Mikil hækkun flugfargjalda í kortunum

Greinendur bæði Landsbankans og Arion banka gera ráð fyrir að flugfargjöld muni hækka verulega á næstu misserum, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu.

flugvél
Auglýsing

Grein­endur Lands­bank­ans gera ráð fyrir að verð­bólga muni aukast á næstu miss­erum, og muni mæl­ast 3,2 pró­sent í apr­íl. Grein­endur Arion banka spáðu því að verð­bólgan færi í 3,3 pró­sent, en hún mælist nú 2,9 pró­sent. 

Meg­in­á­stæðan fyrir aukn­ingu verð­bólg­unnar er talin vera hækkun á flug­far­gjöld­um, en í spá Lands­bank­ans er gert ráð fyrir að 20 pró­sent hækkun á flug­far­gjöldum muni ýta verð­bólg­unni upp á við.

„Við gerum ráð fyrir 20 pró­sent hækkun á flug­far­gjöldum til útlanda. Þróun flug­far­gjalda til útlanda í mars og apríl fer að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mán­uði pásk­arnir lenda. Pásk­arnir eru mik­ill ferða­tími og eft­ir­spurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mar­s/­byrjun apríl og var óveru­leg breyt­ing á þessum lið milli sömu mán­aða. 2017 voru páskar vik­una eftir verð­könn­un­ar­vik­una og hækk­uðu flug­far­gjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verð­könn­un­ar­viku Hag­stof­unnar sem skýrir þessa hækk­un,“ segir í grein­ingu Lands­bank­ans

Auglýsing

Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands eru nú 4,5 pró­sent, en verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent. 

Í grein­ingu Lands­bank­ans er enn fremur fjallað um áhrif falls WOW air á þróun flug­far­gjalda, og hvernig Hag­stofa Íslands hefur verið að vega þátt WOW air inn í vísi­töl­una. ­Síð­ustu ár hefur Hag­stofan byggt verð­mæl­ingar sínar á flugi til útlanda á verði far­miða hjá Icelandair og WOW air. Hlut­deild WOW air var um þriðj­ungur af vísi­töl­unni.  

„Flug­far­gjöld eru tekin inn í vísi­töl­una mán­uð­inn sem flugið er flog­ið, en ekki mán­uð­inn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febr­úar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísi­töl­una núna. Hag­stofan er í þeirri mjög svo sér­stöku stöðu að vera með verð­mæl­ingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjald­þrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hag­stofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að ein­ungis verði miðað við verð á keyptum flug­miðum af Icelanda­ir. Flug­far­gjöld til útlanda hafa lækkað mikið síð­ustu ár. Þannig var að með­al­tali 12,8% ódýr­ara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýr­ara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna fram­boðs og minni sam­keppni í kjöl­far gjald­þrots WOW air en einnig vegna hækk­unar olíu­verðs,“ segir í grein­ingu Lands­bank­ans.

Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent