Drífa og Sólveig Anna fara fram á að skattabreytingar komi hratt til framkvæmda

Forseti ASÍ og formaður Eflingar segja að öll spjót standi á stjórnvöldum um að svara kalli vinnandi fólks og upplýsa um hvernig fyrirhugaðar skattalækkanir verði framkvæmdar.

Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ), og Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, hafa sent frá sér sam­eig­in­lega til­kynn­ingu þar sem þær krefj­ast þess að stjórn­völd upp­lýsi um hvernig þær skatta­lækk­anir sem samið var um í „lífs­kjara­samn­ingn­um“ verði fram­kvæmd­ar.

Þegar ritað var undir kjara­samn­inga fyrir 110 þús­und manns, rúm­lega helm­ing íslensks vinnu­mark­að­ar, í byrjun apríl þá var það gert á grund­velli þess að stjórn­völd skuld­bundu sig til að ráð­ast í alls 42 aðgerðir til að liðka fyrir gerð þeirra.

Ein þeirra aðgerða, og sú sem skipti einna mestu máli, fólst í að gera breyt­ingar á tekju­skatts­­kerf­inu með því að bæta við þriðja skatt­­þrep­inu sem tryggja m.a. lægstu launa­hóp­unum tíu þús­und króna skatta­­lækkun á mán­uði.

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segja Drífa og Sól­veig Anna að „í ljósi þeirra alvar­legu breyt­inga sem átt hafa sér stað á skatt­kerf­inu á síð­ustu ára­tug­um, þar sem skattar hafa verið færðir af tekju­háum hópum yfir á tekju­lága, krafð­ist verka­lýðs­hreyf­ingin vegna aug­ljósra sann­girn­is­sjón­ar­miða fjög­urra þrepa skatt­kerfis auk leið­rétt­ingar á fyrr­nefndri skatta­til­færslu. Lengra varð ekki kom­ist að þessu sinni en bar­átta Alþýðu­sam­bands­ins fyrir rétt­látu skatt­kerfi heldur áfram.“

Þær segja að skatt­kerf­is­breyt­ing­arnar þurfi að koma gratt til fram­kvæmda og án und­an­bragða og að full­trúar vinn­andi fólks muni ekki sætta sig við að þær verði inn­leiddar á næstu þremur árum.  „Á þeim félags­fundum sem und­ir­rit­aðar hafa set­ið, þar sem samn­ing­arnir og yfir­lýs­ing stjórn­valda hefur verið kynnt, leggja félags­menn mikla áherslu á skjót svör af hálfu stjórn­valda. Öll spjót standa því á stjórn­völdum að svara kalli vinn­andi fólks og upp­lýsa um það hvernig fyr­ir­hug­aðar skatta­lækk­anir verða fram­kvæmd­ar. “

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent