Átökin auka vonleysi flóttamanna

Forsætisráðherra Líbýu reynir nú að höfða til popúlískra afla og útlendingaótta í Evrópu til að treysta stuðning við ríkisstjórn sína. Tölur um fjölda flóttamanna í landinu eru sagðar stórlega ýktar.

greece-migration-rescue-operation_20433263366_o.jpg
Auglýsing

Í kjöl­far þess að líbýski stríðs­herr­ann Khalifa Haftar og her­lið hans hafa sótt fastar að Trípólí, höf­uð­borg Líbýu, hafa þau hund­ruð þús­und flótta­manna sem stödd eru í land­inu orðið að verk­færi í höndum alþjóð­lega við­ur­kenndrar rík­is­stjórnar lands­ins, sem beita þeim nú fyrir sér í til­raun til tryggja sér auk­inn stuðn­ing Evr­ópu­ríkja. 

Rík­is­stjórn Fayez al-S­arraj hefur spilað inn á vax­andi útlend­inga­andúð og þjóð­ern­ispopúl­isma í Evr­ópu með því að vara við að verði ekk­ert að gert muni átta hund­ruð þús­und flótta­menn flæða frá land­inu og yfir til Evr­ópu. Í þeim hópi væru ekki ein­göngu fólk sem vildi kom­ast til Evr­ópu í von um betra líf heldur einnig með­limir hins svo­kall­aða Íslamska ríkis sem hefðu verið hraktir frá borg­inni Sirte fyrir þremur árum.

Það er ekki að ástæðu­lausu að rík­is­stjórnin hefur brugðið á þetta ráð. Und­an­farin ár hafa popúl­ískir flokkar sem ala á ótta og andúð í garð inn­flytj­enda styrkt stöðu sína í Evr­ópu. Eitt skýrasta dæmið um það er þegar núver­andi rík­is­stjórn á Ítalíu tók við völdum árið 2018. Ítalska rík­is­stjórn­in, með Norð­ur­banda­lag Matteo Sal­vini inn­an­borðs, hefur barist gegn því að flótta­menn kom­ist til Ítalíu frá ríkjum Norð­ur­-Afr­íku með því að meina skipum sem bjargað hafa flótta­mönn­um, sem lagt hafa af stað yfir haf­ið, að leggj­ast að bryggju í ítölskum höfn­um. Það hefur valdið því að þessi sömu skip hafa verið föst á hafi úti í allt að tvær vikur í leit að landi sem til­búið er að taka við flótta­mönn­unum – sem virð­ist verða sífellt erf­ið­ara.

Auglýsing

Gæti þýtt færri flótta­menn

Þessar tölur al-S­arraj um fjölda flótta­manna eru síður en svo óum­deild­ar. Matteo Villa, sem starfar fyrir Italian Institute for Polit­ical Stu­dies, segir að orð for­sæt­is­ráð­herr­ans séu ein­göngu örvænt­ing­ar­full til­raun til að vekja ótta hjá vest­ræn­um, og ekki síst ítölskum stjórn­völdum og tryggja sér þannig stuðn­ing þeirra. „Það eru ekki einu sinni átta hund­ruð þús­und flótta­menn í Líbý­u,” segir hann og Læknar án landamæra telja ómögu­legt að áætla hversu margir flótta­menn muni leggja af stað frá Líbýu til Evr­ópu í von um betra líf.

En orð al-S­arraj dugðu til að ná eyrum ítal­skra stjórn­valda. Giuseppe Conte, for­sæt­is­ráð­herra Ítalíu, sagði á fundi með stuðn­ings­mönnum rík­is­stjórnar al-S­arraj, að koma þyrfti í veg fyrir krísu sem gæti stór­skaðað Ítalíu og Evr­ópu­sam­band­ið. Það gæti jafn­vel komið líbýsku þjóð­inni til góða.

Aftur á móti bendir Villa á að óstöð­ug­leiki hafi hingað til valdið því að færri flótta­menn hafi lagt af stað yfir haf­ið. Aðal­á­stæða þess sé að þeir sem skipu­leggja smygl á fólki séu oftar en ekki skæru­liðar og þegar bar­dagar brjót­ast út séu þeir þátt­tak­endur í þeim.

Fólk í vanda fær ekki hjálp

Líkt og Ítalía hafa önnur Evr­ópu­ríki reynt að koma sér hjá því að taka á flótta­manna­vand­an­um. Á und­an­förnum árum hefur Evr­ópu­sam­bandið dælt tugum millj­óna evra til líbýsku land­helg­is­gæsl­unnar og á sama tíma hefur ábyrgð á björgun flótta­manna leynt og ljóst verið komið yfir á alþjóð­leg hjálp­ar­sam­tök. Land­helg­is­gæsla Líbýu seg­ist á und­an­förnum árum hafa stöðvað um það bil fimmtán þús­und flótta­menn undan ströndum lands­ins.

Það er því kannski ekki skrýtið að flótta­menn sem sitja í flótta­manna­búðum í Líbýu veigri sér við að leggja af stað yfir haf­ið. Ekki ein­ungis er ferðin frá ströndum Norð­ur­-Afr­íku gríð­ar­lega hættu­leg heldur á það líka á hættu að vera hand­samað af líbýskum stjórn­völd­um. Craig Kenzie sem starfar fyrir Læknar án landamæra segir að sam­tökin hafi sér­stakar áhyggjur af þeim sem leggja af stað yfir hafið núna því skortur sé á björg­un­ar­sveit­um. „Ef fólk lendir í vanda á leið sinni er lík­legt að ekki verði hægt að koma þeim til bjarg­ar,“ segir hann.

Sam­kvæmt tölum landamæra­gæslu Evr­ópu, Frontex, hafa innan við fimm hund­ruð flótta­menn kom­ist frá Alsír, Túnis og Líbýu yfir til Evr­ópu á þessu ári. Á sama tíma greina alþjóð­leg sam­tök frá því að 409 hafi látið lífið á för sinni frá þessum lönd­um.

Alið á ótta

­Segja má að al-S­arraj fylgi með ummælum sínum um flótta­manna­vand­ann sem Evr­ópa gæti staðið frammi fyr­ir, að vissu leyti í fót­spor Ahmed Ouyahia, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra Alsír. Ouyahia sagði við upp­haf mót­mæl­anna þar í landi að stríðið í Sýr­landi hefði einnig haf­ist með frið­sömum mót­mæl­um. Þó að aðstæð­urnar séu vissu­lega ólíkar og að orðum Ouyahia hafi verið beint að alsírskum almenn­ingi, fremur en Evr­ópu­bú­um, er ljóst að vald­hafar í norður Afr­íku reyna í auknum mæli að spila á ótta og til­finn­ingar fólks í þeirri von að treysta völd sín.

Þessi orð al-S­arraj koma einnig í kjöl­far þess að rík­is­stjórn hans hefur hægt og rólega misst stuðn­ing á alþjóð­legum vett­vangi. Stuðn­ingur ýmissa arabaríkja, Banda­ríkj­anna og í síauknum mæli Rúss­lands og Frakk­lands við Khalifa Haftar og her­sveitir hans hefur enda auk­ist und­an­farin miss­eri. Þó að staðan í land­inu sé að mörgu leyti óljós, sér­stak­lega í ljósi þess að gíf­ur­legt magn rangra upp­lýs­inga berst frá báðum fylk­ing­um, má það þó telj­ast ljóst að sókn Haftar að Trípólí kemur í kjöl­far þess að hann hefur tryggt sér nægi­legan alþjóð­legan stuðn­ing til að reyna að ná borg­inni á sitt vald.

Staðan er tví­sýn

Frönsk stjórn­völd – en Frakk­land er það Evr­ópu­ríki sem stendur næst Haftar og hers hans – segj­ast ekki hafa vitað af fyr­ir­ætl­unum Haft­ars um að ráð­ast að Trípólí. En rík­is­stjórn al-S­arraj til­kynnti samt sem áður nýverið að hún hefði klippt á öll sam­skipti við Frakk­land vegna stuðn­ings og tengsla lands­ins við Khalifa Haft­ar.

Kenn­ingar um að Frakkar hafi bein afskipti af átök­unum fengu svo með­byr nýverið þegar hópur vopn­aðra franskra rík­is­borg­ara var hand­tek­inn þegar þeir reyndu að kom­ast yfir landa­mærin til Tún­is. Auk vopna fund­ust á hópnum sam­skipta­tæki sem sögð eru tengd við her­sveitir Haft­ar. Sam­kvæmt nafn­lausum heim­ild­ar­manni úr tún­íska stjórn­kerf­inu, sem Al Jazeera vitnar til, er hóp­ur­inn á vegum frönsku leyni­þjón­ust­unn­ar. Því neita Frakkar og segja að menn­irn­ir, sem höfðu diplómat­ísk vega­bréf, séu verðir úr franska sendi­ráð­inu og að för þeirra yfir landa­mærin hafi verið hluti af hefð­bundnum flutn­ingum starfs­manna sendi­ráðs­ins.

Staða lands­ins er með öðrum orðum tví­sýn; þar sem Sádí-­Ar­ab­ía, Jórdan­ía, Egypta­land, Frakk­land, Rúss­land og Banda­ríkin styðja, leynt eða ljóst, her­sveitir Khalifa Haftar og Bret­land, Ítalía og fleiri ríki styðja rík­is­stjórn al-S­arraj. Staðan sem upp er komin eykur enn á óviss­una sem flótta­menn­irn­ir, sem flúið hafa yfir Sahara eyði­mörk­ina í leit sinni að betra lífi í Evr­ópu, hafa þurft að lifa við.

Þræla­salar helsta ógnin

Það er lýsandi fyrir því hversu von­laus staða flótta­mann­anna er að þrátt fyrir að vera staddir í flótta­manna­búðum við fremstu víg­línu og þrátt fyrir að frá­sagnir ber­ist af því að þeir hafi verið neyddir til að taka afstöðu í átök­unum og að taka þátt í þeim þá segja þeir styrj­öld­ina ekki vera þeirra helsta áhyggju­efni.

Sína helstu ógn segja þeir snúa að þræla­sölum og smygl­ur­um. Þeir kúgi þá, hækki upp­sett verð fyrir flutn­ing­ana og setji það ekki fyrir sig að beita hand­rukk­unum og nauðg­unum geti fólk ekki greitt þeim. Jafn­vel þeir sem geta greitt smygl­ur­unum eru ekki bjart­sýnir á að kom­ast yfir haf­ið. „Ég held það sé ekki hægt að kom­ast til Evr­ópu,“ sagði ung­lingur staddur í Abu Salim-­búð­unum við blaða­mann Al Jazeera.

Þeirra helsta von er að lifa við öryggi, en bjart­sýnin minnkar með hverjum deg­inum og að kom­ast yfir Mið­jarð­ar­hafið er þeirra eina von um að losna úr greipum þræla­sölum og smygl­ur­um. En eins og Craig Kenzie hjá Læknum án landamæra bendir á þá er það ekki glæpur að leita að öryggi en á meðan ekki er meira lagt í björg­un­ar­að­gerðir á Mið­jarð­ar­haf­inu er ólík­legt að þeim verði að ósk sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar