Ásmundur Einar skipar þrjá nýja skrifstofustjóra

Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað þrjá nýja skrifstofustjóra til starfa í ráðuneytinu.

Erna Kristín Blöndal, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir
Erna Kristín Blöndal, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, hefur skipað þrjá nýja skrif­stofu­stjóra til starfa í ráðu­neyt­inu. Ernu Krist­ínu Blön­dal yfir skrif­stofu barna- og fjöl­skyldu­mála, Gunn­hildi Gunn­ars­dóttur yfir skrif­stofu hús­næð­is- og líf­eyr­is­mála og Bjarn­heiði Gauta­dóttur yfir skrif­stofu vinnu­mark­aðar og starfsend­ur­hæf­ing­ar. Þetta kemur fram í frétt félags­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Ákvörðun ráð­herra er í sam­ræmi við mat sér­stakrar hæfn­is­nefndar sem skipuð var til að meta hæfi umsækj­enda, segir í frétt­inni. Skipað er í emb­ætti skrif­stofu­stjóra til fimm ára í sam­ræmi við lög um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins.

Erna Kristín Blön­dal nýr skrif­stofu­stjóri barna- og fjöl­skyldu­mála tekur við emb­ætti 1. maí næst­kom­andi. Hún er með BA- og meistara­gráðu í lög­fræði frá Háskóla Íslands og stundar dokt­ors­nám í lög­fræði á sviði mann­rétt­inda­mála við sama skóla. Erna Kristín hefur víð­tæka reynslu af opin­berri stjórn­sýslu og stjórn­un­ar­störf­um. Hún starf­aði sem lög­fræð­ingur og verk­efna­stjóri hjá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu (nú dóms­mála­ráðu­neyt­inu) frá 2009 til 2016. Frá 2014 var hún sér­fræð­ingur þverpóli­tískrar þing­manna­nefndar um end­ur­skoðun útlend­inga­laga og fram­kvæmda­stjóri nor­rænnar stofn­unar um fólks­flutn­inga frá 2016-2018. Síð­ast­liðið ár hefur hún starfað sem verk­efna­stjóri hjá félags­mála­ráðu­neyt­inu og leitt vinnu sem lýtur að end­ur­skoðun barna­vernd­ar­laga og inn­leið­ingu á snemmtækri íhlut­un.

Auglýsing

Gunn­hildur Gunn­ars­dóttir nýr skrif­stofu­stjóri hús­næð­is- og líf­eyr­is­mála tekur við emb­ætti 1. júní næst­kom­andi. Hún er með emb­ætt­is­próf í lög­fræði frá Háskóla Íslands frá árinu 1992 og hlaut rétt­indi til að starfa sem hér­aðs­dóms­lög­maður árið 1995. Gunn­hildur hefur mikla reynslu af stjórnun og starfs­manna­haldi ásamt víð­tækri þekk­ingu á sviði opin­berrar stjórn­sýslu. Hún gegndi stjórn­ar­störfum hjá Íbúða­lána­sjóði á árum 1999 til 2016 og var lengst af fram­kvæmda­stjóri lög­fræðis­viðs. Gunn­hildur hefur að und­an­förnu gengt starfi lög­fræð­ings hjá Gæða- og eft­ir­lits­stofnun félags­þjón­ustu og barna­vernd­ar.

Bjarn­heiður Gauta­dóttir hefur frá jan­úar 2019 verið stað­geng­ill setts skrif­stofu­stjóra á skrif­stofu lífs­kjara og vinnu­mála og verið settur skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu vinnu­mark­aðar og starfsend­ur­hæf­ingar frá febr­úar 2019. Hún verður form­lega sett í emb­ætti 1. maí næst­kom­andi. Bjarn­heiður er með emb­ætt­is­próf í lög­fræði frá Háskóla Íslands frá árinu 2006. Hún hefur starfað sem sér­fræð­ingur á sviði vinnu­mark­aðs­mála í félags­mála­ráðu­neyt­inu (áður vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið/­fé­lags- og trygg­inga­mála­ráðu­neyt­ið) frá 2006. Bjarn­heiður hefur meðal ann­ars haft umsjón með inn­leið­ingu til­skip­ana frá Evr­ópu­sam­band­inu og leitt nefndir og vinnu­hópa í tengslum við gerð laga­frum­varpa og reglu­gerða í sam­vinnu við hags­muna­að­ila. Eins tekið þátt í starfi nor­rænnar nefndar á sviði vinnu­rétt­ar.

Tekjuhæstu forstjórar landsins með á þriðja tug milljóna á mánuði
Tekjublöðin koma út í dag og á morgun. Sex forstjórar voru með yfir tíu milljónir króna á mánuði í tekjur að meðaltali í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Dauðu atkvæðin gætu gert stjórnarmyndun auðveldari
Stuðningur við ríkisstjórnina er kominn aftur undir 40 prósent, nú þegar kjörtímabilið er rúmlega hálfnað. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna dugar ekki til meirihluta en ekki vantar mikið upp á.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent