Í þriðja sæti á lista formanna Sjálfstæðisflokksins sem lengst hafa setið

Bjarni Benediktsson er kominn í þriðja sæti á lista formanna Sjálfstæðisflokksins sem lengst hafa setið en hann var kjörinn þann 29. mars 2009. Einungis Ólafur Thors og Davíð Oddsson hafa setið lengur.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er nú í þriðja sæti á lista for­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem lengst hafa set­ið.

Bjarni var kjör­inn for­maður flokks­ins á lands­fundi flokks­ins í Laug­ar­dals­höll þann 29. mars 2009 og hefur því setið í rúm tíu ár. Hann sigr­aði Krist­ján Þór Júl­í­us­son nokkuð örugg­lega en hann hlaut 58 pró­sent greiddra atkvæða á móti 40,4 pró­sent sem Krist­ján hlaut.

Ólafur Thors var aftur á móti for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins lengur en nokkur ann­ar, frá 2. októ­ber 1934 til 22. októ­ber 1961 eða í 27 ár. Hann var jafn­framt for­sæt­is­ráð­herra Íslands sam­an­lagt í um það bil ára­tug.

Auglýsing

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins, vermir annað sætið en hann var for­maður flokks­ins frá 10. mars 1991 til 16. októ­ber 2005 eða í rúm fjórtán ár. Hann var for­sæt­is­ráð­herra Íslands frá árinu 1991 til árs­ins 2004 lengst allra, en hann var einnig borg­ar­stjóri í Reykja­vík frá árinu 1982 til 1991 og utan­rík­is­ráð­herra frá 2004 til 2005.

Bjarni Bene­dikts­son, alnafni og frændi núver­andi for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er í fimmta sæti á lista for­manna sem lengst hafa set­ið. Hann var for­maður frá 22. októ­ber 1961 til 10. júlí 1070 eða í tæp níu ár.

Geir H. Haarde var for­maður næst styst eða í tæp fjögur ár, frá 16. októ­ber 2005 til 29. mars 2009.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Almannahagsmunir þurfi að ráða ferðinni
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor gerir almannahagsmuni og sérhagsmuni að umfjöllunarefni í grein sinni.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Samtök atvinnulífsins „slegin“ yfir Samherjamálinu
Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að velta við hverjum steini vegna Samherjamálsins sem tengist starfsemi félagsins í Namibíu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Vilja þjóðarátak í landgræðslu
Sjö þingmenn hafa lagt til að að komið verði á fót vettvangi fyrir samstarfi stjórnvalda, Landgræðslunnar, bænda, atvinnulífs og almennings sem miði að því að auka þátttöku almennings í kolefnisbindingu með landgræðslu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Brynjar Níelsson
Telur málflutning þingmanna Samfylkingarinnar pólitíska spillingu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins skýtur föstur skotum að þingmönnum Samfylkingarinnar og segir orðræðu þeirra ekkert annað en aðför að réttarríkinu.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Segir verkfallsbrot vera staðfestingu á einbeittum brotavilja
Fréttir hafa birst á vef Mbl.is þrátt fyrir verkfallsaðgerðir Blaðamannafélags Íslands sem standa nú yfir. Formaður félagsins segir það ömurlegt að menn virði ekki vinnustöðvun.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill stöðva fjármögnun styrkja til fjölmiðla
Miðflokkurinn lagði til að þeir fjármunir sem eiga að renna í styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári verði teknir af fjárlögum. Flokkurinn ætlar að leggja fram eigin hugmynd um styrki „með annarri aðferðarfræði“.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Siðferði hins ískalda kapítalisma“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að viðskiptasiðferði Samherjamanna sé siðferði hins ískalda kapítalisma þar sem ungu fólki sé innrætt að líta á annað fólk sem bráð frekar en samborgara.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Gunnar Bragi minnir á að stjórnendur Samherja eigi börn
Varaformaður Miðflokksins segist hugsa til starfsmanna Samherja þessa dagana þegar stríðsfyrirsagnir um fyrirtækið séu í fjölmiðlum. Hann gagnrýnir fjölmiðla og segir það galið að ætla að styrkja þá með ríkisfé.
Kjarninn 15. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent