Skráning Iceland Foods á orðmerkinu Iceland ógilt

Fyrirtækið hefur tvo mánuði til að áfrýja úrskurðinum.

Iceland
Auglýsing

Hug­verka­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins (EUIPO) hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að vöru­merkja­skrán­ing bresku versl­un­ar­keðj­unnar Iceland Foods Ltd. á orð­merk­inu Iceland í Evr­ópu­sam­band­inu sé ógild í heild sinn­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um, og fagnar Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, nið­ur­stöð­unn­i. „Ég fagna þess­ari nið­ur­stöðu þótt hún komi mér ekki alls kostar á óvart enda gengur það gegn almennri skyn­semi að erlent fyr­ir­tæki geti slegið eign sinni á nafn full­valda ríkis eins og þarna hefur verið gert. Hér er um að ræða áfanga­sigur í afar þýð­ing­ar­miklu máli fyrir íslensk útflutn­ings­fyr­ir­tæki. Landið okkar er þekkt fyrir hrein­leika og sjálf­bærni og því verð­mæti fólgin í vísun til upp­runa íslenskra vara,“ segir Guð­laugur Þór.

Fyr­ir­tækið hefur tvo mán­uði til að áfrýja úrskurð­in­um. 

Auglýsing

Íslensk stjórn­völd, Íslands­stofa og Sam­tök atvinnu­lífs­ins ákváðu á sínum tíma að grípa til til laga­legra aðgerða gegn Iceland Foods Ltd., sem fékk árið 2014 orð­merkið Iceland skráð hjá Hug­verka­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. Krafa Íslands var að þessi skrán­ing Iceland Foods yrði ógilt, enda væri um þekkt land­fræði­legt heiti að ræða og einnig að merkið Iceland væri almennt, sér­kenna­laust og hefði aldrei átt að fást skráð.

Úrskurð­ur­inn sem kveðin var upp síð­ast­lið­inn föstu­dag er afger­andi en fall­ist er alfarið á kröfur Íslands, segir í til­kynn­ingu. „Skrán­ing Iceland Foods Ltd. á orð­merk­inu Iceland hjá EUIPO er því ógilt í heild sinni. Sýnt hafi verið fram á með full­nægj­andi hætti að neyt­endur í ESB-lönd­unum viti að Iceland sé land í Evr­ópu og og eins hafi landið sterk sögu­leg og efna­hags­leg tengsl við ESB-­ríkin ásamt land­fræði­legri nálægð. Neyt­endur tengi merkið því við Ísland fyrir allar vörur og þjón­ustu sem undir skrán­ing­una falla eða séu lík­legir til að gera það í fram­tíð­inni. Merkið sé þar af leið­andi fyrst og fremst lýsandi fyrir land­fræði­legan upp­runa og upp­fylli ekki kröfur um sér­kenni, sem er ein meg­in­for­senda þess að vöru­merki fáist skráð,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Iceland Foods Ltd. á eftir sem áður orð- og mynd­merki sitt, svo­kallað „ló­gó“, skráð í Evr­ópu og víðar og getur haldið áfram að stunda við­skipti undir nafn­inu. Frestur Iceland Foods til að vísa mál­inu til áfrýj­un­ar­nefndar EUIPO rennur út 5. júní nk.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent