Höskuldur hættir sem bankastjóri Arion banka

Samkomulag er um að hann starfi til næstu mánaðamóta.

Höskuldur Ólafsson
Auglýsing

Hösk­uldur H. Ólafs­son, banka­stjóri Arion banka, hefur sagt starfi sínu lausu. Stjórn bank­ans og Hösk­uldur hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að hann sinni starfi banka­stjóra fram til næstu mán­að­ar­móta.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til kaup­hall­ar.

„Nú eru um níu ár síðan ég kom til starfa hjá bank­an­um. Óhætt er að segja að verk­efnin hafi verið fjöl­breytt á þessum árum. Fyrstu árin fólst verk­efnið fyrst og fremst í að takast á við skulda­vanda við­skipta­vina bank­ans, bæði fyr­ir­tækja og heim­ila. Þá var hlut­fall vand­ræða­lána hjá bank­anum vel yfir 50% en er í dag í takt við það sem best ger­ist hjá fjár­mála­fyr­ir­tækjum í lönd­unum í kringum okk­ur. Við tók upp­bygg­ing bank­ans og Arion banki er í dag með skýra fram­tíð­ar­sýn, öfl­ugan mannauð og í for­ystu hér á landi þegar kemur að þróun fjár­mála­þjón­ustu. Eftir vel heppnað alþjóð­legt hluta­fjár­út­boð á síð­asta ári var bank­inn skráður á markað í kaup­hallir á Íslandi og í Sví­þjóð og er eign­ar­hald bank­ans í dag vel dreift og hlut­hafar bæði inn­lendir og erlendir fjár­fest­ar. Bank­inn er fjár­hags­lega sterkur með traustan grunn­rekstur og vel í stakk búinn fyrir það sem fram­tíðin ber í skauti sér. Ég tel þetta vera rétta tím­ann til að fela öðrum að taka við kefl­in­u,“ segir Hösk­uldur í til­kynn­ing­unni.

Auglýsing

Arion banki er nú skráður á markað bæði á Íslandi og í Sví­þjóð, en mark­aðsvirði hans 153 millj­arðar króna, eftir rúm­lega 1 pró­sent lækkun í dag, en eigið fé bank­ans um síð­ustu ára­mót var 200,9 millj­arð­ar.

Brynjólfur Bjarna­son, stjórn­ar­for­maður bank­ans, þakkar Hös­k­uldi fyrir hans starf í þágu bank­ans, á upp­bygg­ing­ar­tíma hans. „Ég vil þakka Hös­k­uldi fyrir hans mik­il­væga þátt í þróun og upp­bygg­ingu Arion banka á síð­ustu níu árum. Hans for­ysta og stað­festa hafa reynst bank­anum vel í gegnum ýmsar áskor­anir á þeim árum sem hann hefur verið við stjórn­völ­inn. Við í stjórn bank­ans virðum hans ákvörðun um að nú sé góður tíma­punktur til að láta af störf­um. Hösk­uldur skilar góðu búi þar sem bank­inn nýtur sterkrar stöðu á þeim mörk­uðum sem hann starfar á. Fyrir hönd stjórnar bank­ans þakka ég Hös­k­uldi mik­il­vægt fram­lag í þágu bank­ans.“ 

Stæstu hluthafar Arion banka.

Nokkrar breyt­ingar hafa orðið á hlut­hafa­hópi Arion banka að und­an­förnu. Kaup­skil er enn stærsti hlut­haf­inn með 18,4 pró­sent hlut en Taconic Capi­tal er með 14,3 pró­sent hlut. 

Stoðir hf., áður FL Group, er meðal stærstu hlut­hafa bank­ans með 4,22 pró­sent hlut.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent