„Það eru ákveðin verðmæti í hræinu á WOW air“

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, hefur áhyggjur af því að minnkandi samkeppni í flugrekstri, í kjölfar gjaldþrots WOW air, muni hafa neikvæð samkeppnisleg áhrif á neytendur.

Páll Gunnar Pálsson 24. apríl 2018 klippa 3
Auglýsing

„Það eru ákveðin verð­mæti í hræ­inu á WOW air sem hægt er að nýta til þess að koma á sam­keppni aft­ur. Við leggjum gríð­ar­lega áherslu á það að skipta­stjórar og aðrir sem að þessu koma hugi mjög vel að þessu.“

Þetta sagði Páll Gunnar Páls­son, for­stjóri Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, í við­tali við Þórð Snæ Júl­í­us­son, rit­stjóra Kjarn­ans, í sjón­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut í vik­unni.

Hægt er að sjá stiklu úr þætt­inum hér að neð­an.WOW air fór á haus­inn í síð­asta mán­uði. Í kjöl­far þess birti Sam­keppn­is­eft­ir­litið frétt á vef sínum þar sem það beindi því til við­kom­andi stjórn­valda og þeirra aðila sem halda á ýmsum eignum WOW air í fram­haldi af gjald­þroti að huga að sam­keppn­is­legum áhrifum þeirra ákvarð­ana sem teknar verða um úrlausn máls­ins.

Í frétt­inni stendur enn frem­ur: „Að þeir sem koma að úrlausn máls­ins geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að eignir hverfi ekki af mark­aðn­um, en þess í stað sé gripið til mögu­legra ráð­staf­ana sem stuðla að því að sam­keppni á íslenskum flug­mark­aði sé við­hald­ið, eftir því sem fram­ast er unnt. Að flug­mála­yf­ir­völd, þ.m.t. sam­ræm­ing­ar­stjórar á flug­völl­um, liðki fyrir því eftir því sem fram­ast er kostur að eignir flug­fé­laga, óefn­is­legar sem og efn­is­leg­ar, sem hætta starf­semi geti nýst nýjum aðilum í rekstri. Er þetta ekki síst mik­il­vægt á Íslandi sem eðli máls sam­kvæmt er land­fræði­lega afmark­aður mark­aður og hag­kerfið byggir að tölu­verðu leyti á ferða­manna­iðn­aði. Að skipta­stjórar geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja það að eignir hverfi ekki af mark­aðnum og þar með að sam­keppni á íslenskum flug­mark­aði sé við­haldið eftir því sem fram­ast er unn­t.“

Auglýsing
Páll Gunnar segir að í frétt­inni end­ur­speglist áhyggjur eft­ir­lits­ins af því hvað verði um sam­keppni í flugi til og frá land­inu. „Þetta er svo gríð­ar­lega mik­il­vægt á eyju í miðju hafi þar sem gáttin til og frá land­inu er í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl. Öll sam­keppni sem við­kemur honum er gríð­ar­lega mik­il­væg.“

Páll minnir á hversu mikil áhrif það hafi haft á sam­keppni þegar Iceland Express kom inn á mark­að­inn á sínum tíma og síðan aftur þegar WOW air fór að keppa í Banda­ríkja­flugi við Icelanda­ir. „Þessi gróska sem fylgdi því sog­aði að sér önnur flug­fé­lög frá útlönd­um.“

Ekki sé hægt að treysta á að erlend flug­fé­lög, sem fljúgi fyrst og fremst til Íslands en ekki að uppi­stöðu frá Íslandi, fylli það skarð fyrir íslenska neyt­endur sem WOW air skilji eftir sig. Þau hafi ekki sömu íslensku hags­muni í huga og fyr­ir­tæki sem byggi upp leiða­kerfi sitt frá Íslandi, líkt og WOW air gerði. „Þau eru fljót að koma en líka fljót að fara.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til
Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneyti og þjóðarleikvangar færast til
Miklar tilfærslur eru á málaflokkum milli ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Samkvæmt forsetaúrskurði heyrir fjölmiðlar undir atvinnuvegaráðuneytið og nýtt ráðuneyti fer með málefni þjóðarleikvanga.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent