Vill að Efling beiti sér í fjárfestingum í gegnum Gildi

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, boðar að verkalýðshreyfingin muni beita sér í viðskiptalífinu í gegnum stjórnarsetu í lífeyrissjóðum. Hún segir málflutning í leiðurum Fréttablaðsins ógeðslegan og kallar boðaðar verðhækkanir stjórnlausa frekju.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

„Efl­ing hefur til dæmis þessi ótrú­legu völd sem eru líf­eyr­is­sjóða­kerfið þegar kemur að afskiptum af við­skipta­líf­inu. Nú er það búið að ger­ast að Efl­ing er komin með tvo stjórn­ar­menn í stjórn Gild­is. Stefán Ólafs­son er vara­for­maður Gildis fyrir hönd Efl­ing­ar.“

Þetta segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, í við­tali við Frétta­blaðið í dag þar sem hún boðar að verka­lýðs­hreyf­ingin muni beita sér mun fastar innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins en hingað til hefur tíðkast. Hún rifjar upp að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafi haldið íslensku efna­hags­kerfi uppi eftir hrun. „Sjóð­irnir hafa verið not­aðir mark­visst til að keyra áfram kap­ít­al­ísku mask­ín­una án þess að það sé nokkru sinni tekið til­lit til hags­muna vinnu­aflsins. Við eigum í gegnum sjóð­ina að beita áhrifum okk­ar, ekki síst þegar kemur að fjár­fest­ingum í fyr­ir­tækj­um. Þá fáum við raun­veru­leg völd.“

Segir mál­flutn­ing í leið­urum Frétta­blaðs­ins ógeðs­legan

Í við­tal­inu ræðir Sól­veig Anna líka nýyf­ir­staðna kjara­samn­inga, og þá bar­áttu sem háð var í aðdrag­anda þeirra. Hún seg­ist hafa orðið fyrir æru­meið­ingum og hafa verið þjóf­kennd með ógeðs­legum mál­flutn­ingi.

Auglýsing

Þar nefnir hún sér­stak­lega ákveðin leið­ara­skrif í Frétta­blað­inu. „Leið­arar Harðar Ægis­sonar í Frétta­blað­inu eru með því­líkum ólík­indum að þegar ég svar­aði þeim mjög harka­lega fannst mér ég þurfa að gera það og fannst það mjög skemmti­leg­t[...]Þetta var árás. Þótt það sé margt sem ég styðst við í krist­inni hug­mynda­fræði þá myndi ég aldrei bjóða hinn vang­ann.“

Hún gagn­rýnir líka það heiti sem stjórn­völd völdu á sitt fram­lag til þess að láta kjara­samn­inga ganga sam­an, hina svoköll­uðu lífs­kjara­samn­inga. „Mér er mis­boðið yfir þessu svona upp­nefni. Í eðli sínu eru allir samn­ingar lífs­kjara­samn­ing­ar. Við erum að semja um kjör fólks sem hefur áhrif á líf þess. Það er partur af nýfrjáls­hyggj­unni að vera alltaf að skella ein­hverjum merki­miðum á allt.“

Sól­veig Anna er þó ánægð með það sem stjórn­völd komu með að borð­inu til að liðka fyrir gerð samn­ing­anna og lítur á það sem sigur að hafa náð þeirri aðkomu. Hún hafi sann­ar­lega ekki staðið til boða við upp­haf kjara­við­ræðna. „Það skal eng­inn halda að stjórn­völd kom­ist upp með það að standa ekki við lof­orð­in. Við verðum vakin og sofin yfir því.“

Stjórn­laus frekja

Upp á síðkastið hafa nokkur fyr­ir­tæki boðað verð­hækk­anir í kjöl­far kjara­samn­inga. Mesta athygli hefur vakið að ÍSAM, eitt stærsta fram­leiðslu- og inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki sem er í eigu Ísfé­lags­fjöl­skyld­unnar í Vest­manna­eyj­um, einnar rík­ustu fjöl­skyldu lands­ins, ætlar að hækka verð á vörum hjá sér umtals­vert.

Sól­veig Anna við­ur­kennir að snið­ganga á vörum sé lík­ast til bit­laus en segir hót­anir fyr­ir­tækj­anna um hækk­anir ótrú­leg­ar. „Þarna enn eina ferð­ina afhjúp­ast afstaða þeirra sem í stjórn­lausri frekju sinni trúa því af öllu hjarta að þeirra sé algjört vald­ið. Ég skil mjög vel þá sem fara í snið­göngu en á end­anum skilar það litlu. Ég held við ættum frekar að koma okkur mjög mark­visst frá þeim stað að þurfa að beita slíkum aðgerðum og raun­veru­lega öðl­ast völd í sam­fé­lag­inu. Sem við höfum að mörgu leyti nú þegar en höfum ekki náð að nota mark­visst.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent