Höskuldur hættir sem bankastjóri Arion banka

Samkomulag er um að hann starfi til næstu mánaðamóta.

Höskuldur Ólafsson
Auglýsing

Hösk­uldur H. Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Stjórn bank­ans og Hösk­uldur hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að hann sinni starfi banka­stjóra fram til næstu mán­að­ar­móta.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar.

„Nú eru um níu ár síðan ég kom til starfa hjá bank­an­um. Óhætt er að segja að verk­efnin hafi verið fjöl­breytt á þessum árum. Fyrstu árin fólst verk­efnið fyrst og fremst í að takast á við skulda­vanda við­skipta­vina bank­ans, bæði fyr­ir­tækja og heim­ila. Þá var hlut­fall vand­ræða­lána hjá bank­anum vel yfir 50% en er í dag í takt við það sem best ger­ist hjá fjár­mála­fyr­ir­tækjum í lönd­unum í kringum okk­ur. Við tók upp­bygg­ing bank­ans og Arion banki er í dag með skýra fram­tíð­ar­sýn, öfl­ugan mannauð og í for­ystu hér á landi þegar kemur að þróun fjár­mála­þjón­ustu. Eftir vel heppnað alþjóð­legt hluta­fjár­út­boð á síð­asta ári var bank­inn skráður á markað í kaup­hallir á Íslandi og í Sví­þjóð og er eign­ar­hald bank­ans í dag vel dreift og hlut­hafar bæði inn­lendir og erlendir fjár­fest­ar. Bank­inn er fjár­hags­lega sterkur með traustan grunn­rekstur og vel í stakk búinn fyrir það sem fram­tíðin ber í skauti sér. Ég tel þetta vera rétta tím­ann til að fela öðrum að taka við kefl­in­u,“ segir Hösk­uldur í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Arion banki er nú skráður á markað bæði á Íslandi og í Sví­þjóð, en mark­aðsvirði hans 153 millj­arðar króna, eftir rúm­lega 1 pró­sent lækkun í dag, en eigið fé bank­ans um síð­ustu ára­mót var 200,9 millj­arð­ar.

Brynjólfur Bjarna­son, stjórn­ar­for­maður bank­ans, þakkar Hös­k­uldi fyrir hans starf í þágu bank­ans, á upp­bygg­ing­ar­tíma hans. „Ég vil þakka Hös­k­uldi fyrir hans mik­il­væga þátt í þróun og upp­bygg­ingu Arion banka á síð­ustu níu árum. Hans for­ysta og stað­festa hafa reynst bank­anum vel í gegnum ýmsar áskor­anir á þeim árum sem hann hefur verið við stjórn­völ­inn. Við í stjórn bank­ans virðum hans ákvörðun um að nú sé góður tíma­punktur til að láta af störf­um. Hösk­uldur skilar góðu búi þar sem bank­inn nýtur sterkrar stöðu á þeim mörk­uðum sem hann starfar á. Fyrir hönd stjórnar bank­ans þakka ég Hös­k­uldi mik­il­vægt fram­lag í þágu bank­ans.“ 

Stæstu hluthafar Arion banka.

Nokkrar breyt­ingar hafa orðið á hlut­hafa­hópi Arion banka að und­an­förnu. Kaup­skil er enn stærsti hlut­haf­inn með 18,4 pró­sent hlut en Taconic Capi­tal er með 14,3 pró­sent hlut. 

Stoðir hf., áður FL Group, er meðal stærstu hlut­hafa bank­ans með 4,22 pró­sent hlut.Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent