Kjarasamningur VR við Samtök atvinnulífsins var samþykktur með 88,35 prósent atkvæða, en 6.277 félagsmenn segðu já og 700 nei, eða 9,85 prósent. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. Á kjörskrá um samning VR og SA voru 34.070 félagsmenn og greiddu 7.104 atkvæði, og var kjörsókn því 20,85 prósent.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Enn fremur kemur fram að kjarasamningur VR við Félag atvinnurekenda hafi verið samþykktur með 88,47 prósent atkvæða, en 399 félagsmenn sögðu já og 47 nei, eða 10,42 prósent. Auð atkvæði voru 5 eða 1,1 prósent. Á kjörskrá um saming VR og FA voru 1.699 félagsmenn og greiddu 451 atkvæði, og var kjörsókn því 26,55 prósent.
Atkvæðagreiðslan var rafræn á vr.is og var haldin dagana 11. til 15. apríl síðastliðna. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar eru birtar í dag, miðvikudaginn 24. apríl, samhliða niðurstöðum annarra félaga.