Ásmundur Einar skipar þrjá nýja skrifstofustjóra

Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað þrjá nýja skrifstofustjóra til starfa í ráðuneytinu.

Erna Kristín Blöndal, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir
Erna Kristín Blöndal, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, hefur skipað þrjá nýja skrif­stofu­stjóra til starfa í ráðu­neyt­inu. Ernu Krist­ínu Blön­dal yfir skrif­stofu barna- og fjöl­skyldu­mála, Gunn­hildi Gunn­ars­dóttur yfir skrif­stofu hús­næð­is- og líf­eyr­is­mála og Bjarn­heiði Gauta­dóttur yfir skrif­stofu vinnu­mark­aðar og starfsend­ur­hæf­ing­ar. Þetta kemur fram í frétt félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Ákvörðun ráð­herra er í sam­ræmi við mat sér­stakrar hæfn­is­nefndar sem skipuð var til að meta hæfi umsækj­enda, segir í frétt­inni. Skipað er í emb­ætti skrif­stofu­stjóra til fimm ára í sam­ræmi við lög um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins.

Erna Kristín Blön­dal nýr skrif­stofu­stjóri barna- og fjöl­skyldu­mála tekur við emb­ætti 1. maí næst­kom­andi. Hún er með BA- og meistara­gráðu í lög­fræði frá Háskóla Íslands og stundar dokt­ors­nám í lög­fræði á sviði mann­rétt­inda­mála við sama skóla. Erna Kristín hefur víð­tæka reynslu af opin­berri stjórn­sýslu og stjórn­un­ar­störf­um. Hún starf­aði sem lög­fræð­ingur og verk­efna­stjóri hjá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu (nú dóms­mála­ráðu­neyt­inu) frá 2009 til 2016. Frá 2014 var hún sér­fræð­ingur þverpóli­tískrar þing­manna­nefndar um end­ur­skoðun útlend­inga­laga og fram­kvæmda­stjóri nor­rænnar stofn­unar um fólks­flutn­inga frá 2016-2018. Síð­ast­liðið ár hefur hún starfað sem verk­efna­stjóri hjá félags­mála­ráðu­neyt­inu og leitt vinnu sem lýtur að end­ur­skoðun barna­vernd­ar­laga og inn­leið­ingu á snemmtækri íhlut­un.

Auglýsing

Gunn­hildur Gunn­ars­dóttir nýr skrif­stofu­stjóri hús­næð­is- og líf­eyr­is­mála tekur við emb­ætti 1. júní næst­kom­andi. Hún er með emb­ætt­is­próf í lög­fræði frá Háskóla Íslands frá árinu 1992 og hlaut rétt­indi til að starfa sem hér­aðs­dóms­lög­maður árið 1995. Gunn­hildur hefur mikla reynslu af stjórnun og starfs­manna­haldi ásamt víð­tækri þekk­ingu á sviði opin­berrar stjórn­sýslu. Hún gegndi stjórn­ar­störfum hjá Íbúða­lána­sjóði á árum 1999 til 2016 og var lengst af fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs. Gunn­hildur hefur að und­an­förnu gengt starfi lög­fræð­ings hjá Gæða- og eft­ir­lits­stofnun félags­þjón­ustu og barna­vernd­ar.

Bjarn­heiður Gauta­dóttir hefur frá jan­úar 2019 verið stað­geng­ill setts skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu lífs­kjara og vinnu­mála og verið settur skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu vinnu­mark­aðar og starfsend­ur­hæf­ingar frá febr­úar 2019. Hún verður form­lega sett í emb­ætti 1. maí næst­kom­andi. Bjarn­heiður er með emb­ætt­is­próf í lög­fræði frá Háskóla Íslands frá árinu 2006. Hún hefur starfað sem sér­fræð­ingur á sviði vinnu­mark­aðs­mála í félags­mála­ráðu­neyt­inu (áður vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið/­fé­lags- og trygg­inga­mála­ráðu­neyt­ið) frá 2006. Bjarn­heiður hefur meðal ann­ars haft umsjón með inn­leið­ingu til­skip­ana frá Evr­ópu­sam­band­inu og leitt nefndir og vinnu­hópa í tengslum við gerð laga­frum­varpa og reglu­gerða í sam­vinnu við hags­muna­að­ila. Eins tekið þátt í starfi nor­rænnar nefndar á sviði vinnu­rétt­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Séra Jakob Rolland, prestur kaþólsku kirkjunnar í Reykjavík.
Kaþólska kirkjan vill hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi
Prestur innan kaþólsku kirkjunnar segir að kaþólska kirkjan myndi vissulega vilja hafa meiri áhrif á stjórnmál á Íslandi. Hann segir að rödd kaþólsku kirkjunnar hafi þó fengið lítinn hljómgrunn hjá stjórnvöldum á Íslandi hingað til.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent