Reyna að flýta því að koma Max vélunum í loftið

Bandarísk flugmálayfirvöld eru sögð líkleg til þess að flýta því að Max vélarnar frá Boeing komist í loftið, og verður mikilvægur fundur um málið 23. maí.

MGN+Boeing+737+Max.jpg
Auglýsing

Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd eru sögð lík­leg til að veita sam­þykki fyrir notkun á 737 Max vélum Boeing, í kjöl­far fundar með full­trúum flug­mála­yf­ir­valda víðs vegar um heim­inn, hinn 23. maí næst­kom­and­i. 

Ef „ekk­ert óvænt ger­ist“ - eins og það er orðað í umfjöllun Seattle Times - þá gæti það þýtt að vél­arnar verði til­búnar til notk­unar í lok maí eða byrjun jún­í. 

Umfjöllun Seattle Times um vanda­mál tengd Boeing í kjöl­far flug­slysanna 29. októ­ber í Indónesíu og 13. mars í Eþíóp­íu, þegar sam­tals 346 létu­st, eftir að 737 Max vél­arnar tog­uð­ust til jarðar fljót­lega eftir flug­tak, hefur verið leið­andi, en Boeing er með rætur sínar í Rent­on, í útjaðri Seattle. 

Auglýsing

Starfs­menn eru þar um 80 þús­und, og hefur hjartað í starf­semi þessa stærsta útflutn­ings­fyr­ir­tækis Banda­ríkj­anna verið á Seattle svæð­inu frá stofnun fyrir 103 árum.

Í kjöl­far seinna slyss­ins hafa Max vél­arnar verið kyrr­settar og notkun á þeim bönn­uð, á meðan rann­sókn hefur staðið yfir. Rann­sóknin hefur meðal ann­ars beinst að MCAS-­kerfi í flug­vél­un­um, sem á að sporna gegn ofrisi, en loka­nið­ur­stöður rann­sókn­ar­nefnda flug­slysa í Indónesíu og Eþíópíu liggja ekki fyr­ir. 

Boeing ítrek­aði á upp­gjörs­fundi fyrr í vik­unni, að vél­arnar væru öruggar og það væri mat Boeing, eftir ítar­lega skoð­un, að ekki þyrfti að breyta hönnun á vél­un­um. 

Kyrr­setn­ing á Max vél­unum hefur skapað víð­tæk vanda­mál fyrir marga af við­skipta­vinum Boeing, þar á meðal Icelanda­ir, en þrjár af vélum félags­ins hafa verið kyrr­sett­ar. Félagið gerir ráð fyrir að kyrr­setn­ingin gildi til 16. júní, sam­kvæmt til­kynn­ingu félags­ins til kaup­hall­ar. 

Það verður á valdi flug­mála­yf­ir­valda á hverju svæði fyrir sig, að ákveða hvenær hægt verður að taka vél­arnar í notk­un, en búast má við sam­ræmdum aðgerðum í þessum efn­um, vegna þess hve víð­tæk áhrifin af því að kyrr­setja ákveðnar teg­undir véla í far­þega­flugi geta ver­ið. 

Rekstur Icelandair hefur gengið nokkuð erf­ið­lega að und­an­förnu, en félagið tap­aði 6,8 millj­örðum síð­asta árs­fjórð­ungi árs­ins í fyrra. Eigið fé félags­ins var um 55 millj­arðar króna í lok árs og skuld­irnar 110 millj­arð­ar.

Upp­gjör félags­ins vegna rekst­urst á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins verður birt 3. maí næst­kom­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent