Vill að Efling beiti sér í fjárfestingum í gegnum Gildi

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, boðar að verkalýðshreyfingin muni beita sér í viðskiptalífinu í gegnum stjórnarsetu í lífeyrissjóðum. Hún segir málflutning í leiðurum Fréttablaðsins ógeðslegan og kallar boðaðar verðhækkanir stjórnlausa frekju.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

„Efl­ing hefur til dæmis þessi ótrú­legu völd sem eru líf­eyr­is­sjóða­kerfið þegar kemur að afskiptum af við­skipta­líf­inu. Nú er það búið að ger­ast að Efl­ing er komin með tvo stjórn­ar­menn í stjórn Gild­is. Stefán Ólafs­son er vara­for­maður Gildis fyrir hönd Efl­ing­ar.“

Þetta segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, í við­tali við Frétta­blaðið í dag þar sem hún boðar að verka­lýðs­hreyf­ingin muni beita sér mun fastar innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins en hingað til hefur tíðkast. Hún rifjar upp að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafi haldið íslensku efna­hags­kerfi uppi eftir hrun. „Sjóð­irnir hafa verið not­aðir mark­visst til að keyra áfram kap­ít­al­ísku mask­ín­una án þess að það sé nokkru sinni tekið til­lit til hags­muna vinnu­aflsins. Við eigum í gegnum sjóð­ina að beita áhrifum okk­ar, ekki síst þegar kemur að fjár­fest­ingum í fyr­ir­tækj­um. Þá fáum við raun­veru­leg völd.“

Segir mál­flutn­ing í leið­urum Frétta­blaðs­ins ógeðs­legan

Í við­tal­inu ræðir Sól­veig Anna líka nýyf­ir­staðna kjara­samn­inga, og þá bar­áttu sem háð var í aðdrag­anda þeirra. Hún seg­ist hafa orðið fyrir æru­meið­ingum og hafa verið þjóf­kennd með ógeðs­legum mál­flutn­ingi.

Auglýsing

Þar nefnir hún sér­stak­lega ákveðin leið­ara­skrif í Frétta­blað­inu. „Leið­arar Harðar Ægis­sonar í Frétta­blað­inu eru með því­líkum ólík­indum að þegar ég svar­aði þeim mjög harka­lega fannst mér ég þurfa að gera það og fannst það mjög skemmti­leg­t[...]Þetta var árás. Þótt það sé margt sem ég styðst við í krist­inni hug­mynda­fræði þá myndi ég aldrei bjóða hinn vang­ann.“

Hún gagn­rýnir líka það heiti sem stjórn­völd völdu á sitt fram­lag til þess að láta kjara­samn­inga ganga sam­an, hina svoköll­uðu lífs­kjara­samn­inga. „Mér er mis­boðið yfir þessu svona upp­nefni. Í eðli sínu eru allir samn­ingar lífs­kjara­samn­ing­ar. Við erum að semja um kjör fólks sem hefur áhrif á líf þess. Það er partur af nýfrjáls­hyggj­unni að vera alltaf að skella ein­hverjum merki­miðum á allt.“

Sól­veig Anna er þó ánægð með það sem stjórn­völd komu með að borð­inu til að liðka fyrir gerð samn­ing­anna og lítur á það sem sigur að hafa náð þeirri aðkomu. Hún hafi sann­ar­lega ekki staðið til boða við upp­haf kjara­við­ræðna. „Það skal eng­inn halda að stjórn­völd kom­ist upp með það að standa ekki við lof­orð­in. Við verðum vakin og sofin yfir því.“

Stjórn­laus frekja

Upp á síðkastið hafa nokkur fyr­ir­tæki boðað verð­hækk­anir í kjöl­far kjara­samn­inga. Mesta athygli hefur vakið að ÍSAM, eitt stærsta fram­leiðslu- og inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki sem er í eigu Ísfé­lags­fjöl­skyld­unnar í Vest­manna­eyj­um, einnar rík­ustu fjöl­skyldu lands­ins, ætlar að hækka verð á vörum hjá sér umtals­vert.

Sól­veig Anna við­ur­kennir að snið­ganga á vörum sé lík­ast til bit­laus en segir hót­anir fyr­ir­tækj­anna um hækk­anir ótrú­leg­ar. „Þarna enn eina ferð­ina afhjúp­ast afstaða þeirra sem í stjórn­lausri frekju sinni trúa því af öllu hjarta að þeirra sé algjört vald­ið. Ég skil mjög vel þá sem fara í snið­göngu en á end­anum skilar það litlu. Ég held við ættum frekar að koma okkur mjög mark­visst frá þeim stað að þurfa að beita slíkum aðgerðum og raun­veru­lega öðl­ast völd í sam­fé­lag­inu. Sem við höfum að mörgu leyti nú þegar en höfum ekki náð að nota mark­visst.“Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent