Mikil hækkun flugfargjalda í kortunum

Greinendur bæði Landsbankans og Arion banka gera ráð fyrir að flugfargjöld muni hækka verulega á næstu misserum, með tilheyrandi áhrifum á verðbólgu.

flugvél
Auglýsing

Grein­endur Lands­bank­ans gera ráð fyrir að verð­bólga muni aukast á næstu miss­erum, og muni mæl­ast 3,2 pró­sent í apr­íl. Grein­endur Arion banka spáðu því að verð­bólgan færi í 3,3 pró­sent, en hún mælist nú 2,9 pró­sent. 

Meg­in­á­stæðan fyrir aukn­ingu verð­bólg­unnar er talin vera hækkun á flug­far­gjöld­um, en í spá Lands­bank­ans er gert ráð fyrir að 20 pró­sent hækkun á flug­far­gjöldum muni ýta verð­bólg­unni upp á við.

„Við gerum ráð fyrir 20 pró­sent hækkun á flug­far­gjöldum til útlanda. Þróun flug­far­gjalda til útlanda í mars og apríl fer að mjög miklu leyti eftir því í hvorum mán­uði pásk­arnir lenda. Pásk­arnir eru mik­ill ferða­tími og eft­ir­spurn og verð eftir flugi því hærra. Árin 2015, 2016 og 2018 féllu páskar í lok mar­s/­byrjun apríl og var óveru­leg breyt­ing á þessum lið milli sömu mán­aða. 2017 voru páskar vik­una eftir verð­könn­un­ar­vik­una og hækk­uðu flug­far­gjöld til útlanda þá um tæp 15%. Í ár eru páskar tveimur vikum á eftir verð­könn­un­ar­viku Hag­stof­unnar sem skýrir þessa hækk­un,“ segir í grein­ingu Lands­bank­ans

Auglýsing

Meg­in­vextir Seðla­banka Íslands eru nú 4,5 pró­sent, en verð­bólgu­mark­miðið er 2,5 pró­sent. 

Í grein­ingu Lands­bank­ans er enn fremur fjallað um áhrif falls WOW air á þróun flug­far­gjalda, og hvernig Hag­stofa Íslands hefur verið að vega þátt WOW air inn í vísi­töl­una. ­Síð­ustu ár hefur Hag­stofan byggt verð­mæl­ingar sínar á flugi til útlanda á verði far­miða hjá Icelandair og WOW air. Hlut­deild WOW air var um þriðj­ungur af vísi­töl­unni.  

„Flug­far­gjöld eru tekin inn í vísi­töl­una mán­uð­inn sem flugið er flog­ið, en ekki mán­uð­inn sem flugið er keypt. Alla jafna hefði flug sem keypt var í febr­úar og mars og flogið hefði í apríl átt að koma inn í vísi­töl­una núna. Hag­stofan er í þeirri mjög svo sér­stöku stöðu að vera með verð­mæl­ingar á flugi sem ekki verður flogið vegna gjald­þrots WOW air. Það er alls óvíst hvernig Hag­stofan mun snúa sér í þessu og þá hvort að ein­ungis verði miðað við verð á keyptum flug­miðum af Icelanda­ir. Flug­far­gjöld til útlanda hafa lækkað mikið síð­ustu ár. Þannig var að með­al­tali 12,8% ódýr­ara að fljúga til útlanda 2018 en 2017 og 15,5% ódýr­ara 2017 en 2016. Við eigum von á að þessi þróun gangi til baka á þessu ári sökum minna fram­boðs og minni sam­keppni í kjöl­far gjald­þrots WOW air en einnig vegna hækk­unar olíu­verðs,“ segir í grein­ingu Lands­bank­ans.

Hitamet í heiminum í júlí – enn á ný
Júlímánuður var sá heitasti frá því að mælingar hófust, fyrir 140 árum. Því fylgja fleiri jakkalausir dagar fyrir Íslendinga, en líka sýnilegar hamfarir víða um heim.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent