Munurinn á vaxtakjörum banka og lífeyrissjóða eykst

Lífeyrissjóðir bjóða mun betri vaxtakjör á húsnæðislán en bankar. Lífeyrissjóðslánin eru þó með hámarks veðhlutfall upp á 75 prósent af markaðsvirði á meðan bankarnir ná til enn fleiri með hærra viðmiði veðhlutfalls.

Peningar
Auglýsing

Mun­ur­inn á lægstu breyti­legu verð­tryggðu vöxtum líf­eyr­is­sjóða ann­ars vegar og banka hins veg­ar, hefur auk­ist að und­an­förnu. Líf­eyr­is­sjóð­irnir bjóða mun betri vaxta­kjör heldur en bank­arn­ir, en veð­hlut­falls­kröfur eru aðrar og lægri hjá sjóð­un­um.

Að hámarki lána þeir 70 pró­sent af virði eignar á meðan bank­arnir miða við 80 til 90 pró­sent af virði eign­ar. 

Yfir­lit yfir stöðu mála má sjá á vefnum Her­borg.is þar sem lána­kjörin sjást, og for­send­urnar sem baki vaxta­stig­inu liggja.

Auglýsing

Frjálsi lægstur

Lægstu breyti­legu vextir verð­tryggðra lána þessi miss­er­inu eru hjá Frjálsa líf­eyr­is­sjóðn­um, 2,15 pró­sent. Stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, er síðan með næst lægstu breyti­legu vext­ina á verð­tryggðum lán­um, 2,17 pró­sent. 

Lægstu breyti­legu vextir verð­tryggðra lána hjá bönk­unum eru hins vegar 3,55 pró­sent, hjá Lands­banka Íslands. Íslands­banki býður lægst 3,65 pró­sent og Arion banki 4,22 pró­sent. 

For­send­urnar eru hins vegar breyti­legar og taka þarf til­lit til þeirra þegar horft er til vaxta­stigs­ins. Þannig eru vext­irnir hjá Arion banka, sem er með hæstu vext­ina, með 3,89 pró­sent á grunn­láni og 4,99 pró­sent á við­bót­ar­láni. Sé miðað við 80 pró­sent veð­hlut­fall þá eru vext­irnir 4,22 pró­sent, eins og áður seg­ir. 

Sá lán­veit­andi sem býður lægstu vext­ina á breyti­legum óverð­tryggðum lánum er Birta líf­eyr­is­sjóð­ur, 5,6 pró­sent, en hámarks­veð­hlut­fall hjá honum er hins vegar lægra en hjá flestum öðrum, eða 65 pró­sent af virði fast­eign­ar.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent