Vilhjálmur dregur framboð sitt til stjórnar Eimskips til baka – Óskar sjálfkjörinn

Búið er að leysa úr þrátefli sem skapaðist á síðasta aðalfundi Eimskip, þar sem ekki tókst að kjósa löglega stjórn. Frambjóðandi sem naut stuðnings lífeyrissjóða hefur dregið framboð sitt til baka og frambjóðandi á vegum Samherja er sjálfkjörinn.

eimskip
Auglýsing

Vil­hjálmur Vil­hjálms­son, fyrr­ver­andi for­stjóri HB Granda, hefur dregið fram­boð sitt til stjórn­ar­setu í Eim­skipa­fé­lags Íslands (Eim­skip) til baka. Hann mun þess í stað bjóða sig fram til vara­stjórn­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands sem birt var í morg­un. 

Vegna ákvörð­unar hans verður sjálf­kjörið í stjórn Eim­skip á fram­halds­að­al­fundi sem fram fer 26. apríl næst­kom­andi, en fimm aðrir sótt­ust eftir setu í fimm manna stjórn félags­ins.

Kjarn­inn greindi frá því 29. mars síð­ast­lið­inn að ekki hefði tek­ist að kjósa lög­mæta stjórn í Eim­skip á aðal­fundi félags­ins sem fram fór dag­inn áður. Vegna þess úrskurð­aði fund­ar­stjóri að fresta ætti aðal­fund­inum í allt að mán­uð.

Auglýsing

Við­­mæl­endur Kjarn­ans úr hópi hlut­hafa sögðu að ástæðan hafi verið þrá­tefli vegna nið­­ur­­stöðu kosn­­inga milli þeirra sex ein­stak­l­inga sem sótt­­ust eftir fimm aðal­­­stjórn­­­ar­­sæt­­um.

Tvær kon­­ur, Guð­rún Blön­dal og Hrund Rúd­­­ólfs­dótt­ir, buðu sig fram og voru því í reynd sjálf­­kjörnar vegna laga um kynja­kvóta í stjórnum félaga sem eru með fleiri en 50 starfs­­menn sem segja að hlut­­fall hvors kyns í stjórn sé ekki undir 40 pró­­sent.

Fjórir karlar sótt­­ust síðan eftir þeim þremur stjórn­­­ar­­sætum sem eftir vor­u. Ann­­ars vegar var um að ræða Lárus L. Blön­dal lög­­­mann og Vil­hjálm Vil­hjálms­­son, fyrr­ver­andi for­­stjóra HB Granda, sem nutu stuðn­­ings íslenskra líf­eyr­is­­sjóða sem eiga sam­tals rúm­­lega helm­ing allra hluta­bréfa í Eim­­skip.

Hins vegar voru boðnir fram Bald­vin Þor­­steins­­son, fram­­kvæmda­­stjóri við­­skipta­­þró­unar hjá Sam­herja og sonur Þor­­steins Más Bald­vins­­son­­ar, for­­stjóra og eins eig­anda Sam­herja, og Óskar Magn­ús­­son, sem gegnt hefur marg­s­­konar trún­­að­­ar­­störfum fyrir eig­endur Sam­herja í gegnum tíð­ina og situr í stjórn fjöl­marga félaga sem tengj­­ast sam­­stæð­unni. Sam­herji, sem er stærsta útgerð­­ar­­fé­lag lands­ins og er í ýmiss konar öðrum fjár­­­fest­ingum í óskyldum grein­um, á 27,1 pró­­sent hlut í Eim­­skip og er stærsti ein­staki eig­andi félags­­ins.

Þrá­tefli milli líf­eyr­is­sjóða og Sam­herja

Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans fór stjórn­­­ar­­kjörið þannig að allir stærstu hlut­hafar félags­­ins settu atkvæði sín á karl­anna fjóra sem voru í fram­­boði, enda ljóst að kon­­urnar tvær voru sjálf­­kjörnar hvernig sem fer. Nið­­ur­­staðan var sú að Lárus fékk flest atkvæði og Vil­hjálmur næst flest. Bald­vin, sem hefur verið stjórn­­­ar­­for­­maður Eim­­skips frá því í sept­­em­ber í fyrra, lenti í þriðja sæti og Óskar í því fjórða. Hann neit­aði hins vegar að víkja og því var ekki hægt að kjósa lög­­­lega stjórn sem upp­­­fyllti skil­yrði laga um kynja­kvóta. Því þarf að halda fram­halds­­að­al­fund innan mán­aðar til að reyna aft­­ur.

Við­­mæl­endur Kjarn­ans sem áttu full­­trúa á fund­inum sögðu að það hafi verið upp­­lifun margra að Sam­herji væri að gera til­­raun til þess að ná meiri­hluta í stjórn­­inni á grund­velli 27,1 pró­­sent eign­­ar­hluta félags­­ins. Líf­eyr­is­­sjóð­irnir hefðu hins vegar spyrnt á móti því og haft bet­ur á aðal­fund­in­um. Nú hefur annar þeirra stjórn­ar­fram­bjóð­enda sem hlaut flest atkvæð­in, og naut stuðn­ings líf­eyr­is­sjóð­anna, hins vegar dregið fram­boð sitt til baka.

Sam­herji með sterka stöðu í eig­enda­hópnum

Sam­herji keypti um fjórð­ungs­hlut í Eim­­skip í fyrra­­sumar og í sept­­em­ber 2018 var hald­inn hlut­hafa­fundur til að kjósa nýja stjórn. Á þeim fundi tók Bald­vin Þor­­steins­­son við stjórn­­­ar­­taumunum og Guð­rún Blön­dal var kjörin ný í stjórn. Þótt Guð­rún byði sig fram sem óháður stjórn­­­ar­­maður þá naut hún stuðn­­ings Sam­herja í starfið í haust.

Nú er Óskar Magn­ús­son sjálf­kjör­inn til stjórn­­­ar­­starfa ásamt Bald­vini, og því telja ýmsir við­mæl­endur Kjarn­ans sem tengj­ast stórum hlut­höfum í Eim­skip að Sam­herji sé að bæta við sig stjórn­ar­manni. Eftir það sé Sam­herji með meiri­hluta stjórn­­­ar­­manna, vara­­mann í stjórn og for­­stjóra félags­­ins, en í jan­úar síð­­ast­liðnum var Vil­helm Már Þor­­­steins­­­son, frændi stjórn­­­­­ar­­­for­­­manns­ins og eig­enda Sam­herja, ráð­inn í starf for­­­stjóra Eim­­­skips.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent