspurð um hvort að fyr­ir­hug­aðar aðgerðir stjórn­valda í hús­næð­is­málum séu fjár­magn­aðar sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun segir Katrín að það sé horft til Íbúða­lána­sjóðs sem aðila sem hafi ákveðnu félags­legu hlut­verki að gegna þar. „Þannig að þetta birt­ist kannski ekki sem bein útgjöld að hálfu rík­is­ins í fjár­mála­á­ætlun heldur í gegnum Íbúða­lána­sjóð.“Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent