Kjarasamningar VR samþykktir

Kjarasamningar VR við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda voru samþykktir af félagsmönnum.

VR - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Kjara­samn­ingur VR við Sam­tök atvinnu­lífs­ins var sam­þykktur með 88,35 pró­sent atkvæða, en 6.277 félags­menn segðu já og 700 nei, eða 9,85 pró­sent. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 pró­sent. Á kjör­skrá um samn­ing VR og SA voru 34.070 félags­menn og greiddu 7.104 atkvæði, og var kjör­sókn því 20,85 pró­sent.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Enn fremur kemur fram að kjara­samn­ingur VR við Félag atvinnu­rek­enda hafi verið sam­þykktur með 88,47 pró­sent atkvæða, en 399 félags­menn sögðu já og 47 nei, eða 10,42 pró­sent. Auð atkvæði voru 5 eða 1,1 pró­sent. Á kjör­skrá um sam­ing VR og FA voru 1.699 félags­menn og greiddu 451 atkvæði, og var kjör­sókn því 26,55 pró­sent.

Auglýsing

Atkvæða­greiðslan var raf­ræn á vr.is og var haldin dag­ana 11. til 15. apríl síð­ast­liðna. Nið­ur­stöður atkvæða­greiðsl­unnar eru birtar í dag, mið­viku­dag­inn 24. apr­íl, sam­hliða nið­ur­stöðum ann­arra félaga.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent