„Það eru ákveðin verðmæti í hræinu á WOW air“

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hefur áhyggjur af því að minnkandi samkeppni í flugrekstri, í kjölfar gjaldþrots WOW air, muni hafa neikvæð samkeppnisleg áhrif á neytendur.

Páll Gunnar Pálsson 24. apríl 2018 klippa 3
Auglýsing

„Það eru ákveðin verð­mæti í hræ­inu á WOW air sem hægt er að nýta til þess að koma á sam­keppni aft­ur. Við leggjum gríð­ar­lega áherslu á það að skipta­stjórar og aðrir sem að þessu koma hugi mjög vel að þessu.“

Þetta sagði Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni.

Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.WOW air fór á haus­inn í síð­asta mán­uði. Í kjöl­far þess birti Sam­keppn­is­eft­ir­litið frétt á vef sínum þar sem það beindi því til við­kom­andi stjórn­valda og þeirra aðila sem halda á ýmsum eignum WOW air í fram­haldi af gjald­þroti að huga að sam­keppn­is­legum áhrifum þeirra ákvarð­ana sem teknar verða um úrlausn máls­ins.

Í frétt­inni stendur enn frem­ur: „Að þeir sem koma að úrlausn máls­ins geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að eignir hverfi ekki af mark­aðn­um, en þess í stað sé gripið til mögu­legra ráð­staf­ana sem stuðla að því að sam­keppni á íslenskum flug­mark­aði sé við­hald­ið, eftir því sem fram­ast er unnt. Að flug­mála­yf­ir­völd, þ.m.t. sam­ræm­ing­ar­stjórar á flug­völl­um, liðki fyrir því eftir því sem fram­ast er kostur að eignir flug­fé­laga, óefn­is­legar sem og efn­is­leg­ar, sem hætta starf­semi geti nýst nýjum aðilum í rekstri. Er þetta ekki síst mik­il­vægt á Íslandi sem eðli máls sam­kvæmt er land­fræði­lega afmark­aður mark­aður og hag­kerfið byggir að tölu­verðu leyti á ferða­manna­iðn­aði. Að skipta­stjórar geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja það að eignir hverfi ekki af mark­aðnum og þar með að sam­keppni á íslenskum flug­mark­aði sé við­haldið eftir því sem fram­ast er unn­t.“

Auglýsing
Páll Gunnar segir að í frétt­inni end­ur­speglist áhyggjur eft­ir­lits­ins af því hvað verði um sam­keppni í flugi til og frá land­inu. „Þetta er svo gríð­ar­lega mik­il­vægt á eyju í miðju hafi þar sem gáttin til og frá land­inu er í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl. Öll sam­keppni sem við­kemur honum er gríð­ar­lega mik­il­væg.“

Páll minnir á hversu mikil áhrif það hafi haft á sam­keppni þegar Iceland Express kom inn á mark­að­inn á sínum tíma og síðan aftur þegar WOW air fór að keppa í Banda­ríkja­flugi við Icelanda­ir. „Þessi gróska sem fylgdi því sog­aði að sér önnur flug­fé­lög frá útlönd­um.“

Ekki sé hægt að treysta á að erlend flug­fé­lög, sem fljúgi fyrst og fremst til Íslands en ekki að uppi­stöðu frá Íslandi, fylli það skarð fyrir íslenska neyt­endur sem WOW air skilji eftir sig. Þau hafi ekki sömu íslensku hags­muni í huga og fyr­ir­tæki sem byggi upp leiða­kerfi sitt frá Íslandi, líkt og WOW air gerði. „Þau eru fljót að koma en líka fljót að fara.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent