Vilja láta reyna á ábyrgðartryggingar stjórnenda WOW air

Skuldabréfaeigendur WOW air vilja láta reyna á ábyrgðartryggingar stjórnenda WOW air á grundvelli þess að þeir hafi ekki fengið fullnægjandi upplýsingar í skuldabréfaútboði flugfélagsins síðasta haust, samkvæmt heimildum Markaðsins.

Wow air
Auglýsing

Skulda­bréfa­eig­endur vilja láta reyna á á­byrgð­ar­trygg­ing­ar ­stjórn­end­anna WOW a­ir á grund­velli þess að þeir hafi ekki fengið full­nægj­andi upp­lýs­ingar um fjár­hags­stöðu félags­ins og fram­kvæmd skulda­bréfa­út­boðs flug­fé­lags­ins ­síð­asta haust. Talið er að minna en helm­ingur þeirrar fjár­hæðar sem safn­að­ist í skulda­bréfa­út­boð­in­u hafi verið nýtt fjár­magn. Yfir­drátt­ar­láni WOW air hjá ­Arion ­banka var til að mynda breytt í skulda­bréf að sömu fjár­hæð í útboð­inu en sú skuld­breyt­ing nam nærri tíu pró­sentum af heild­ar­stærð skulda­bréfa­út­gáf­unn­ar. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag. 

Skuld­breyttu 550 millj­óna yfir­drátt­ar­lán­i WOW

Sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins hefur full­trúi skulda­bréfa­eig­enda óskað eftir því að skipta­stjórar þrota­bús WOW a­ir veiti þeim ­upp­lýs­ing­ar um skil­mála ábyrgð­ar­trygg­inga ­stjórn­enda flug­fé­lags­ins. ­Stjórn­end­urn­ir kunni að hafa bakað sér per­sónu­lega skaða­bóta­skyldu á grund­velli þess að þeir hafi ekki veitt full­nægj­andi upp­lýs­ingar um skulda­bréfa­ú­boðið síð­asta haust. Við þeirri beiðni hafi skipta­stjór­arnir hins vegar ekki enn getað orðið að þar sem erlent trygg­inga­fé­lag, sem WOW a­ir hafði keypt stjórn­enda­trygg­ingar af, hafi lagst gegn því að afhenda þau gögn sem óskað er eft­ir.

Skipta­stjórar þrota­bús­ins skoða jafn­framt hvort að efni sé til rift­unar á því sam­komu­lagi sem ­Arion ­banki og WOW a­ir ­gerðu með sér í fyrra um að breyta fimm millj­óna dala yfir­drátt­ar­láni í skulda­bréf að ­sömu fjár­hæð í flug­fé­lag­inu í skulda­bréfa­út­boð­inu. Bank­inn lagði félag­inu því ekki til neitt nýtt fjár­magn heldur var um að ræða skuld­breyt­ingu á kröf­um. Ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­ið Deloitte hefur verið fengið þrota­bú­in­u til aðstoðar til að kanna hvort að rifta eigi umræddu sam­komu­lagi en ekk­ert hefur verið ákveðið í þeim efn­um. 

Auglýsing

Talið er að minna en helm­ingur hafi í reynd verið nýtt fjár­magn

Skuld­breyt­ingin láns­ins frá Arion banka nam tæp­lega tíu pró­sentum af stærð skulda­bréfa­út­gáfu WOW a­ir en talið er að innan við helm­ingur þeirra 50 milljón evra sem söfn­uð­ust í útboð­inu var nýtt fjár­magn en á þeim tíma var lausa­fjár­staða flug­fé­lags­ins afar slæm. ­Mark­að­ur­inn greinir frá því að margir þeirra fjár­festa sem lögðu félag­inu til nýtt fjár­magn séu afar óánægðir en félögin hefðu lík­leg­ast ekki lagt flug­fé­lag­inu til fjár­magn ef þeim hefði verið kunn­ugt um að stærstur hlut­i fjár­hæð­ar­inn­ar ­sem safn­að­ist í útboð­inu hafði verið umbreyt­ing á kröfum í skulda­bréf . Upp­lýs­ingar um slíkt hafi ekki legið fyrir þegar fjár­festa­kynn­ingar voru haldnar eða þegar nið­ur­stöður útboðs­ins voru kunn­gjörð­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent