Nýr kjarasamningur samþykktur hjá öllum félögum SGS

Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur af 19 verkalýðsfélögum, þar á meðal Eflingu. Kjörsókn var í heildina 12,8 prósent, alls sögðu 80,06 prósent já við samningnum en 17,3 prósent sögðu nei.

Efling - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Kjara­samn­ingur Starfs­greina­sam­bands Íslands og Sam­taka atvinnu­lífs­ins var sam­þykktur með yfir­gnæf­andi meiri­hluta í atkvæða­greiðslu. Starfs­greina­sam­bandið hélt utan um sam­eig­in­lega raf­ræna atkvæða­greiðslu meðal átján félaga um nýjan samn­ing, en AFL Starfs­greina­félag sá sjálft um sína atkvæða­greiðslu. Kjör­sókn var í heild­ina 12,8 pró­sent. 

Alls sögð­u 80,06 pró­sent sögðu já við samn­ingnum en 17,3 pró­sent sögðu nei. Þá tóku 2,61 pró­sent ekki afstöðu. Atkvæða­greiðslan stóð yfir á tíma­bil­inu 12. til 23. apríl og voru 36.835 manns á kjörskrá. 

Auglýsing

Nið­ur­stöður afger­andi í öllum félögum nema einu

Í frétta­til­kynn­ingu frá SGS segir að nið­ur­stöð­urnar hafi verið afger­andi í öllum félög­unum nema einu en í 17 af 19 félögum var samn­ing­ur­inn ­sam­þykktur með yfir 70 pró­sent atkvæða.

Mynd:SGS

Samn­ing­ur­inn á hinum almenna vinnu­mark­aði, sem und­ir­rit­aðir voru 3. apríl síðast­lið­inn, telst því ­sam­þykktur hjá eft­ir­far­andi félög­um: AFLi Starfs­greina­félagi, Öld­unni stétt­ar­félagi, Bárunni stétt­ar­félag­i, Dríf­andi stétt­ar­félagi, Efl­ingu stétt­ar­félagi, Ein­ing­u-Iðju, Fram­sýn stétt­ar­félagi, Stétt­ar­félagi Vest­ur­lands, ­Stétt­ar­félag­inu Sam­stöðu, Verka­lýðs­félagi Akra­ness, Verka­lýðs­félagi Grinda­vík­ur, Verka­lýðs- og ­sjó­manna­félagi Bol­ung­ar­vík­ur, Verka­lýðs- og sjó­manna­félagi Sand­gerð­is, Verka­lýðs­félagi Snæ­fell­inga, Verka­lýðs­félagi Suð­ur­lands, Verka­lýðs­félagi Vest­firð­inga, Verka­lýðs­félagi Þórs­hafn­ar, Verka­lýðs- og ­sjó­manna­félag Kefla­víkur og nágrennis og Verka­lýðs­félag­inu Hlíf. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent