Kaupfélag Skagfirðinga lagði Morgunblaðinu til fé í upphafi árs

Upplýsingar um eignarhald á eiganda Morgunblaðsins sem birtar eru á heimasíðu fjölmiðlanefndar eru ekki í samræmi við upplýsingar sem komu fram í viðtali við forsvarsmann eins hluthafans í viðtali við blaðið á miðvikudag.

Morgunblaðið
Auglýsing

Ósam­ræmi er í upp­lýs­ingum um eign­ar­hlut Kaup­fé­lags Skag­firð­inga (KS) í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, sem birt­ust í við­tali við Þórólf Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóra, í blað­inu á mið­viku­dag, og þeim upp­lýs­ingum sem birtar eru á heima­síðu Fjöl­miðla­nefnd­ar.

Í við­tal­inu við Þórólf kom fram að KS ætti ríf­lega fimmt­ungs­hlut, eða yfir 20 pró­sent, í Þórs­mörk ehf., eig­anda Árvak­urs. Sam­kvæmt skrán­ingu sem birt er á heima­síðu fjöl­miðla­nefndar segir að KS eigi, í gegnum dótt­ur­fé­lagið Íslenskar sjáv­ar­af­urðir ehf., 15,84 pró­sent hlut í Þórs­mörk.

Sam­kvæmt lögum um fjöl­miðla á að til­kynna henni um allar eig­enda­breyt­ingar á fjöl­miðlum innan tveggja virkra daga frá því að kaup­samn­ingur er gerð­ur. Í ljósi þess að hluta­fjár­aukn­ing í Árvakri var skráð 21. jan­úar síð­ast­lið­inn þá hefur ekki verið farið eftir ofan­greindum lögum um skrán­ingu á eign­ar­haldi, enda má ekki skrá nýtt hlutafé nema að það hafi þegar verið greitt.

Auglýsing
Upplýsingar um eign­ar­hald á Þórs­mörk voru síð­ast upp­færðar á heima­síðu fjöl­miðla­nefndar 13. sept­em­ber 2017.

Heim­ild til að auka hlutafé um allt að 400 millj­ónir

Árvakur er útgáfu­­fé­lag Morg­un­­blaðs­ins, mbl.is og útvarps­­­stöðv­­­ar­innar K100. Félagið er eina eign Þór­s­­merk­­ur. Árvakur hefur glímt við mik­inn halla­­rekstur á und­an­­förnum árum og hlut­hafar þess hafa ítrekað þurft að leggja útgáf­unni til fé.

Tap félags­­ins á árinu 2017 var til að mynda 284 millj­­ónir króna. Það var fimm­falt meira tap en árið 2016. Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009 og fram til loka árs 2017 tap­aði félagið tæp­­­lega 1,8 millj­­­örðum króna. Þótt árs­reikn­ingur fyrir árið 2018 hafi ekki verið birtur virð­ist ljóst að Árvakur hélt áfram að tapa pen­ingum í fyrra.

Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar síð­ast­liðnum að hlutafé í Þórs­mörk, eig­anda Árvak­urs, hefði verið aukið um 200 millj­ónir króna þann 21. jan­úar 2019. Auk þess var sam­­þykktum félags­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­féð um allt að 400 millj­­ónir króna til við­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir til árs­loka 2019.

KS setti 100 millj­ónir inn í byrjun árs

Í Frétta­­blað­inu sama dag var haft eftir Sig­­ur­birni Magn­ús­­syni, stjórn­­­ar­­for­­manni Þór­s­­merk­­ur, að hluta­fjár­­aukn­ingin hefði öll komið frá þeim hlut­höfum sem fyrir voru.

Því hefði hlut­hafa­hópur félags­­ins ekki tekið breyt­ing­­um. Ekk­ert var hins vegar greint frá því hverjir úr hlut­hafa­hópnum hefðu lagt félag­inu til nýtt fé.

Miðað við þær upp­lýs­ingar sem birt­ust í við­tal­inu við Þórólf þá hefur KS lagt til að minnsta kosti helm­ing þess nýja hluta­fjár sem lagt var inn í Þórs­mörk í jan­ú­ar, eða 100 millj­ónir króna. Áður átti félagið 225 millj­ónir hluta af 1.421 millj­óna hluta­fé. Nú á KS að minnsta kosti 20 pró­sent af 1.621 milljón hluta­fé, eða að minnsta kosti 325 millj­ónir hluta.

Stærsti eig­andi Þórs­merkur eru félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja. Fyrir hluta­fjár­aukn­ing­una í jan­úar áttu þau tæp­lega 30 pró­sent í félag­inu.

Auglýsing
Aðrir stórir eig­endur eru félagið Ram­ses II, í eigu Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Reykja­vík­­­ur­­borg, sem átti 22,87 pró­­sent eign­­ar­hlut fyrir hluta­fjár­aukn­ingu og KS.

Flestir aðrir eig­endur Þórs­merkur tengj­ast sjáv­ar­út­vegi.

Kaup­fé­lags­stjór­inn telur vand­aða fjöl­miðla mik­il­væga

Í við­tal­inu við Morg­un­blaðið á mið­viku­dag var Þórólfur spurður um það hvað varð til þess KS ákvað að fjár­festa í fjöl­miðla­rekstri. „Við lítum þannig á að það sé mik­il­vægt að til staðar séu vand­aðir fjöl­miðlar sem ekki eru rík­is­rekn­ir. Ríkið er fyr­ir­ferð­ar­mikið á þessum mark­aði sem er ekki hollt til lengd­ar, og í raun mjög umhugs­un­ar­vert, enda þörfin ekki eins brýn og áður var. Ríkið rak einu sinni dreifi­kerfi á kart­öfl­um, en er hætt því sem dæmi. Þessi mikli rekstur rík­is­ins á fjöl­miðlum býður upp á ákveðna hættu. Að fjöl­mið­ill­inn verði ríki í rík­is­kerf­inu og leiði skoð­ana­mynd­un. Við þekkjum það í löndum þar sem ekki er virkt lýð­ræði, að þar eru rík­is­fjöl­miðlar mjög fyr­ir­ferð­ar­mikl­ir.“

Í kjöl­far þess að nýir eig­endur tóku við Morg­un­blað­inu á árinu 2009 voru Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, borg­ar­stjóri, for­sæt­is­ráð­herra, utan­rík­is­ráð­herra og seðla­banka­stjóri, og Har­aldur Johann­essen, sem hafði verið rit­stjóri og eig­andi Við­skipta­blaðs­ins, ráðnir rit­stjórar Morg­un­blaðs­ins. Þeir sinna enn því starfi.

Þegar þeir voru ráðnir lásu 43 pró­sent lands­manna Morg­un­blað­ið. Í síð­ustu mæl­ingu Gallup á lestri blaðs­ins mæld­ist hann 23,9 pró­sent.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur segir „komið að stjórnvöldum“ að taka ákvarðanir
Við þurfum að læra að lifa með kórónuveirunni næstu mánuði og jafnvel ár og því er komið að hafa sjónarmið annarra en sóttvarnalæknis í ákvarðanatöku. „Ég held að það sé komið að stjórnvöldum að koma meira inn í það,“ segir Þórólfur Guðnason.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Það verður ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár.
Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka aflýst
Reykjavíkumaraþoni Íslandsbanka, sem fram átti að fara 22. ágúst, hefur verið aflýst. Allar skráningar í hlaupið verða færðar fram um eitt ár, en þeir sem þess óska geta fengið endurgreiðslu.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason sýna hér hvað tveir metrar eru um það bil langir.
Víðir: Rýmisgreind fólks er mismunandi
Meirihluti þeirra sem sýkst hefur af COVID-19 síðustu daga er ungt fólk. Landlæknir segir engan vilja lenda í því að sýkja aðra og biðlar til ungs fólks og aðstandenda þeirra að skerpa á sóttvarnarreglum.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
Kjarninn 4. ágúst 2020
83 nú með COVID-19
Þrjú ný tilfelli COVID-19 greindust hér á landi í gær, tvö hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. 83 eru því með virk smit af kórónuveirunni og í einangrun.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Ketill Sigurjónsson
Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna
Kjarninn 4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Ekki lengur aðeins sóttvarnamál
Baráttan við kórónuveiruna er ekki lengur aðeins sóttvarnamál heldur einnig pólitískt og efnahagslegt. „Það eru fleiri sem þurfa að koma að borðinu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kjarninn 4. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent