Vill að Efling beiti sér í fjárfestingum í gegnum Gildi

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, boðar að verkalýðshreyfingin muni beita sér í viðskiptalífinu í gegnum stjórnarsetu í lífeyrissjóðum. Hún segir málflutning í leiðurum Fréttablaðsins ógeðslegan og kallar boðaðar verðhækkanir stjórnlausa frekju.

Sólveig Anna Jónsdóttir
Auglýsing

„Efl­ing hefur til dæmis þessi ótrú­legu völd sem eru líf­eyr­is­sjóða­kerfið þegar kemur að afskiptum af við­skipta­líf­inu. Nú er það búið að ger­ast að Efl­ing er komin með tvo stjórn­ar­menn í stjórn Gild­is. Stefán Ólafs­son er vara­for­maður Gildis fyrir hönd Efl­ing­ar.“

Þetta segir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, í við­tali við Frétta­blaðið í dag þar sem hún boðar að verka­lýðs­hreyf­ingin muni beita sér mun fastar innan líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins en hingað til hefur tíðkast. Hún rifjar upp að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir hafi haldið íslensku efna­hags­kerfi uppi eftir hrun. „Sjóð­irnir hafa verið not­aðir mark­visst til að keyra áfram kap­ít­al­ísku mask­ín­una án þess að það sé nokkru sinni tekið til­lit til hags­muna vinnu­aflsins. Við eigum í gegnum sjóð­ina að beita áhrifum okk­ar, ekki síst þegar kemur að fjár­fest­ingum í fyr­ir­tækj­um. Þá fáum við raun­veru­leg völd.“

Segir mál­flutn­ing í leið­urum Frétta­blaðs­ins ógeðs­legan

Í við­tal­inu ræðir Sól­veig Anna líka nýyf­ir­staðna kjara­samn­inga, og þá bar­áttu sem háð var í aðdrag­anda þeirra. Hún seg­ist hafa orðið fyrir æru­meið­ingum og hafa verið þjóf­kennd með ógeðs­legum mál­flutn­ingi.

Auglýsing

Þar nefnir hún sér­stak­lega ákveðin leið­ara­skrif í Frétta­blað­inu. „Leið­arar Harðar Ægis­sonar í Frétta­blað­inu eru með því­líkum ólík­indum að þegar ég svar­aði þeim mjög harka­lega fannst mér ég þurfa að gera það og fannst það mjög skemmti­leg­t[...]Þetta var árás. Þótt það sé margt sem ég styðst við í krist­inni hug­mynda­fræði þá myndi ég aldrei bjóða hinn vang­ann.“

Hún gagn­rýnir líka það heiti sem stjórn­völd völdu á sitt fram­lag til þess að láta kjara­samn­inga ganga sam­an, hina svoköll­uðu lífs­kjara­samn­inga. „Mér er mis­boðið yfir þessu svona upp­nefni. Í eðli sínu eru allir samn­ingar lífs­kjara­samn­ing­ar. Við erum að semja um kjör fólks sem hefur áhrif á líf þess. Það er partur af nýfrjáls­hyggj­unni að vera alltaf að skella ein­hverjum merki­miðum á allt.“

Sól­veig Anna er þó ánægð með það sem stjórn­völd komu með að borð­inu til að liðka fyrir gerð samn­ing­anna og lítur á það sem sigur að hafa náð þeirri aðkomu. Hún hafi sann­ar­lega ekki staðið til boða við upp­haf kjara­við­ræðna. „Það skal eng­inn halda að stjórn­völd kom­ist upp með það að standa ekki við lof­orð­in. Við verðum vakin og sofin yfir því.“

Stjórn­laus frekja

Upp á síðkastið hafa nokkur fyr­ir­tæki boðað verð­hækk­anir í kjöl­far kjara­samn­inga. Mesta athygli hefur vakið að ÍSAM, eitt stærsta fram­leiðslu- og inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki sem er í eigu Ísfé­lags­fjöl­skyld­unnar í Vest­manna­eyj­um, einnar rík­ustu fjöl­skyldu lands­ins, ætlar að hækka verð á vörum hjá sér umtals­vert.

Sól­veig Anna við­ur­kennir að snið­ganga á vörum sé lík­ast til bit­laus en segir hót­anir fyr­ir­tækj­anna um hækk­anir ótrú­leg­ar. „Þarna enn eina ferð­ina afhjúp­ast afstaða þeirra sem í stjórn­lausri frekju sinni trúa því af öllu hjarta að þeirra sé algjört vald­ið. Ég skil mjög vel þá sem fara í snið­göngu en á end­anum skilar það litlu. Ég held við ættum frekar að koma okkur mjög mark­visst frá þeim stað að þurfa að beita slíkum aðgerðum og raun­veru­lega öðl­ast völd í sam­fé­lag­inu. Sem við höfum að mörgu leyti nú þegar en höfum ekki náð að nota mark­visst.“Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent