Vinnunni ekki lokið þó samningar séu undirritaðir

Forseti ASÍ segir það verkefni einstakra aðildarfélaga ASÍ og heildarsamtakanna að fylgja málum fast eftir og stjórnvalda að standa við stóru orðin.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir að vinn­unni sé ekki lokið þó kjara­samn­ingar séu und­ir­rit­að­ir. Samn­ing­arnir og yfir­lýs­ing stjórn­valda bjóði upp á tölu­verða eft­ir­fylgni og ljóst sé að það verði verk­efni ein­stakra aðild­ar­fé­laga ASÍ og heild­ar­sam­tak­anna að fylgja málum fast eftir og stjórn­valda að standa við stóru orð­in. Þetta kemur fram í viku­legum pistli Drífu.

„Þess ber líka að geta að iðn­að­ar­menn eiga eftir að ganga frá samn­ingum og sama má segja um nokkra aðra stóra hópa innan ASÍ, þar á meðal flug­freyjur og leið­sögu­menn svo ein­hverjir séu nefnd­ir. Allir hóp­arnir komu þó með inn­legg í við­ræður við stjórn­völd og þar skipti ekki síst máli áherslur iðn­að­ar­manna á breyt­ingar á líf­eyr­is­málum og áfram­hald­andi mögu­leika á að nið­ur­greiða hús­næð­is­lán með sér­eigna­sparn­að­i,“ skrifar hún.

Drífa sótti fundi hjá bæði VR og Efl­ingu í vik­unni þar sem nýir kjara­samn­ingar voru kynnt­ir. „Í samn­ing­unum var allt undir og sama má segja um fund­ina en flestar spurn­ing­arnar lutu þó að stytt­ingu vinnu­vik­unnar og skatta­til­lögum stjórn­valda.“

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri ITUC sagði samn­ing­inn vera sam­stöðu­að­gerð

Hún segir enn fremur að þó það sé ánægju­legt að sækja fundi hjá aðild­ar­fé­lögum þá verði hún að segja að enn meiri ánægju hafi veitt henni að segja erlendum gestum frá árangri þeirra í nýaf­stöðnum samn­ing­um. „Það kemur þeim spánskt fyrir sjónir að svo mikið hafi verið undir og að raun­veru­legar sam­fé­lags­breyt­ingar séu nið­ur­stað­an. Sharan Burrow, fram­kvæmda­stjóri alþjóða­sam­taka verka­lýðs­fé­laga (IT­UC), sagði samn­ing­inn vera „act of solida­rity“ eða sam­stöðu­að­gerð og í anda alþjóð­legrar bar­áttu vinn­andi fólks fyrir betri sam­fé­lagi.

En þegar allt er und­ir, gleym­ist stundum að segja frá smá­sigrunum sem röt­uðu inn í samn­inga ýmist hjá verka­fólki eða versl­un­ar­mönn­um. Þannig var líka samið um að styrkja rétt­indi ung­menna (færri á ung­menna­launum en áður), auka rétt­indi verka­fólks til að sinna veikum börn­um, upp­sagn­ar­á­kvæði í SGS samn­ingnum voru styrkt, rétt­indi trún­að­ar­manna voru auk­in, rétt­ur­inn til orlofstöku utan orlofs­tíma­bila stað­fest­ur, túlka­þjón­usta auk­in, bann við kyn­bund­inni mis­munun í vinnu­fatn­aði inn­leidd, flutn­ingur áunn­inna rétt­inda við aðila­skipti að fyr­ir­tækjum tryggð­ur, auk­inn réttur fólks sem leigir hús­næði af atvinnu­rek­anda, menntun starfs­fólks í versl­unum styrkt auk fjölda ann­arra atriða sem í flestum öðrum samn­ingum hefðu talist til stór­sigr­a,“ segir Drífa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljarða tap Arion banka
Taprekstur hjá Valitor, TravelCo og fall kísilverksmiðjunnar í Helguvík, leiða til milljarðaniðurfærslna í efnahagsreikningi Arion banka.
Kjarninn 14. október 2019
Stjórnvöld nýti tækifærið til að færa heimilum betri vaxtakjör
Samtök atvinnulífsins telja að stjórnvöld eigi að hraða því að lækka sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, meðal annars til að lækka vexti á lánum til heimila og fyrirtækja.
Kjarninn 14. október 2019
Bankasýslan fagnar lækkun bankaskattsins
Bankasýsla ríkisins heldur á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Kjarninn 14. október 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokksþingmaður vill lækka bankaskattinn hægar
Stefnt er að því að bankaskattur verði lækkaður í skrefum frá árinu 2021. Tekjutap ríkissjóðs vegna þessa er áætlað á nokkurra ára tímabili vel á annan tug milljarða, en vonast er til þess að kjör neytenda batni á móti.
Kjarninn 14. október 2019
Ketill Sigurjónsson
Unaðsstundir við Olíufljótið
Kjarninn 14. október 2019
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent