Valitor segir niðurstöðu Héraðsdóms koma mjög á óvart

Færslu­hirð­irinn Valitor segir að niðurstaða Héraðsdóms komi mjög á óvart og að fyrirtækið muni væntanlega áfrýja málinu til Landsréttar.

logo-500-500.png
Auglýsing

Valitor segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að fallast að hluta á skaðabótakröfur Sunshine Press Productions og Datacell koma mjög á óvart. Valitor hefur verið gert að greiða SPP og Datachell 1,2 milljarða króna í skaðabætur fyrir að slíta samningi um greiðslugátt fyrirvaralaust. Í tilkynningu frá greiðslukortafyritækinu segir að verið sé að fara yfir dómsniðurstöðuna og að þeir muni væntanlega áfrýja málinu til Landsréttar.

Segja að fyrirtækið hafi aldrei átt í viðskiptasambandi við SPP

Á fjórða tímanum í dag var greint frá því að Valitor hefði verið dæmt að greiða Sunshine Press 1140 milljónir króna og Datacell 60 milljónir króna vegna ólögmætrar riftunar Valitors. Fjöl­mið­ill­inn Wikileaks tók við styrkjum fyrir starf­semi sína í gegnum greiðslu­gátt sem Datacell og Sunshine Press Production ráku. Greiðslu­gáttin var opnuð 7. júlí 2011 en degi síðar sleit Valitor samn­ingnum fyr­ir­vara­laust. Með dómi árið 2013 komst Hæsti­réttur að því að rift­unin hafi veri ólög­mæt, og hefur síðan verið deilt um skað­ann og skaða­bætur vegna fyrr­nefndrar aðgerð­ar. 

Í tilkynningu frá Valitor segir að niðurstaða dómstólsins sæti furðu, sérstaklega varðandi SPP sem hafi aldrei átt í neinu viðskiptasambandi við Valitor. Jafnframt segir að SPP hafi aldrei haft nema hverfandi tekjur en gerði engu að síður margra milljarða dómkröfur á hendur fyrirtækinu. „Valitor hefur frá upphafi bent á að enginn grundvöllur sé fyrir kröfugerð SPP en meirihluti héraðsdóms kemst að annarri niðurstöðu í dag. Hins vegar skilaði einn þriggja dómara séráliti og vildi sýkna Valitor alfarið enda hafi ekkert tjón verið sannað,“ segir í tilkynningunni. 

Auglýsing

Enn fremur segir að Valitor sé að fara yfir dómsniðurstöðuna og muni væntanlega áfrýja málinu til Landsréttar. Valitor er dótt­ur­fé­lag Arion banka og fjárhagslegur bakhjarl félagsins í þessu máli.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent