Mikil hækkun flugfargjalda í kortunum

Greinendur bæði Landsbankans og Arion banka gera ráð fyrir að flugfargjöld muni hækka verulega á næstu misserum, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu.

flugvél
Auglýsing

Grein­endur Lands­bank­ans gera ráð fyrir að verð­bólga muni aukast á næstu miss­erum, og muni mæl­ast 3,2 pró­sent í apr­íl. Grein­endur Arion banka spáðu því að verð­bólgan færi í 3,3 pró­sent, en hún mælist nú 2,9 pró­sent. 

Meg­in­á­stæðan fyrir aukn­ingu verð­bólg­unnar er talin vera hækkun á flug­far­gjöld­um, en í spá Lands­bank­ans er gert ráð fyrir að 20 pró­sent hækkun á flug­far­gjöldum muni ýta verð­bólg­unni upp á við.

„Við gerum ráð fyrir 20 pró­sent hækkun á flug­far­gjöldum til útlanda. Þróun flug­far­gjalda til útlanda í mars og apríl fer að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mán­uði pásk­arnir lenda. Pásk­arnir eru mik­ill ferða­tími og eft­ir­spurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mar­s/­byrjun apríl og var óveru­leg breyt­ing á þessum lið milli sömu mán­aða. 2017 voru páskar vik­una eftir verð­könn­un­ar­vik­una og hækk­uðu flug­far­gjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verð­könn­un­ar­viku Hag­stof­unnar sem skýrir þessa hækk­un,“ segir í grein­ingu Lands­bank­ans

Auglýsing

Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands eru nú 4,5 pró­sent, en verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent. 

Í grein­ingu Lands­bank­ans er enn fremur fjallað um áhrif falls WOW air á þróun flug­far­gjalda, og hvernig Hag­stofa Íslands hefur verið að vega þátt WOW air inn í vísi­töl­una. ­Síð­ustu ár hefur Hag­stofan byggt verð­mæl­ingar sínar á flugi til útlanda á verði far­miða hjá Icelandair og WOW air. Hlut­deild WOW air var um þriðj­ungur af vísi­töl­unni.  

„Flug­far­gjöld eru tekin inn í vísi­töl­una mán­uð­inn sem flugið er flog­ið, en ekki mán­uð­inn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febr­úar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísi­töl­una núna. Hag­stofan er í þeirri mjög svo sér­stöku stöðu að vera með verð­mæl­ingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjald­þrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hag­stofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að ein­ungis verði miðað við verð á keyptum flug­miðum af Icelanda­ir. Flug­far­gjöld til útlanda hafa lækkað mikið síð­ustu ár. Þannig var að með­al­tali 12,8% ódýr­ara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýr­ara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna fram­boðs og minni sam­keppni í kjöl­far gjald­þrots WOW air en einnig vegna hækk­unar olíu­verðs,“ segir í grein­ingu Lands­bank­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent