Kaupfélag Skagfirðinga lagði Morgunblaðinu til fé í upphafi árs

Upplýsingar um eignarhald á eiganda Morgunblaðsins sem birtar eru á heimasíðu fjölmiðlanefndar eru ekki í samræmi við upplýsingar sem komu fram í viðtali við forsvarsmann eins hluthafans í viðtali við blaðið á miðvikudag.

Morgunblaðið
Auglýsing

Ósam­ræmi er í upp­lýs­ingum um eign­ar­hlut Kaup­fé­lags Skag­firð­inga (KS) í Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins, sem birt­ust í við­tali við Þórólf Gísla­son, kaup­fé­lags­stjóra, í blað­inu á mið­viku­dag, og þeim upp­lýs­ingum sem birtar eru á heima­síðu Fjöl­miðla­nefnd­ar.

Í við­tal­inu við Þórólf kom fram að KS ætti ríf­lega fimmt­ungs­hlut, eða yfir 20 pró­sent, í Þórs­mörk ehf., eig­anda Árvak­urs. Sam­kvæmt skrán­ingu sem birt er á heima­síðu fjöl­miðla­nefndar segir að KS eigi, í gegnum dótt­ur­fé­lagið Íslenskar sjáv­ar­af­urðir ehf., 15,84 pró­sent hlut í Þórs­mörk.

Sam­kvæmt lögum um fjöl­miðla á að til­kynna henni um allar eig­enda­breyt­ingar á fjöl­miðlum innan tveggja virkra daga frá því að kaup­samn­ingur er gerð­ur. Í ljósi þess að hluta­fjár­aukn­ing í Árvakri var skráð 21. jan­úar síð­ast­lið­inn þá hefur ekki verið farið eftir ofan­greindum lögum um skrán­ingu á eign­ar­haldi, enda má ekki skrá nýtt hlutafé nema að það hafi þegar verið greitt.

Auglýsing
Upplýsingar um eign­ar­hald á Þórs­mörk voru síð­ast upp­færðar á heima­síðu fjöl­miðla­nefndar 13. sept­em­ber 2017.

Heim­ild til að auka hlutafé um allt að 400 millj­ónir

Árvakur er útgáfu­­fé­lag Morg­un­­blaðs­ins, mbl.is og útvarps­­­stöðv­­­ar­innar K100. Félagið er eina eign Þór­s­­merk­­ur. Árvakur hefur glímt við mik­inn halla­­rekstur á und­an­­förnum árum og hlut­hafar þess hafa ítrekað þurft að leggja útgáf­unni til fé.

Tap félags­­ins á árinu 2017 var til að mynda 284 millj­­ónir króna. Það var fimm­falt meira tap en árið 2016. Frá því að nýir eig­endur tóku við rekstr­inum árið 2009 og fram til loka árs 2017 tap­aði félagið tæp­­­lega 1,8 millj­­­örðum króna. Þótt árs­reikn­ingur fyrir árið 2018 hafi ekki verið birtur virð­ist ljóst að Árvakur hélt áfram að tapa pen­ingum í fyrra.

Kjarn­inn greindi frá því í febr­úar síð­ast­liðnum að hlutafé í Þórs­mörk, eig­anda Árvak­urs, hefði verið aukið um 200 millj­ónir króna þann 21. jan­úar 2019. Auk þess var sam­­þykktum félags­­ins breytt á þann veg að stjórn þess er heim­ilt að hækka hluta­­féð um allt að 400 millj­­ónir króna til við­­bótar með útgáfu nýrra hluta. Sú heim­ild gildir til árs­loka 2019.

KS setti 100 millj­ónir inn í byrjun árs

Í Frétta­­blað­inu sama dag var haft eftir Sig­­ur­birni Magn­ús­­syni, stjórn­­­ar­­for­­manni Þór­s­­merk­­ur, að hluta­fjár­­aukn­ingin hefði öll komið frá þeim hlut­höfum sem fyrir voru.

Því hefði hlut­hafa­hópur félags­­ins ekki tekið breyt­ing­­um. Ekk­ert var hins vegar greint frá því hverjir úr hlut­hafa­hópnum hefðu lagt félag­inu til nýtt fé.

Miðað við þær upp­lýs­ingar sem birt­ust í við­tal­inu við Þórólf þá hefur KS lagt til að minnsta kosti helm­ing þess nýja hluta­fjár sem lagt var inn í Þórs­mörk í jan­ú­ar, eða 100 millj­ónir króna. Áður átti félagið 225 millj­ónir hluta af 1.421 millj­óna hluta­fé. Nú á KS að minnsta kosti 20 pró­sent af 1.621 milljón hluta­fé, eða að minnsta kosti 325 millj­ónir hluta.

Stærsti eig­andi Þórs­merkur eru félög tengd Ísfé­lagi Vest­manna­eyja. Fyrir hluta­fjár­aukn­ing­una í jan­úar áttu þau tæp­lega 30 pró­sent í félag­inu.

Auglýsing
Aðrir stórir eig­endur eru félagið Ram­ses II, í eigu Eyþórs Arn­alds, odd­vita Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Reykja­vík­­­ur­­borg, sem átti 22,87 pró­­sent eign­­ar­hlut fyrir hluta­fjár­aukn­ingu og KS.

Flestir aðrir eig­endur Þórs­merkur tengj­ast sjáv­ar­út­vegi.

Kaup­fé­lags­stjór­inn telur vand­aða fjöl­miðla mik­il­væga

Í við­tal­inu við Morg­un­blaðið á mið­viku­dag var Þórólfur spurður um það hvað varð til þess KS ákvað að fjár­festa í fjöl­miðla­rekstri. „Við lítum þannig á að það sé mik­il­vægt að til staðar séu vand­aðir fjöl­miðlar sem ekki eru rík­is­rekn­ir. Ríkið er fyr­ir­ferð­ar­mikið á þessum mark­aði sem er ekki hollt til lengd­ar, og í raun mjög umhugs­un­ar­vert, enda þörfin ekki eins brýn og áður var. Ríkið rak einu sinni dreifi­kerfi á kart­öfl­um, en er hætt því sem dæmi. Þessi mikli rekstur rík­is­ins á fjöl­miðlum býður upp á ákveðna hættu. Að fjöl­mið­ill­inn verði ríki í rík­is­kerf­inu og leiði skoð­ana­mynd­un. Við þekkjum það í löndum þar sem ekki er virkt lýð­ræði, að þar eru rík­is­fjöl­miðlar mjög fyr­ir­ferð­ar­mikl­ir.“

Í kjöl­far þess að nýir eig­endur tóku við Morg­un­blað­inu á árinu 2009 voru Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, borg­ar­stjóri, for­sæt­is­ráð­herra, utan­rík­is­ráð­herra og seðla­banka­stjóri, og Har­aldur Johann­essen, sem hafði verið rit­stjóri og eig­andi Við­skipta­blaðs­ins, ráðnir rit­stjórar Morg­un­blaðs­ins. Þeir sinna enn því starfi.

Þegar þeir voru ráðnir lásu 43 pró­sent lands­manna Morg­un­blað­ið. Í síð­ustu mæl­ingu Gallup á lestri blaðs­ins mæld­ist hann 23,9 pró­sent.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs
Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.
Kjarninn 22. maí 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Guðmundur Andri: Málþóf fjandsamleg yfirtaka á Alþingi
Þingmaður Samfylkingarinnar hnýtir í Miðflokksmenn en hann telur að málþóf sé leið til þess að láta þingræðið ekki hafa sinn gang.
Kjarninn 22. maí 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankinn lækkar vexti um 0,5 prósentustig
Seðlabanki Íslands hefur lækkað vexti um 0,5 prósentustig í 4,0 prósent.
Kjarninn 22. maí 2019
Sturla Pálsson á meðal tveggja umsækjenda sem kvörtuðu yfir Sigríði
Tveir umsækjendur um stöðu seðlabankastjóra, sem skipað verður í fyrir miðjan næsta mánuð, hafa kvartað yfir setu Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd sem metur umsækjendur.
Kjarninn 22. maí 2019
Facebook tekur auglýsingu Orkunnar okkar úr birtingu
Aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, segir að Facebook hafi bannað notkun á auglýsingum Orkunnar okkar.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent