Vilhjálmur dregur framboð sitt til stjórnar Eimskips til baka – Óskar sjálfkjörinn

Búið er að leysa úr þrátefli sem skapaðist á síðasta aðalfundi Eimskip, þar sem ekki tókst að kjósa löglega stjórn. Frambjóðandi sem naut stuðnings lífeyrissjóða hefur dregið framboð sitt til baka og frambjóðandi á vegum Samherja er sjálfkjörinn.

eimskip
Auglýsing

Vilhjálmur Vilhjálmsson, fyrrverandi forstjóri HB Granda, hefur dregið framboð sitt til stjórnarsetu í Eimskipafélags Íslands (Eimskip) til baka. Hann mun þess í stað bjóða sig fram til varastjórnar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands sem birt var í morgun. 

Vegna ákvörðunar hans verður sjálfkjörið í stjórn Eimskip á framhaldsaðalfundi sem fram fer 26. apríl næstkomandi, en fimm aðrir sóttust eftir setu í fimm manna stjórn félagsins.

Kjarninn greindi frá því 29. mars síðastliðinn að ekki hefði tekist að kjósa lögmæta stjórn í Eimskip á aðalfundi félagsins sem fram fór daginn áður. Vegna þess úrskurðaði fundarstjóri að fresta ætti aðalfundinum í allt að mánuð.

Auglýsing

Við­mæl­endur Kjarn­ans úr hópi hlut­hafa sögðu að ástæðan hafi verið þrá­tefli vegna nið­ur­stöðu kosn­inga milli þeirra sex ein­stak­linga sem sótt­ust eftir fimm aðal­stjórn­ar­sæt­um.

Tvær kon­ur, Guð­rún Blöndal og Hrund Rúd­ólfs­dótt­ir, buðu sig fram og voru því í reynd sjálf­kjörnar vegna laga um kynja­kvóta í stjórnum félaga sem eru með fleiri en 50 starfs­menn sem segja að hlut­fall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40 pró­sent.

Fjórir karlar sótt­ust síðan eftir þeim þremur stjórn­ar­sætum sem eftir vor­u. Ann­ars vegar var um að ræða Lárus L. Blöndal lög­mann og Vil­hjálm Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi for­stjóra HB Granda, sem nutu stuðn­ings íslenskra líf­eyr­is­sjóða sem eiga sam­tals rúm­lega helm­ing allra hluta­bréfa í Eim­skip.

Hins vegar voru boðnir fram Bald­vin Þor­steins­son, fram­kvæmda­stjóri við­skipta­þró­unar hjá Sam­herja og sonur Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra og eins eig­anda Sam­herja, og Óskar Magn­ús­son, sem gegnt hefur margs­konar trún­að­ar­störfum fyrir eig­endur Sam­herja í gegnum tíð­ina og situr í stjórn fjöl­marga félaga sem tengj­ast sam­stæð­unni. Sam­herji, sem er stærsta útgerð­ar­fé­lag lands­ins og er í ýmiss konar öðrum fjár­fest­ingum í óskyldum grein­um, á 27,1 pró­sent hlut í Eim­skip og er stærsti ein­staki eig­andi félags­ins.

Þrátefli milli lífeyrissjóða og Samherja

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans fór stjórn­ar­kjörið þannig að allir stærstu hlut­hafar félags­ins settu atkvæði sín á karl­anna fjóra sem voru í fram­boði, enda ljóst að kon­urnar tvær voru sjálf­kjörnar hvernig sem fer. Nið­ur­staðan var sú að Lárus fékk flest atkvæði og Vil­hjálmur næst flest. Bald­vin, sem hefur verið stjórn­ar­for­maður Eim­skips frá því í sept­em­ber í fyrra, lenti í þriðja sæti og Óskar í því fjórða. Hann neit­aði hins vegar að víkja og því var ekki hægt að kjósa lög­lega stjórn sem upp­fyllti skil­yrði laga um kynja­kvóta. Því þarf að halda fram­halds­að­al­fund innan mán­aðar til að reyna aft­ur.

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem áttu full­trúa á fund­inum sögðu að það hafi verið upp­lifun margra að Sam­herji væri að gera til­raun til þess að ná meiri­hluta í stjórn­inni á grund­velli 27,1 pró­sent eign­ar­hluta félags­ins. Líf­eyr­is­sjóð­irnir hefðu hins vegar spyrnt á móti því og haft bet­ur á aðalfundinum. Nú hefur annar þeirra stjórnarframbjóðenda sem hlaut flest atkvæðin, og naut stuðnings lífeyrissjóðanna, hins vegar dregið framboð sitt til baka.

Samherji með sterka stöðu í eigendahópnum

Sam­herji keypti um fjórð­ungs­hlut í Eim­skip í fyrra­sumar og í sept­em­ber 2018 var hald­inn hlut­hafa­fundur til að kjósa nýja stjórn. Á þeim fundi tók Bald­vin Þor­steins­son við stjórn­ar­taumunum og Guð­rún Blöndal var kjörin ný í stjórn. Þótt Guð­rún byði sig fram sem óháður stjórn­ar­maður þá naut hún stuðn­ings Sam­herja í starfið í haust.

Nú er Óskar Magnússon sjálfkjör­inn til stjórn­ar­starfa ásamt Bald­vini, og því telja ýmsir viðmælendur Kjarnans sem tengjast stórum hluthöfum í Eimskip að Samherji sé að bæta við sig stjórnarmanni. Eftir það sé Samherji með meiri­hluta stjórn­ar­manna, vara­mann í stjórn og for­stjóra félags­ins, en í jan­úar síð­ast­liðnum var Vil­helm Már Þor­­steins­­son, frændi stjórn­­­ar­­for­­manns­ins og eig­enda Sam­herja, ráð­inn í starf for­­stjóra Eim­­skips.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent