Vill að Efling beiti sér í fjárfestingum í gegnum Gildi

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, boðar að verkalýðshreyfingin muni beita sér í viðskiptalífinu í gegnum stjórnarsetu í lífeyrissjóðum. Hún segir málflutning í leiðurum Fréttablaðsins ógeðslegan og kallar boðaðar verðhækkanir stjórnlausa frekju.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

„Efl­ing hefur til dæmis þessi ótrú­legu völd sem eru líf­eyr­is­sjóða­kerfið þegar kemur að afskiptum af við­skipta­líf­inu. Nú er það búið að ger­ast að Efl­ing er komin með tvo stjórn­ar­menn í stjórn Gild­is. Stefán Ólafs­son er vara­for­maður Gildis fyrir hönd Efl­ing­ar.“

Þetta segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, í við­tali við Frétta­blaðið í dag þar sem hún boðar að verka­lýðs­hreyf­ingin muni beita sér mun fastar innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins en hingað til hefur tíðkast. Hún rifjar upp að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafi haldið íslensku efna­hags­kerfi uppi eftir hrun. „Sjóð­irnir hafa verið not­aðir mark­visst til að keyra áfram kap­ít­al­ísku mask­ín­una án þess að það sé nokkru sinni tekið til­lit til hags­muna vinnu­aflsins. Við eigum í gegnum sjóð­ina að beita áhrifum okk­ar, ekki síst þegar kemur að fjár­fest­ingum í fyr­ir­tækj­um. Þá fáum við raun­veru­leg völd.“

Segir mál­flutn­ing í leið­urum Frétta­blaðs­ins ógeðs­legan

Í við­tal­inu ræðir Sól­veig Anna líka nýyf­ir­staðna kjara­samn­inga, og þá bar­áttu sem háð var í aðdrag­anda þeirra. Hún seg­ist hafa orðið fyrir æru­meið­ingum og hafa verið þjóf­kennd með ógeðs­legum mál­flutn­ingi.

Auglýsing

Þar nefnir hún sér­stak­lega ákveðin leið­ara­skrif í Frétta­blað­inu. „Leið­arar Harðar Ægis­sonar í Frétta­blað­inu eru með því­líkum ólík­indum að þegar ég svar­aði þeim mjög harka­lega fannst mér ég þurfa að gera það og fannst það mjög skemmti­leg­t[...]Þetta var árás. Þótt það sé margt sem ég styðst við í krist­inni hug­mynda­fræði þá myndi ég aldrei bjóða hinn vang­ann.“

Hún gagn­rýnir líka það heiti sem stjórn­völd völdu á sitt fram­lag til þess að láta kjara­samn­inga ganga sam­an, hina svoköll­uðu lífs­kjara­samn­inga. „Mér er mis­boðið yfir þessu svona upp­nefni. Í eðli sínu eru allir samn­ingar lífs­kjara­samn­ing­ar. Við erum að semja um kjör fólks sem hefur áhrif á líf þess. Það er partur af nýfrjáls­hyggj­unni að vera alltaf að skella ein­hverjum merki­miðum á allt.“

Sól­veig Anna er þó ánægð með það sem stjórn­völd komu með að borð­inu til að liðka fyrir gerð samn­ing­anna og lítur á það sem sigur að hafa náð þeirri aðkomu. Hún hafi sann­ar­lega ekki staðið til boða við upp­haf kjara­við­ræðna. „Það skal eng­inn halda að stjórn­völd kom­ist upp með það að standa ekki við lof­orð­in. Við verðum vakin og sofin yfir því.“

Stjórn­laus frekja

Upp á síðkastið hafa nokkur fyr­ir­tæki boðað verð­hækk­anir í kjöl­far kjara­samn­inga. Mesta athygli hefur vakið að ÍSAM, eitt stærsta fram­leiðslu- og inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki sem er í eigu Ísfé­lags­fjöl­skyld­unnar í Vest­manna­eyj­um, einnar rík­ustu fjöl­skyldu lands­ins, ætlar að hækka verð á vörum hjá sér umtals­vert.

Sól­veig Anna við­ur­kennir að snið­ganga á vörum sé lík­ast til bit­laus en segir hót­anir fyr­ir­tækj­anna um hækk­anir ótrú­leg­ar. „Þarna enn eina ferð­ina afhjúp­ast afstaða þeirra sem í stjórn­lausri frekju sinni trúa því af öllu hjarta að þeirra sé algjört vald­ið. Ég skil mjög vel þá sem fara í snið­göngu en á end­anum skilar það litlu. Ég held við ættum frekar að koma okkur mjög mark­visst frá þeim stað að þurfa að beita slíkum aðgerðum og raun­veru­lega öðl­ast völd í sam­fé­lag­inu. Sem við höfum að mörgu leyti nú þegar en höfum ekki náð að nota mark­visst.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir á upplýsingafundi dagsins.
Alma: Ungt og hraust fólk getur orðið alvarlega veikt
„Það er ekki að ástæðulausu sem við erum í þessum aðgerðum,“ segir Alma D. Möller landlæknir. „Þessi veira er skæð og getur valdið veikindum hjá mjög mörgum ef ekkert er að gert.“ Maður á fertugsaldri liggur á gjörgæslu með COVID-19.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra.
Ferðamálaráðherra: Áhættan er í mínum huga ásættanleg
„Áhættan af því að skima og hleypa fólki inn [í landið] er svo lítil,“ segir ferðamálaráðherra. „Ég bara get ekki fallist á þau rök að hún sé svo mikil að það eigi bara að loka landi og ekki hleypa fólki inn.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Kanaguri Shizo árið 1912 og við enda hlaupsins 1967.
Ólympíuleikunum frestað – og hvað svo?
Þann 24. júlí hefði opnunarathöfn Ólympíuleikanna 2020 átt að fara fram, en heimsfaraldur hefur leitt til þess að leikunum í Tókýó verður frestað um eitt ár hið minnsta. Það er ekki einsdæmi að Ólympíuleikum sé frestað eða aflýst.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þrjú ný innanlandssmit – 112 í einangrun
Þrjú ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og tvö í landamæraskimun. 112 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina
Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“
Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“
Kjarninn 8. ágúst 2020
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Gylfi: Stjórnvöld gerðu mistök með því að opna landið
Prófessor í hagfræði, sem varaði við áhrifum af opnun landamæra Íslands í sumar, segir að stjórnvöld hafi stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu með því að halda þeim til streitu. Hagsmunir fárra hafi verið teknir fram yfir hagsmuni þorra landsmanna.
Kjarninn 8. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent