Mikil hækkun flugfargjalda í kortunum

Greinendur bæði Landsbankans og Arion banka gera ráð fyrir að flugfargjöld muni hækka verulega á næstu misserum, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu.

flugvél
Auglýsing

Grein­endur Lands­bank­ans gera ráð fyrir að verð­bólga muni aukast á næstu miss­erum, og muni mæl­ast 3,2 pró­sent í apr­íl. Grein­endur Arion banka spáðu því að verð­bólgan færi í 3,3 pró­sent, en hún mælist nú 2,9 pró­sent. 

Meg­in­á­stæðan fyrir aukn­ingu verð­bólg­unnar er talin vera hækkun á flug­far­gjöld­um, en í spá Lands­bank­ans er gert ráð fyrir að 20 pró­sent hækkun á flug­far­gjöldum muni ýta verð­bólg­unni upp á við.

„Við gerum ráð fyrir 20 pró­sent hækkun á flug­far­gjöldum til útlanda. Þróun flug­far­gjalda til útlanda í mars og apríl fer að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mán­uði pásk­arnir lenda. Pásk­arnir eru mik­ill ferða­tími og eft­ir­spurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mar­s/­byrjun apríl og var óveru­leg breyt­ing á þessum lið milli sömu mán­aða. 2017 voru páskar vik­una eftir verð­könn­un­ar­vik­una og hækk­uðu flug­far­gjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verð­könn­un­ar­viku Hag­stof­unnar sem skýrir þessa hækk­un,“ segir í grein­ingu Lands­bank­ans

Auglýsing

Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands eru nú 4,5 pró­sent, en verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent. 

Í grein­ingu Lands­bank­ans er enn fremur fjallað um áhrif falls WOW air á þróun flug­far­gjalda, og hvernig Hag­stofa Íslands hefur verið að vega þátt WOW air inn í vísi­töl­una. ­Síð­ustu ár hefur Hag­stofan byggt verð­mæl­ingar sínar á flugi til útlanda á verði far­miða hjá Icelandair og WOW air. Hlut­deild WOW air var um þriðj­ungur af vísi­töl­unni.  

„Flug­far­gjöld eru tekin inn í vísi­töl­una mán­uð­inn sem flugið er flog­ið, en ekki mán­uð­inn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febr­úar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísi­töl­una núna. Hag­stofan er í þeirri mjög svo sér­stöku stöðu að vera með verð­mæl­ingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjald­þrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hag­stofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að ein­ungis verði miðað við verð á keyptum flug­miðum af Icelanda­ir. Flug­far­gjöld til útlanda hafa lækkað mikið síð­ustu ár. Þannig var að með­al­tali 12,8% ódýr­ara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýr­ara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna fram­boðs og minni sam­keppni í kjöl­far gjald­þrots WOW air en einnig vegna hækk­unar olíu­verðs,“ segir í grein­ingu Lands­bank­ans.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar
Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.
Kjarninn 18. október 2019
Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild
Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.
Kjarninn 18. október 2019
Innri markaðurinn var hugmynd Breta
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar um Brexit í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á morgun.
Kjarninn 17. október 2019
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent