Vilja láta reyna á ábyrgðartryggingar stjórnenda WOW air

Skuldabréfaeigendur WOW air vilja láta reyna á ábyrgðartryggingar stjórnenda WOW air á grundvelli þess að þeir hafi ekki fengið fullnægjandi upplýsingar í skuldabréfaútboði flugfélagsins síðasta haust, samkvæmt heimildum Markaðsins.

Wow air
Auglýsing

Skulda­bréfa­eig­endur vilja láta reyna á á­byrgð­ar­trygg­ing­ar ­stjórn­end­anna WOW a­ir á grund­velli þess að þeir hafi ekki fengið full­nægj­andi upp­lýs­ingar um fjár­hags­stöðu félags­ins og fram­kvæmd skulda­bréfa­út­boðs flug­fé­lags­ins ­síð­asta haust. Talið er að minna en helm­ingur þeirrar fjár­hæðar sem safn­að­ist í skulda­bréfa­út­boð­in­u hafi verið nýtt fjár­magn. Yfir­drátt­ar­láni WOW air hjá ­Arion ­banka var til að mynda breytt í skulda­bréf að sömu fjár­hæð í útboð­inu en sú skuld­breyt­ing nam nærri tíu pró­sentum af heild­ar­stærð skulda­bréfa­út­gáf­unn­ar. Frá þessu er greint í Mark­að­inum í dag. 

Skuld­breyttu 550 millj­óna yfir­drátt­ar­lán­i WOW

Sam­kvæmt heim­ildum Mark­að­ar­ins hefur full­trúi skulda­bréfa­eig­enda óskað eftir því að skipta­stjórar þrota­bús WOW a­ir veiti þeim ­upp­lýs­ing­ar um skil­mála ábyrgð­ar­trygg­inga ­stjórn­enda flug­fé­lags­ins. ­Stjórn­end­urn­ir kunni að hafa bakað sér per­sónu­lega skaða­bóta­skyldu á grund­velli þess að þeir hafi ekki veitt full­nægj­andi upp­lýs­ingar um skulda­bréfa­ú­boðið síð­asta haust. Við þeirri beiðni hafi skipta­stjór­arnir hins vegar ekki enn getað orðið að þar sem erlent trygg­inga­fé­lag, sem WOW a­ir hafði keypt stjórn­enda­trygg­ingar af, hafi lagst gegn því að afhenda þau gögn sem óskað er eft­ir.

Skipta­stjórar þrota­bús­ins skoða jafn­framt hvort að efni sé til rift­unar á því sam­komu­lagi sem ­Arion ­banki og WOW a­ir ­gerðu með sér í fyrra um að breyta fimm millj­óna dala yfir­drátt­ar­láni í skulda­bréf að ­sömu fjár­hæð í flug­fé­lag­inu í skulda­bréfa­út­boð­inu. Bank­inn lagði félag­inu því ekki til neitt nýtt fjár­magn heldur var um að ræða skuld­breyt­ingu á kröf­um. Ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­ið Deloitte hefur verið fengið þrota­bú­in­u til aðstoðar til að kanna hvort að rifta eigi umræddu sam­komu­lagi en ekk­ert hefur verið ákveðið í þeim efn­um. 

Auglýsing

Talið er að minna en helm­ingur hafi í reynd verið nýtt fjár­magn

Skuld­breyt­ingin láns­ins frá Arion banka nam tæp­lega tíu pró­sentum af stærð skulda­bréfa­út­gáfu WOW a­ir en talið er að innan við helm­ingur þeirra 50 milljón evra sem söfn­uð­ust í útboð­inu var nýtt fjár­magn en á þeim tíma var lausa­fjár­staða flug­fé­lags­ins afar slæm. ­Mark­að­ur­inn greinir frá því að margir þeirra fjár­festa sem lögðu félag­inu til nýtt fjár­magn séu afar óánægðir en félögin hefðu lík­leg­ast ekki lagt flug­fé­lag­inu til fjár­magn ef þeim hefði verið kunn­ugt um að stærstur hlut­i fjár­hæð­ar­inn­ar ­sem safn­að­ist í útboð­inu hafði verið umbreyt­ing á kröfum í skulda­bréf . Upp­lýs­ingar um slíkt hafi ekki legið fyrir þegar fjár­festa­kynn­ingar voru haldnar eða þegar nið­ur­stöður útboðs­ins voru kunn­gjörð­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Reikna með 800-1.650 smitum í þriðju bylgjunni
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent