Drífa og Sólveig Anna fara fram á að skattabreytingar komi hratt til framkvæmda

Forseti ASÍ og formaður Eflingar segja að öll spjót standi á stjórnvöldum um að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verði framkvæmdar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, hafa sent frá sér sam­eig­in­lega til­kynn­ingu þar sem þær krefj­ast þess að stjórn­völd upp­lýsi um hvernig þær skatta­lækk­anir sem samið var um í „lífs­kjara­samn­ingn­um“ verði fram­kvæmd­ar.

Þegar ritað var undir kjara­samn­inga fyrir 110 þús­und manns, rúm­lega helm­ing íslensks vinnu­mark­að­ar, í byrjun apríl þá var það gert á grund­velli þess að stjórn­völd skuld­bundu sig til að ráð­ast í alls 42 aðgerðir til að liðka fyrir gerð þeirra.

Ein þeirra aðgerða, og sú sem skipti einna mestu máli, fólst í að gera breyt­ingar á tekju­skatts­­kerf­inu með því að bæta við þriðja skatt­­þrep­inu sem tryggja m.a. lægstu launa­hóp­unum tíu þús­und króna skatta­­lækkun á mán­uði.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segja Drífa og Sól­veig Anna að „í ljósi þeirra alvar­legu breyt­inga sem átt hafa sér stað á skatt­kerf­inu á síð­ustu ára­tug­um, þar sem skattar hafa verið færðir af tekju­háum hópum yfir á tekju­lága, krafð­ist verka­lýðs­hreyf­ingin vegna aug­ljósra sann­girn­is­sjón­ar­miða fjög­urra þrepa skatt­kerfis auk leið­rétt­ingar á fyrr­nefndri skatta­til­færslu. Lengra varð ekki kom­ist að þessu sinni en bar­átta Alþýðu­sam­bands­ins fyrir rétt­látu skatt­kerfi heldur áfram.“

Þær segja að skatt­kerf­is­breyt­ing­arnar þurfi að koma gratt til fram­kvæmda og án und­an­bragða og að full­trúar vinn­andi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði inn­leiddar á næstu þremur árum.  „Á þeim félags­fundum sem und­ir­rit­aðar hafa set­ið, þar sem samn­ing­arnir og yfir­lýs­ing stjórn­valda hefur verið kynnt, leggja félags­menn mikla áherslu á skjót svör af hálfu stjórn­valda. Öll spjót standa því á stjórn­völdum að svara kalli vinn­andi fólks og upp­lýsa um það hvernig fyr­ir­hug­aðar skatta­lækk­anir verða fram­kvæmd­ar. “

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent