Katrín: Verið að velja úr „hlaðborði aðgerða“ í húsnæðismálum

Bann við 40 ára verðtryggðum lánum verður að fara saman við framboð á nýjum lánamöguleikum fyrir tekjulágahópa samfélagsins. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að fyr­ir­hugað bann við 40 ára verð­tryggðum jafn­greiðslu­lán­um, sem samið var um í hinum svoköll­uðu lífs­kjara­samn­ingum í síð­ustu viku, verði að hald­ast í hendur við það að ný lán fyrir tekju­lága hópa komið fram.

Sem stendur er sér­stak­lega verið að horfa á svokölluð hlut­deild­ar­lán, eða eig­in­fjár­lán eins og þau voru kölluð af starfs­hópi félags- og barna­mála­ráð­herra sem skil­aði til­lögum í síð­ustu viku, fela í sér að ríkið verði í raun með­eig­andi að íbúðum sem lán­tak­end­urnir kaupa.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legu við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­son­ar, rit­stjóra Kjarn­ans, við for­sæt­is­ráð­herra í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í kvöld klukkan 21.

Hægt er að sjá stiklu úr þætti kvölds­ins hér að neð­an:

Katrín segir þar að gagna­grunn­ur­inn sem stjórn­völd kynntu nýlega, Tekju­sagan, hafi dregið það mjög vel ann­ars vegar þróun ráð­stöf­un­ar­tekna og hins vegar gefnar stærðir hvað varðar hús­næð­is­stuðn­ing, barna­bætur og annað slíkt. „Þar kemur þetta mjög skýrt fram með tekju­lága hóp­inn sem er á leigu­mark­aði og er að nýta allt of stóran hluta af sínum ráð­stöf­un­ar­tekjum í hús­næð­i.“

Auglýsing
Það sé þannig að meiri­hluti fólks á Íslandi hafi hug á því að kom­ast í eigin hús­næði. „Þar hafa verið þessir þrösk­uldar fyrir ungt tekju­lágt fólk.“

Vegna þessa var kynnt það sem Katrín kallar „hlað­borð aðgerða“ á vegum starfs­hóps á vegum félags- og barna­mála­ráð­herra í lok síð­ustu viku. Hægt er að lesa allt um þær til­lögur hér.

Nú standi yfir vinna hjá rík­is­stjórn­inni að velja þær aðgerðir af þessu hlað­borði sem hún telur væn­leg­ust til að lækka þrösk­ulda tekju­lágra hópa inn á hús­næð­is­mark­að. „Það hangir auð­vitað saman við það sem við boðum um að draga úr vægi verð­trygg­ing­ar. Að það séu ein­hverjir val­kostir fyrir fólk aðr­ir.“

Katrín segir að nýju lánin sem stefnt sé að verði ekki í boði fyrir alla og að vinna sé framundan með aðilum vinnu­mark­að­ar­ins við að skil­greina hvaða hópar muni eiga rétt á þeim.

Aðspurð um hvort að fyr­ir­hug­aðar aðgerðir stjórn­valda í hús­næð­is­málum séu fjár­magn­aðar sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun segir Katrín að það sé horft til Íbúða­lána­sjóðs sem aðila sem hafi ákveðnu félags­legu hlut­verki að gegna þar. „Þannig að þetta birt­ist kannski ekki sem bein útgjöld að hálfu rík­is­ins í fjár­mála­á­ætlun heldur í gegnum Íbúða­lána­sjóð.“Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent