Drífa og Sólveig Anna fara fram á að skattabreytingar komi hratt til framkvæmda

Forseti ASÍ og formaður Eflingar segja að öll spjót standi á stjórnvöldum um að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verði framkvæmdar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, hafa sent frá sér sam­eig­in­lega til­kynn­ingu þar sem þær krefj­ast þess að stjórn­völd upp­lýsi um hvernig þær skatta­lækk­anir sem samið var um í „lífs­kjara­samn­ingn­um“ verði fram­kvæmd­ar.

Þegar ritað var undir kjara­samn­inga fyrir 110 þús­und manns, rúm­lega helm­ing íslensks vinnu­mark­að­ar, í byrjun apríl þá var það gert á grund­velli þess að stjórn­völd skuld­bundu sig til að ráð­ast í alls 42 aðgerðir til að liðka fyrir gerð þeirra.

Ein þeirra aðgerða, og sú sem skipti einna mestu máli, fólst í að gera breyt­ingar á tekju­skatts­­kerf­inu með því að bæta við þriðja skatt­­þrep­inu sem tryggja m.a. lægstu launa­hóp­unum tíu þús­und króna skatta­­lækkun á mán­uði.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segja Drífa og Sól­veig Anna að „í ljósi þeirra alvar­legu breyt­inga sem átt hafa sér stað á skatt­kerf­inu á síð­ustu ára­tug­um, þar sem skattar hafa verið færðir af tekju­háum hópum yfir á tekju­lága, krafð­ist verka­lýðs­hreyf­ingin vegna aug­ljósra sann­girn­is­sjón­ar­miða fjög­urra þrepa skatt­kerfis auk leið­rétt­ingar á fyrr­nefndri skatta­til­færslu. Lengra varð ekki kom­ist að þessu sinni en bar­átta Alþýðu­sam­bands­ins fyrir rétt­látu skatt­kerfi heldur áfram.“

Þær segja að skatt­kerf­is­breyt­ing­arnar þurfi að koma gratt til fram­kvæmda og án und­an­bragða og að full­trúar vinn­andi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði inn­leiddar á næstu þremur árum.  „Á þeim félags­fundum sem und­ir­rit­aðar hafa set­ið, þar sem samn­ing­arnir og yfir­lýs­ing stjórn­valda hefur verið kynnt, leggja félags­menn mikla áherslu á skjót svör af hálfu stjórn­valda. Öll spjót standa því á stjórn­völdum að svara kalli vinn­andi fólks og upp­lýsa um það hvernig fyr­ir­hug­aðar skatta­lækk­anir verða fram­kvæmd­ar. “

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent