Ragnar Þór segir orkupakkamálið lykta af sérhagsmunapoti

Formaður VR treystir því að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, vísi ákvörðun Alþingis um þriðja orkupakkann til þjóðarinnar verði málið rekið áfram í gegnum þingið í óbreyttri mynd.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, ­segir að verka­lýðs­hreyf­ingin hafni því að hægt sé að taka stórar og umdeildar ákvarð­an­ir, á borð við þriðja orku­pakk­ann, án þess að full­komið traust og sátt ríki um mál­ið. Frá þessu greinir hann í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í dag. Hann segir málið óneit­an­lega lykta af sér­hags­muna­poti.

Hann spyr jafn­framt hvort Íslend­ingar geti treyst kjörnum full­trúum til að taka svo stórar ákvarð­anir sem snúa að orku­málum þjóð­ar­inn­ar. „Svona miðað við allt sem á undan er geng­ið?“

Ragnar Þór telur að „hin ofsa­fengnu við­brögð þekktra hags­muna­afla við rétt­mætum spurn­ingum og gagn­rýni“ gefi svo sann­ar­lega til­efni til að staldra við.

Auglýsing

Fólk ætti ekki að hafa áhyggjur af grunn­þörfum

„Getum við gert þá kröfu að tekin verði afstaða í svo umdeildu máli í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og þjóðin tekið upp­lýsta ákvörðun út frá þeim upp­lýs­ingum sem liggja fyrir og þeirri reynslu sem við höfum á mark­aðsvæð­ingu inn­viða?“ spyr Ragnar Þór.

Hann segir að í nýjum lífs­kjara­samn­ingi sem sam­þykktur var af stórum hluta verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar hafi þau lagt áherslu á að ná kostn­aði niður og auka þannig kaup­mátt í bland við launa­hækk­anir í stað þess að berj­ast ein­göngu fyrir fleiri krónum til að fóðra kröf­una um gróða og enda­lausar hækk­anir á grunn­þörf­um.

„Og að félags­menn okkar þurfi ekki að hafa áhyggjur af grunn­þörfum eins og raf­magni, vatni eða hús­hit­un. Að kostn­aði við að lifa verði haldið í lág­marki og bæta þannig lífs­kjör til skemmri og lengri tíma, fyrir okkur sjálf og kom­andi kyn­slóð­ir,“ skrifar hann.

Mikið undir

Ragnar Þór bendir á að mikið sé undir fyrir félags­menn þeirra og fyr­ir­tæk­in. Hærri orka þýði hærra vöru­verð og lægri kaup­mátt og lak­ari sam­keppn­is­hæfni. Hærri orku­verð dragi úr mögu­leikum Íslend­inga til meiri sjálf­bærni.

Hann telur því ein­fald­lega of mikið vera und­ir. „Sagan hefur því miður kennt okkur allt annað en lobbí­istar sér­hags­muna­afla kepp­ast við að sann­færa okkur um.

Við erum kyn­slóðin sem hófum einka­væð­ingu inn­viða. Verum kyn­slóðin sem steig niður fæti!

Ég treysti því að for­set­inn okkar standi undir nafni og vísi þess­ari ákvörðun til þjóð­ar­innar verði málið rekið áfram í gegnum þingið í óbreyttri mynd,“ skrifar Ragnar Þór að lok­um.

Smá orku­pakka hug­leið­ing inn í sum­ar­ið. Einka­væð­ing inn­viða eða mark­aðsvæð­ing grunn­stoða sam­fé­lags­ins hefur ekki...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Thurs­day, April 25, 2019


Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent