Drífa og Sólveig Anna fara fram á að skattabreytingar komi hratt til framkvæmda

Forseti ASÍ og formaður Eflingar segja að öll spjót standi á stjórnvöldum um að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verði framkvæmdar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, hafa sent frá sér sam­eig­in­lega til­kynn­ingu þar sem þær krefj­ast þess að stjórn­völd upp­lýsi um hvernig þær skatta­lækk­anir sem samið var um í „lífs­kjara­samn­ingn­um“ verði fram­kvæmd­ar.

Þegar ritað var undir kjara­samn­inga fyrir 110 þús­und manns, rúm­lega helm­ing íslensks vinnu­mark­að­ar, í byrjun apríl þá var það gert á grund­velli þess að stjórn­völd skuld­bundu sig til að ráð­ast í alls 42 aðgerðir til að liðka fyrir gerð þeirra.

Ein þeirra aðgerða, og sú sem skipti einna mestu máli, fólst í að gera breyt­ingar á tekju­skatts­­kerf­inu með því að bæta við þriðja skatt­­þrep­inu sem tryggja m.a. lægstu launa­hóp­unum tíu þús­und króna skatta­­lækkun á mán­uði.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segja Drífa og Sól­veig Anna að „í ljósi þeirra alvar­legu breyt­inga sem átt hafa sér stað á skatt­kerf­inu á síð­ustu ára­tug­um, þar sem skattar hafa verið færðir af tekju­háum hópum yfir á tekju­lága, krafð­ist verka­lýðs­hreyf­ingin vegna aug­ljósra sann­girn­is­sjón­ar­miða fjög­urra þrepa skatt­kerfis auk leið­rétt­ingar á fyrr­nefndri skatta­til­færslu. Lengra varð ekki kom­ist að þessu sinni en bar­átta Alþýðu­sam­bands­ins fyrir rétt­látu skatt­kerfi heldur áfram.“

Þær segja að skatt­kerf­is­breyt­ing­arnar þurfi að koma gratt til fram­kvæmda og án und­an­bragða og að full­trúar vinn­andi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði inn­leiddar á næstu þremur árum.  „Á þeim félags­fundum sem und­ir­rit­aðar hafa set­ið, þar sem samn­ing­arnir og yfir­lýs­ing stjórn­valda hefur verið kynnt, leggja félags­menn mikla áherslu á skjót svör af hálfu stjórn­valda. Öll spjót standa því á stjórn­völdum að svara kalli vinn­andi fólks og upp­lýsa um það hvernig fyr­ir­hug­aðar skatta­lækk­anir verða fram­kvæmd­ar. “

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur því ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Útgáfufélag Fréttablaðsins tapaði 212 milljónum í fyrra
Rekstrartekjur útgáfufélagsins sem á Fréttablaðið, Hringbraut, DV og tengda miðla drógust saman á síðasta ári og tap varð á rekstrinum.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent