Safna undirskriftum fyrir nýtt flugfélag

Fólki gefst nú kostur á skrá sig sem þátttakendur í nýju flugfélagi sem farþegar, fjárfestar og samstarfsaðilar á heimasíðunni flyicelandic.is. Á síðunni segir að FlyIcelandic geti annaðhvort orðið að nýju flugfélagi eða vildarklúbbi.

FlyIceland
Auglýsing

Fólki og fyr­ir­tækjum býðst nú að ger­ast þátt­tak­end­ur í nýju flug­fé­lagi, FlyIceland­ic, sem far­þeg­ar, fjár­festar og sam­starfs­að­il­ar. Vef­síð­an flyiceland­ic.is var opnuð í gær þar sem fram kemur að mark­miðið sé að afla stuðn­ings við ann­að­hvort nýtt flug­fé­lag eða vild­ar­klúbb sem út­vegar félags­­­mönnum ódýrt flug. Jafn­framt segir að FlyIceland­ic hafi engin tengsl við WOW a­ir en að þeir sem standi að síð­unni hafi ára­tuga reynslu í flug­rekstri og aðgang að A­ir­bus flug­véla­flota sem leggur áherslu á plast­laust flug. 

Taka saman lista yfir þá hafa áhuga á nýju flug­fé­lagi eða vild­ar­klúbbi

Á heima­síð­u FlyIceland­ic ­segir að mark­miðið sé að aðstoða ­ís­lenska ­ferða­þjón­ustu og fyrrum starfs­menn WOW a­ir að kom­ast aftur í loftið á „ör­uggum starfs­grund­velli“. Þá segir að FlyIceland­ic ­geti ann­að­hvort orðið að nýju flug­fé­lag­i eða vild­ar­klúbbi í sam­starfi við nýtt eða ­starf­rækt­ flug­fé­lag­ið. „Með sam­hentu átaki von­umst við til að hægt verði að fylla ­upp­í það skarð sem mynd­að­ist í íslenskum flug­sam­göngum við fall WOW air,“ segir á heima­síð­unni.

Fólk og fyr­ir­tækjum er boðið að skrá sig á síð­unni án skuld­bind­ingar til að fá upp­lýs­ingar um fram­gang verk­efn­is­ins og aðgang að for­sölu „Ecomi­les“  ­sem sam­kvæmt síð­unni eru flugmílur á heild­sölu­verði og njóta ýmissa fríð­inda sem FlyIcelandic far­þeg­i. 

Auglýsing

Við­skipta­grunnur fyrir nýtt félag

Jóel Krist­ins­son, tals­maður FlyIceland­ic, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að þeir sem standi að hug­mynd­inni stefni ekki sjálfir að því að reka flug­fé­lag heldur séu þeir að stefna að því að setja upp við­skipta­grunn fyrir nýtt félag. Hann segir verk­efnið ekki tengt vef­síð­unn­i hlut­hafi.com og ekki heldur hug­myndum sem Hreiðar Her­manns­son hefur kynnt í vik­unni um stofnun nýs íslensks flug­fé­lags.

Á vef­síð­unni kemur fram að þeir sem standi að verk­efn­inu hafi „ára­tuga reynslu í flug­rekstri og aðgang að A­ir­bus-flug­véla­flota“. Aðgang­ur­inn að flug­véla­flot­anum er að sögn síð­unnar í gegn­um Jet­Banus, fyr­ir­tæki sem leigir út flug­vélar sem, sam­kvæmt Morg­un­blað­inu, Ást­þór Magn­ús­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­fram­bjóð­andi og athafna­mað­ur, kemur að. 

Í sam­tal­i við Frétta­blaðið segir Jóel að um sjö­tíu manns og fjögur fyr­ir­tæki hafi skráð sig á síð­u FlyIceland­ic ­síð­degis í gær. Hann segir jafn­framt að þetta sé ekki hóp­fjár­mögnun eins heldur sé aðeins verið að bjóða fólki að styðja mál­stað­inn. „Við erum bara að sjá hvort fólk er til­búið að taka þátt. Ef það er mikil þátt­taka þá er hægt að fara í svo­leiðis fjár­mögn­un,“ segir Jóel. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent