Fall WOW air gæti gefið tilefni til aðhaldsaðgerða í Reykjavík

Gjaldþrot WOW air get­ur haft mik­il og al­var­leg áhrif á rekst­ur Reykja­vík­ur­borg­ar að mati áhættumats­deild­ar fjár­mála­skrif­stofu borg­ar­inn­ar. Hún segir borgarsjóð standa sterkan en að hann fari hratt lækkandi ef verstu spár ganga eftir.

img_4692_raw_0710130561_10191567693_o.jpg
Auglýsing

Gjald­þrot WOW a­ir ­getur haft mjög mikil áhrif á rekstur Reykja­vík­ur­borg­ar. Þetta kemur fram í sviðs­mynd áhættu­mats­deild­ar­ fjár­mála­skrif­stofu ­borg­ar­innar um efna­hags­leg áhrif af fall­i WOW a­ir. Þar segir að sjóð­staða borg­ar­ráðs sé sterk en fari hratt lækk­andi en helst þó jákvæð í um eitt og hálft ár eftir að fall WOW skellur á. Sam­kvæmt áhættu­mats­deild­inni gæti þessi lækk­andi sjóð­staða gefið til­efni til aðhalds­að­gerða borg­ar­innar auk end­ur­skoð­unar á fjár­fest­ing­ar­á­ætl­un. 

Gera ráð fyrir tals­verðum sam­drætti strax

Minn­is­blað áhættu­mats­deild­ar­innar var lagt fram á borg­ar­ráðs­fundi í gær. Í minn­is­blað­inu setur deildin upp sviðs­mynd þar sem áhrifin af fall­i WOW a­ir á helstu áhættu­þætti á rekstur og ­sjóðs­streymi A-hluta fjár­hags­á­ætl­unar Reykja­vík­ur­borgar eru skoð­uð. Sviðs­myndin tekur meðal ann­ars mið af nið­ur­stöðum grein­ingar starfs­hóps rík­is­stjórn­ar­innar frá því í fyrra um fall WOW a­ir og nýlegum grein­ingum Reykja­vík­ Economics og ­Arion ­banka um sama mál. 

Í sviðs­mynd deild­ar­innar er miðað við eins konar versta mögu­lega til­vik grein­ing­anna og metin eru afleidd áhrif á rekstur Reykja­vík­ur­borgar yfir 5 ára áætl­un­ar­tíma­bilið 2019 til 2023. Gert er ráð fyrir tals­verður sam­drætti strax í ár og að verð­bólga auk­ist fyrstu tvö árin miðað við for­­send­ur fjár­­hags­­á­ætl­­un­­ar, en nálg­ist síðan mark­mið Seðla­banka Íslands seinni hluta fimm ára áætl­­un­­ar­­tíma­bils­ins. Jafn­framt er gert ráð fyr­ir að vinn­u­­magn minnki um 1,5 pró­sent fyrsta árið en taki svo að aukast að nýju og nálg­ist svo lang­­tíma­með­al­tal síð­ustu tvö árin.

Auglýsing

Lægri arð­greiðslur frá OR

Þá segir í minn­is­blað­inu að talið sé að Orku­veita Reykja­víkur geti orðið fyrir miklum áhrifum af fall­i WOW a­ir, bæð­i ­vegna hærri verð­bólg­u og ­geng­is­veik­ing­ar. OR er með mikið af lánum sem ber­a ­eig­enda­á­byrgð og eru bæði í verð­tryggðum krónum og erlendri mynt. „Því ber að hafa í huga að auk­in verð­bólga og veik­ing geng­is hef­ur bein áhrif á skuld­bind­ingu Reykja­vík­­­ur­­borg­ar vegna OR og af­­borg­an­ir og vaxta­greiðslur fé­lags­ins af þeim skuld­bind­ing­um,“  seg­ir í minn­is­­blað­inu. Því er gert ráð fyrir lægri arð­greiðsl­u­m frá OR fyrstu tvö árin af fimm ára fjár­mála­á­ætl­un. 

Í sviðs­mynd­inni segir að fækkun ferða­manna, aukið fram­boð á hús­næði og minnk­andi eft­ir­spurn vegna hækk­andi hús­næð­is­verð mun leiða til þess að íbúða­verð hækki minna en gert er ráð fyrir í fjár­hags­á­ætlun Auk þess eru áhrif­in á verð á at­vinn­u­hús­næði sögð verða mun meiri, enda hafi sam­­drátt­ur í ferða­þjón­­ustu bein áhrif á hót­­el- og gist­i­­rými, veit­inga­staði og versl­un­­ar­hús­næð­i. ­Gert er ráð fyrir að verð á atvinnu­hús­næði lækki um um það bil 10 pró­sent á tveggja ára tíma­bil­i. 

Rekstr­ar­nið­ur­staða 3,3 millj­örðum lægri 

Sam­kvæmt sviðs­mynd­inni mun rekstr­ar­nið­ur­staða versna strax á fyrsta ári en talið er að nið­ur­staða þessa árs verði um 3,3 millj­örðum króna lægri en fjár­hags­á­ætlun gerði ráð fyr­ir­. Enn frem­ur er talið ­sjóð­staðan falli hratt yfir tíma­bilið og í lokin verði hand­bært fé orðið 35 millj­ónum króna lægra en gert er ráð fyrir í fjár­hags­á­ætl­un. Það er vegna minnk­andi tekna af útsvari, fast­eigna­gjöldum og sölu bygg­ing­ar­réttar og gatna­gerð­ar­gjalda. Auk þess sem verð á íbúð­ar­hús­næði hækki hægar en í fjár­hags­á­ætlun og verð á atvinnu­hús­næði lækki á tíma­bil­in­u. 

Í minn­is­blað­inu er þó bent á að nið­ur­stöður þeirra aðila sem lagðar eru til grund­vallar í sviðs­mynd deild­ar­innar séu háðar mik­illi óvissu sem og mat fjár­mála­skrif­stofu á afleiddum áhrifum af þeim á rekstur Reykja­vík­ur­borg­ar. „Óvíst er hvort og hversu hratt aðrir aðilar muni koma inn á flug­markað og fylla í skarð WOW a­ir ­sem og hversu mikið aðrar atvinnu­greinar geta tekið við því vinnu­afli sem tap­ast í ferða­þjón­ustu. Að auki eru almennt taldar ein­hverjar líkur á því að Seðla­bank­inn grípi í taumana og lækki vexti og örvi þar með hag­vöxt,“ segir að lokum í minn­is­blað­in­u. 

Mik­il­vægt að ­ferða­menn haldi áfram að koma 

Á fund­i ­borg­ar­ráðs í ­gær sögðu borg­­ar­ráðs­full­­trúar meiri­hlut­ans nið­ur­stöðu áhættu­mats­deild­ar­innar vera fóður í áherslur og við­brögð borg­ar­innar í kjöl­far gjald­þrots­ins. Nær allir ferða­menn sem komi til Íslands komi til Reykja­víkur og meg­in­þungi allra fyr­ir­tækja í ferða­þjón­ustu geri út frá borg­inn­i. „Þess vegna hef­ur borg­in gríð­ar­lega hags­muni að því að ferða­menn haldi áfram að koma til Íslands svo ferða­mennska haldi áfram að blómstra,“ seg­ir í bók­un­inni.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent