Vinnunni ekki lokið þó samningar séu undirritaðir

Forseti ASÍ segir það verkefni einstakra aðildarfélaga ASÍ og heildarsamtakanna að fylgja málum fast eftir og stjórnvalda að standa við stóru orðin.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, segir að vinn­unni sé ekki lokið þó kjara­samn­ingar séu und­ir­rit­að­ir. Samn­ing­arnir og yfir­lýs­ing stjórn­valda bjóði upp á tölu­verða eft­ir­fylgni og ljóst sé að það verði verk­efni ein­stakra aðild­ar­fé­laga ASÍ og heild­ar­sam­tak­anna að fylgja málum fast eftir og stjórn­valda að standa við stóru orð­in. Þetta kemur fram í viku­legum pistli Drífu.

„Þess ber líka að geta að iðn­að­ar­menn eiga eftir að ganga frá samn­ingum og sama má segja um nokkra aðra stóra hópa innan ASÍ, þar á meðal flug­freyjur og leið­sögu­menn svo ein­hverjir séu nefnd­ir. Allir hóp­arnir komu þó með inn­legg í við­ræður við stjórn­völd og þar skipti ekki síst máli áherslur iðn­að­ar­manna á breyt­ingar á líf­eyr­is­málum og áfram­hald­andi mögu­leika á að nið­ur­greiða hús­næð­is­lán með sér­eigna­sparn­að­i,“ skrifar hún.

Drífa sótti fundi hjá bæði VR og Efl­ingu í vik­unni þar sem nýir kjara­samn­ingar voru kynnt­ir. „Í samn­ing­unum var allt undir og sama má segja um fund­ina en flestar spurn­ing­arnar lutu þó að stytt­ingu vinnu­vik­unnar og skatta­til­lögum stjórn­valda.“

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri ITUC sagði samn­ing­inn vera sam­stöðu­að­gerð

Hún segir enn fremur að þó það sé ánægju­legt að sækja fundi hjá aðild­ar­fé­lögum þá verði hún að segja að enn meiri ánægju hafi veitt henni að segja erlendum gestum frá árangri þeirra í nýaf­stöðnum samn­ing­um. „Það kemur þeim spánskt fyrir sjónir að svo mikið hafi verið undir og að raun­veru­legar sam­fé­lags­breyt­ingar séu nið­ur­stað­an. Sharan Burrow, fram­kvæmda­stjóri alþjóða­sam­taka verka­lýðs­fé­laga (IT­UC), sagði samn­ing­inn vera „act of solida­rity“ eða sam­stöðu­að­gerð og í anda alþjóð­legrar bar­áttu vinn­andi fólks fyrir betri sam­fé­lagi.

En þegar allt er und­ir, gleym­ist stundum að segja frá smá­sigrunum sem röt­uðu inn í samn­inga ýmist hjá verka­fólki eða versl­un­ar­mönn­um. Þannig var líka samið um að styrkja rétt­indi ung­menna (færri á ung­menna­launum en áður), auka rétt­indi verka­fólks til að sinna veikum börn­um, upp­sagn­ar­á­kvæði í SGS samn­ingnum voru styrkt, rétt­indi trún­að­ar­manna voru auk­in, rétt­ur­inn til orlofstöku utan orlofs­tíma­bila stað­fest­ur, túlka­þjón­usta auk­in, bann við kyn­bund­inni mis­munun í vinnu­fatn­aði inn­leidd, flutn­ingur áunn­inna rétt­inda við aðila­skipti að fyr­ir­tækjum tryggð­ur, auk­inn réttur fólks sem leigir hús­næði af atvinnu­rek­anda, menntun starfs­fólks í versl­unum styrkt auk fjölda ann­arra atriða sem í flestum öðrum samn­ingum hefðu talist til stór­sigr­a,“ segir Drífa.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent