Skráning Iceland Foods á orðmerkinu Iceland ógilt

Fyrirtækið hefur tvo mánuði til að áfrýja úrskurðinum.

Iceland
Auglýsing

Hug­verka­stofa Evr­ópu­sam­bands­ins (EUIPO) hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að vöru­merkja­skrán­ing bresku versl­un­ar­keðj­unnar Iceland Foods Ltd. á orð­merk­inu Iceland í Evr­ópu­sam­band­inu sé ógild í heild sinn­i. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um, og fagnar Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, nið­ur­stöð­unn­i. „Ég fagna þess­ari nið­ur­stöðu þótt hún komi mér ekki alls kostar á óvart enda gengur það gegn almennri skyn­semi að erlent fyr­ir­tæki geti slegið eign sinni á nafn full­valda ríkis eins og þarna hefur verið gert. Hér er um að ræða áfanga­sigur í afar þýð­ing­ar­miklu máli fyrir íslensk útflutn­ings­fyr­ir­tæki. Landið okkar er þekkt fyrir hrein­leika og sjálf­bærni og því verð­mæti fólgin í vísun til upp­runa íslenskra vara,“ segir Guð­laugur Þór.

Fyr­ir­tækið hefur tvo mán­uði til að áfrýja úrskurð­in­um. 

Auglýsing

Íslensk stjórn­völd, Íslands­stofa og Sam­tök atvinnu­lífs­ins ákváðu á sínum tíma að grípa til til laga­legra aðgerða gegn Iceland Foods Ltd., sem fékk árið 2014 orð­merkið Iceland skráð hjá Hug­verka­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. Krafa Íslands var að þessi skrán­ing Iceland Foods yrði ógilt, enda væri um þekkt land­fræði­legt heiti að ræða og einnig að merkið Iceland væri almennt, sér­kenna­laust og hefði aldrei átt að fást skráð.

Úrskurð­ur­inn sem kveðin var upp síð­ast­lið­inn föstu­dag er afger­andi en fall­ist er alfarið á kröfur Íslands, segir í til­kynn­ingu. „Skrán­ing Iceland Foods Ltd. á orð­merk­inu Iceland hjá EUIPO er því ógilt í heild sinni. Sýnt hafi verið fram á með full­nægj­andi hætti að neyt­endur í ESB-lönd­unum viti að Iceland sé land í Evr­ópu og og eins hafi landið sterk sögu­leg og efna­hags­leg tengsl við ESB-­ríkin ásamt land­fræði­legri nálægð. Neyt­endur tengi merkið því við Ísland fyrir allar vörur og þjón­ustu sem undir skrán­ing­una falla eða séu lík­legir til að gera það í fram­tíð­inni. Merkið sé þar af leið­andi fyrst og fremst lýsandi fyrir land­fræði­legan upp­runa og upp­fylli ekki kröfur um sér­kenni, sem er ein meg­in­for­senda þess að vöru­merki fáist skráð,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Iceland Foods Ltd. á eftir sem áður orð- og mynd­merki sitt, svo­kallað „ló­gó“, skráð í Evr­ópu og víðar og getur haldið áfram að stunda við­skipti undir nafn­inu. Frestur Iceland Foods til að vísa mál­inu til áfrýj­un­ar­nefndar EUIPO rennur út 5. júní nk.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent