Vísitala hlutabréfamarkaðins íslenska hefur hækkað um 22,1 prósent á þessu ári, sem er meira en á flestum öðrum alþjóðlegum mörkuðum. Þannig hefur S&P 500 vísitalan hækkað um nærri 11 prósent á fyrstu mánuðum ársins, sem telst nokkuð mikið í sögulegu samhengi.
Í dag hækkaði gengi bréf Eimskip um rúmlega 6 prósent í 121 milljóna króna viðskiptum. Markaðsvirði félagsins er nú 34,4 milljarðar króna.
Næst mesta hækkun dagsins var á gengi bréfa í Sýn, en markaðsvirði þess félags er nú um 10 milljarðar króna.
Fjárfestar brugðust því við breytingum á yfirstjórn, þar sem Heiðar Guðjónsson færði sig úr stjórnarformennsku í forstjórastól, með jákvæðni, en Hjörleifur Pálsson tók við stjórnarformennsku.
Gengi bréfa í Marel hækkaði um 2,24 prósent, og er markaðsvirði félagsins nú komið í 363 milljarða króna.
Mesta lækkun dagsins var á gengi bréfa í Icelandair en það lækkaði um 1,22 prósent. Markaðsvirði félagsins er nú 42,6 milljarðar króna.